Gunnar leiðir lista Samfylkingarinnar 6. nóvember 2006 03:00 Gunnar Svavarsson MYND/Valli Gunnar Svavarsson, verkfræðingur og bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, sigraði í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Hann hlaut 1.376 atkvæði í 1. sæti en 4.996 kusu í opnu prófkjöri flokksins. Gunnar segist líta á fimmta sætið á listanum sem baráttusæti í kosningunum næsta vor. „Prófkjörið heppnaðist vel og var flokknum til sóma. Ég er ánægður með þann mikla stuðning sem ég fékk en fyrst og fremst er það heillavænlegt fyrir flokkinn að hafa stillt upp afburða hæfu fólki til þess að undirbúa flokkinn fyrir mikilvægar kosningar í vor. Ég hef þá trú að fimmta sætið verði baráttusætið og ég er viss um að við getum náð því markmiði.“ Katrín Júlíusdóttir stefndi að 2. sætinu í prófkjörinu og náði því örugglega. Hún hlaut 2.268 atkvæði í 1. til 2. sætið en Þórunn Sveinbjarnardóttir, sem bauð sig fram í 1. sætið, hlaut 2.353 atkvæði í 1. til 3. sætið. Hún segist sátt við niðurstöðuna. „Ég fagna þessari niðurstöðu og lít á hana sem ákveðinn móralskan sigur fyrir mig. Ég fékk góða kosningu í fyrsta sætið og er þakklát fyrir stuðninginn sem ég fékk í kjördæminu. Ég hef fulla trú á því að Samfylkingin geti náð góðum árangri í kosningunum næsta vor með þennan vel mannaða lista.“ Mikil spenna var á kjörstað en kosingavaka Samfylkingarinnar fór fram á Fjörukránni í Hafnarfirði. Samtals munaði 46 atkvæðum á Gunnari og Þórunni í efsta sætið en vegna sterkrar stöðu Katrínar í 2. sæti féll Þórunn niður í þriðja sætið. Eftir fyrstu tölur, sem tilkynntar voru eftir talningu 1.500 atkvæða, hafði Gunnar forystuna, Katrín var í öðru sæti og Þórunn því þriðja. Þegar næstu tölur voru tilkynntar, er 2.200 atkvæði höfðu verið talin, höfðu Þórunn og Gunnar sætaskipti en það snerist við þegar tilkynnt var um niðurstöðuna eftir talningu allra atkvæða. uðmundur Steingrímsson, sem bauð sig fram í fjórða sætið, var afar ánægður með niðurstöðuna. „Þessi niðurstaða er stór sigur fyrir mig og mínar pólitísku hugsjónir. Það kom mér á óvart hversu mikinn hljómgrunn mínar hugmyndir fengu hjá félagshyggjufólki alls staðar í kjördæminu. Ég er sannfærður um að Samfylkingin getur náð góðum árangri í kosningunum næsta vor og ég er þegar farinn að Valdimar Leó Friðriksson alþingismaður var ekki á meðal átta efstu frambjóðendanna í prófkjörinu. Hann var ekki tilbúinn til þess að tjá sig um niðurstöðuna þegar Fréttablaðið leitaði til hans en sagðist ætla að halda áfram pólitísku starfi. „Ég er ekki hættur í pólitík,“ var það eina sem Valdimar sagði. Innlent Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Sjá meira
Gunnar Svavarsson, verkfræðingur og bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, sigraði í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Hann hlaut 1.376 atkvæði í 1. sæti en 4.996 kusu í opnu prófkjöri flokksins. Gunnar segist líta á fimmta sætið á listanum sem baráttusæti í kosningunum næsta vor. „Prófkjörið heppnaðist vel og var flokknum til sóma. Ég er ánægður með þann mikla stuðning sem ég fékk en fyrst og fremst er það heillavænlegt fyrir flokkinn að hafa stillt upp afburða hæfu fólki til þess að undirbúa flokkinn fyrir mikilvægar kosningar í vor. Ég hef þá trú að fimmta sætið verði baráttusætið og ég er viss um að við getum náð því markmiði.“ Katrín Júlíusdóttir stefndi að 2. sætinu í prófkjörinu og náði því örugglega. Hún hlaut 2.268 atkvæði í 1. til 2. sætið en Þórunn Sveinbjarnardóttir, sem bauð sig fram í 1. sætið, hlaut 2.353 atkvæði í 1. til 3. sætið. Hún segist sátt við niðurstöðuna. „Ég fagna þessari niðurstöðu og lít á hana sem ákveðinn móralskan sigur fyrir mig. Ég fékk góða kosningu í fyrsta sætið og er þakklát fyrir stuðninginn sem ég fékk í kjördæminu. Ég hef fulla trú á því að Samfylkingin geti náð góðum árangri í kosningunum næsta vor með þennan vel mannaða lista.“ Mikil spenna var á kjörstað en kosingavaka Samfylkingarinnar fór fram á Fjörukránni í Hafnarfirði. Samtals munaði 46 atkvæðum á Gunnari og Þórunni í efsta sætið en vegna sterkrar stöðu Katrínar í 2. sæti féll Þórunn niður í þriðja sætið. Eftir fyrstu tölur, sem tilkynntar voru eftir talningu 1.500 atkvæða, hafði Gunnar forystuna, Katrín var í öðru sæti og Þórunn því þriðja. Þegar næstu tölur voru tilkynntar, er 2.200 atkvæði höfðu verið talin, höfðu Þórunn og Gunnar sætaskipti en það snerist við þegar tilkynnt var um niðurstöðuna eftir talningu allra atkvæða. uðmundur Steingrímsson, sem bauð sig fram í fjórða sætið, var afar ánægður með niðurstöðuna. „Þessi niðurstaða er stór sigur fyrir mig og mínar pólitísku hugsjónir. Það kom mér á óvart hversu mikinn hljómgrunn mínar hugmyndir fengu hjá félagshyggjufólki alls staðar í kjördæminu. Ég er sannfærður um að Samfylkingin getur náð góðum árangri í kosningunum næsta vor og ég er þegar farinn að Valdimar Leó Friðriksson alþingismaður var ekki á meðal átta efstu frambjóðendanna í prófkjörinu. Hann var ekki tilbúinn til þess að tjá sig um niðurstöðuna þegar Fréttablaðið leitaði til hans en sagðist ætla að halda áfram pólitísku starfi. „Ég er ekki hættur í pólitík,“ var það eina sem Valdimar sagði.
Innlent Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Sjá meira