Þeir eiga að biðja Svavar Gestsson afsökunar Ögmundur Jónasson skrifar 20. október 2006 05:00 Þór Whitehead skrifar grein í Fréttablaðið í gær (miðvikudaginn 18. október) sem varð til þess að mig setti hljóðan. Fram kemur að samráðherrar Svavars Gestssonar í ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar, 1988-1991, óskuðu eftir því að kannað yrði hvort Svavar hefði gengið erinda austur-þýsku leyniþjónustunnar! Ráðherrarnir voru samkvæmt frásögn Þórs, forsætisráðherrann Steingrímur Hermannsson, þáverandi formaður Framsóknarflokksins og Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráherra og þáverandi formaður Alþýðuflokksins. Þór Whitehead byggir frásögn sína á skriflegum heimildum Róberts Trausta Árnasonar sem á þessum tíma var vara-fastafulltrúi Íslands hjá NATÓ en hann var beðinn um að gangast fyrir um þessa eftirgrennslan. Það hafi hann að eigin sögn gert þótt hann hafi verið „tregur til verksins" því hann hafi ekki fengið að vita hvernig ráðherrarnir „myndu nota hugsanlegar upplýsingar". Hann hafi engu að síður sinnt þessari beiðni og leitað til vestur-þýsku leyniþjónustunnar og hinnar bandarísku. „Einkum vildi Jón Baldvin vita, hvort að Svavar Gestsson hefði verið í hópi erindreka STASI," segir í frásögn Róberts Trausta. Þar kemur einnig fram að ráðherrarnir hafi tekið sérstaklega fram að ekkert mætti fréttast um þetta til forstöðumanns íslenska útlendingaeftirlitsins sem annaðist öryggisþjónustu á vegum lögreglu og dómsmálaráðuneytis um þetta leyti. Ekki ætla ég að rekja grein Þórs Whiteheads og frásögn Róberts Trausta í þaula að öðru leyti en því að frá því er skemmst að segja að Róbert Trausti fékk kuldalegar viðtökur hjá fyrrnefndum leyniþjónustumönnum sem hefðu engin skjöl viljað láta af hendi en „það eitt staðfesti að STASI hefði enga íslenska trúnaðarmenn á sínum snærum og hefði aldrei haft. Þetta vissi íslenska öryggisþjónustan mætavel". Fram kemur að nokkru síðar hefði Róbert Trausti fengið ítarlegri svör frá vestur-þýsku leyniþjónustunni þar sem skýrt var frá því að rannsóknir hefðu leitt í ljós að að austur-þýsku leyniþjónustunni Stasi hafi „ekkert [orðið] ágengt í því að ráða sér íslenska erindreka til starfa á Íslandi hvorki á meðal íslenskra námsmanna né annarra". Þór Whitehead kveðst hafa leitað eftir mati á þessum staðhæfingum hjá „heimildarmanni úr íslensku öryggisþjónustunni" sem hafi sagt að þetta væri „á þá leið", sem „öryggisþjónustan sjálf" hefði talið líklegasta! Bíðum við, „öryggisþjónustan sjálf"!! Hér er vísað til íslenskrar öryggisþjónustu, sem virðist hafa verið rekin með leynd í landinu. Það bíður betri tíma að fjalla um hana. Hitt getur ekki beðið að þeir Jón Baldvin Hannibalsson og Steingrímur Hermannsson biðji Svavar Gestsson formlega og opinberlega afsökunar á framferði sínu gagnvart honum. Þetta ber þeim að gera sem fyrrverandi fulltrúar þjóðarinnar í ríkisstjórn landsins. Þá hljóta þeir að þurfa að biðja þjóðina afsökunar á því að hafa leitað á náðir erlendrar leyniþjónustu í stað þess að snúa sér til innlendra lögregluyfirvalda, hafi þeir haft grunsemdir um alvarlegan glæp á borð við landráð! Hitt hljóta þeir svo að eiga við sjálfa sig hvernig þeir geti réttlætt það að hafa setið í nánu samstarfi með mönnum sem þeir fóru á bak við með þessum hætti. Hafi það verið rétt að einvörðungu hafi verið um einhvers konar formlegheit að ræða hljóta þeir að þurfa að svara því hvers vegna þeir sögðu ekki félaga sínum í ríkisstjórn frá því? