Landsvirkjun vill öll vatnsréttindi í ánni 10. nóvember 2006 02:30 Vatnsréttindi við Jökulsá á Dal. Vatnsrétthafar árinnar telja að Landsvirkjun vilji nú fá til ráðstöfunar öll vatnsréttindi hennar, ekki bara vatnið sem nýtt er við Kárahnjúkastíflu. Landsvirkjun hefur, að mati vatnsréttarhafa við Jökulsá á Dal, sett fram nýja kröfu um að fá til ráðstöfunar öll vatnsréttindi við Jökulsá á Dal, ekki bara vatnið sem nýtt er við Kárahnjúkastíflu heldur líka yfirfallsvatnið sem ekkert er nýtt og rennur í farveginum til sjávar og öll vatnsréttindi sem koma neðar í ána. Jón Jónsson hdl. segir þessa kröfu koma vatnsréttarhöfum mjög á óvart. „Við getum ekki sagt til um hver ástæðan fyrir þessari kröfu er en hugsanlega er Landsvirkjun að huga að frekari virkjunum út Jökulsá á Dal. Það verða þó nokkrir virkjunarkostir út ána en þá er þetta mál farið að snúast um allt annað en það ætti að gera,“ segir Jón og telur enga nauðsyn eða tilgang fyrir Landsvirkjun að eiga þessi réttindi. „Þetta verður þeim dýrt því þeir þurfa að leysa til sín meiri réttindi en þeir þurfa. Þetta hefur komið okkur mjög á óvart og við áttum okkur ekki alveg á þessari kröfu,“ segir hann og telur að krafan geti ekki náð fram að ganga með vísan til eignarnámsreglna. Þórður Bogason hdl., lögmaður Landsvirkjunar, mótmælir því að um nýja kröfu sé að ræða. Hann segir að þarna sé bara verið að gefa nánari útskýringar að ósk vatnsréttarhafa. Hann segir að Landsvirkjun telji að ekki sé unnt að framselja hluta orkunýtingarréttindanna vegna farvegar Jökuls-ár á Dal enda gegni þessi farvegur áfram hlutverki fyrir Kárahnjúkavirkjun. Alltaf hafi verið miðað við það. Hann tekur skýrt fram að vatnsréttindi í hliðarám Jöklu neðan stíflu verði alfarið áfram í eigu vatnsréttarhafa. „Það eru engin áform mér vitanlega um virkjanir í Jökulsá á Dal og ég dreg í efa að það sé fýsilegt, bæði af hagkvæmnisástæðum og ekki síður umhverfisástæðum,“ segir hann. Vatnsréttarhafar við Jökulsá á Dal höfðu gert kröfu um 60 milljarða króna fyrir vatnsréttindin vegna Kárahnjúkavirkjunar og byggðist sú krafa fyrst og fremst á markaðsverði. Landsvirkjun hefur boðið 150–375 milljónir króna sem samsvarar tekjum vatnsréttarhafa af tíu megawatta smávirkjun. Kárahnjúkavirkjun er 690 megawött. Vatnsréttindamálið er til meðferðar hjá matsnefnd og má búast við að hreyfing komist á það í byrjun næsta árs. Innlent Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Sjá meira
Landsvirkjun hefur, að mati vatnsréttarhafa við Jökulsá á Dal, sett fram nýja kröfu um að fá til ráðstöfunar öll vatnsréttindi við Jökulsá á Dal, ekki bara vatnið sem nýtt er við Kárahnjúkastíflu heldur líka yfirfallsvatnið sem ekkert er nýtt og rennur í farveginum til sjávar og öll vatnsréttindi sem koma neðar í ána. Jón Jónsson hdl. segir þessa kröfu koma vatnsréttarhöfum mjög á óvart. „Við getum ekki sagt til um hver ástæðan fyrir þessari kröfu er en hugsanlega er Landsvirkjun að huga að frekari virkjunum út Jökulsá á Dal. Það verða þó nokkrir virkjunarkostir út ána en þá er þetta mál farið að snúast um allt annað en það ætti að gera,“ segir Jón og telur enga nauðsyn eða tilgang fyrir Landsvirkjun að eiga þessi réttindi. „Þetta verður þeim dýrt því þeir þurfa að leysa til sín meiri réttindi en þeir þurfa. Þetta hefur komið okkur mjög á óvart og við áttum okkur ekki alveg á þessari kröfu,“ segir hann og telur að krafan geti ekki náð fram að ganga með vísan til eignarnámsreglna. Þórður Bogason hdl., lögmaður Landsvirkjunar, mótmælir því að um nýja kröfu sé að ræða. Hann segir að þarna sé bara verið að gefa nánari útskýringar að ósk vatnsréttarhafa. Hann segir að Landsvirkjun telji að ekki sé unnt að framselja hluta orkunýtingarréttindanna vegna farvegar Jökuls-ár á Dal enda gegni þessi farvegur áfram hlutverki fyrir Kárahnjúkavirkjun. Alltaf hafi verið miðað við það. Hann tekur skýrt fram að vatnsréttindi í hliðarám Jöklu neðan stíflu verði alfarið áfram í eigu vatnsréttarhafa. „Það eru engin áform mér vitanlega um virkjanir í Jökulsá á Dal og ég dreg í efa að það sé fýsilegt, bæði af hagkvæmnisástæðum og ekki síður umhverfisástæðum,“ segir hann. Vatnsréttarhafar við Jökulsá á Dal höfðu gert kröfu um 60 milljarða króna fyrir vatnsréttindin vegna Kárahnjúkavirkjunar og byggðist sú krafa fyrst og fremst á markaðsverði. Landsvirkjun hefur boðið 150–375 milljónir króna sem samsvarar tekjum vatnsréttarhafa af tíu megawatta smávirkjun. Kárahnjúkavirkjun er 690 megawött. Vatnsréttindamálið er til meðferðar hjá matsnefnd og má búast við að hreyfing komist á það í byrjun næsta árs.
Innlent Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Sjá meira