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Þór Whitehead skrifar grein í Fréttablaðið í gær (miðvikudaginn 18. október) sem varð til þess að mig setti hljóðan. Fram kemur að samráðherrar Svavars Gestssonar í ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar, 1988-1991, óskuðu eftir því að kannað yrði hvort Svavar hefði gengið erinda austur-þýsku leyniþjónustunnar! Ráðherrarnir voru samkvæmt frásögn Þórs, forsætisráðherrann Steingrímur Hermannsson, þáverandi formaður Framsóknarflokksins og Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráherra og þáverandi formaður Alþýðuflokksins. Þór Whitehead byggir frásögn sína á skriflegum heimildum Róberts Trausta Árnasonar sem á þessum tíma var vara-fastafulltrúi Íslands hjá NATÓ en hann var beðinn um að gangast fyrir um þessa eftirgrennslan. Það hafi hann að eigin sögn gert þótt hann hafi verið „tregur til verksins" því hann hafi ekki fengið að vita hvernig ráðherrarnir „myndu nota hugsanlegar upplýsingar". Hann hafi engu að síður sinnt þessari beiðni og leitað til vestur-þýsku leyniþjónustunnar og hinnar bandarísku. „Einkum vildi Jón Baldvin vita, hvort að Svavar Gestsson hefði verið í hópi erindreka STASI," segir í frásögn Róberts Trausta. Þar kemur einnig fram að ráðherrarnir hafi tekið sérstaklega fram að ekkert mætti fréttast um þetta til forstöðumanns íslenska útlendingaeftirlitsins sem annaðist öryggisþjónustu á vegum lögreglu og dómsmálaráðuneytis um þetta leyti. Ekki ætla ég að rekja grein Þórs Whiteheads og frásögn Róberts Trausta í þaula að öðru leyti en því að frá því er skemmst að segja að Róbert Trausti fékk kuldalegar viðtökur hjá fyrrnefndum leyniþjónustumönnum sem hefðu engin skjöl viljað láta af hendi en „það eitt staðfesti að STASI hefði enga íslenska trúnaðarmenn á sínum snærum og hefði aldrei haft. Þetta vissi íslenska öryggisþjónustan mætavel". Fram kemur að nokkru síðar hefði Róbert Trausti fengið ítarlegri svör frá vestur-þýsku leyniþjónustunni þar sem skýrt var frá því að rannsóknir hefðu leitt í ljós að að austur-þýsku leyniþjónustunni Stasi hafi „ekkert [orðið] ágengt í því að ráða sér íslenska erindreka til starfa á Íslandi hvorki á meðal íslenskra námsmanna né annarra". Þór Whitehead kveðst hafa leitað eftir mati á þessum staðhæfingum hjá „heimildarmanni úr íslensku öryggisþjónustunni" sem hafi sagt að þetta væri „á þá leið", sem „öryggisþjónustan sjálf" hefði talið líklegasta! Bíðum við, „öryggisþjónustan sjálf"!! Hér er vísað til íslenskrar öryggisþjónustu, sem virðist hafa verið rekin með leynd í landinu. Það bíður betri tíma að fjalla um hana. Hitt getur ekki beðið að þeir Jón Baldvin Hannibalsson og Steingrímur Hermannsson biðji Svavar Gestsson formlega og opinberlega afsökunar á framferði sínu gagnvart honum. Þetta ber þeim að gera sem fyrrverandi fulltrúar þjóðarinnar í ríkisstjórn landsins. Þá hljóta þeir að þurfa að biðja þjóðina afsökunar á því að hafa leitað á náðir erlendrar leyniþjónustu í stað þess að snúa sér til innlendra lögregluyfirvalda, hafi þeir haft grunsemdir um alvarlegan glæp á borð við landráð! Hitt hljóta þeir svo að eiga við sjálfa sig hvernig þeir geti réttlætt það að hafa setið í nánu samstarfi með mönnum sem þeir fóru á bak við með þessum hætti. Hafi það verið rétt að einvörðungu hafi verið um einhvers konar formlegheit að ræða hljóta þeir að þurfa að svara því hvers vegna þeir sögðu ekki félaga sínum í ríkisstjórn frá því?
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun