Smáralind og Hallgrímskirkja reffileg reðurtákn 31. desember 2006 17:00 Hin sérstæða hönnun Smáralindar uppgötvaðist tveimur árum áður en byggingin var tekin í notkun. Vefútgáfa menningartímaritsins Cabinet Magazine stóð nýlega fyrir heldur sérstakri keppni á heimasíðu sinni. Lesendur voru beðnir um að koma með ábendingar um bygginar sem væru í laginu eins og limur og ekki stóð á viðbrögðunum. Rúmlega fjörtíu og sjö myndir voru dregnar fram í dagsljósið og eiga Íslendingar tvo fulltrúa meðal þeirra limafögru bygginga sem birtar eru á síðunni. Önnur þeirra er reyndar guðshúsið Hallgrímskirkja en valið á henni kemur eflaust mörgum spánskt fyrir sjónir. Hallgrímskirkja Telst eitt af reffilegustu reðurtáknum í heiminum ef marka má lesendur Cabinetmagazine.org. Vonuðu að þetta myndi ekki uppgötvast Hin byggingin er þó öllu frægari á landinu fyrir hönnun sína en það er að sjálfsögðu Smáralindin í Kópavogi. Valið kom Pálma Kristinssyni, framkvæmdarstjóra verslunarmiðstöðvarinnar, ekki heldur á óvart. „Þetta er í raun allt hið ótrúlegasta mál," útskýrir Pálmi þegar hann er inntur eftir því hvort ekki hefði mátt sjá þetta fyrir. „Tveimur árum áður en við opnuðum þurfti að breyta byggingunni í austurendanum vegna nýrra verslunareigenda. Við fórum á fund hjá breskum arkitektum hússins og byggingin var sveigð út á við,“ heldur framkvæmdarstjórinn áfram. „Þegar ég og Helgi Már Halldórsson, íslenskur arkitekt, sáum hvers kyns var ákváðum við að fara í hádegisverð og ræða málið. Síðan var sú ákvörðun tekin að við skyldum þegja yfir þessu og í sannleika sagt vonuðumst við til að þetta myndi aldrei uppgötvast," segir Pálmi og finnst málið augljóslega allt hið fyndnasta. Tveimur dögum áður en Smáralindin opnaði flaug hins vegar ljósmyndari Morgunblaðsins yfir og mynd af Smáralindinni í fullri reisn birtist á öftustu síðunni. „Fjaðrafokið og moldviðrið sem varð í íslenskum fjölmiðlum var hreint ótrúlegt og meira að segja framkvæmdarstjóri Reðursafnsins vildi fá aðsetur þarna inni, það ætti hvergi annars staðar heima," segir Pálmi. Hallgrímskirkja Smáralind Tíska og hönnun Mest lesið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Tónlist Fleiri fréttir Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Sjá meira
Vefútgáfa menningartímaritsins Cabinet Magazine stóð nýlega fyrir heldur sérstakri keppni á heimasíðu sinni. Lesendur voru beðnir um að koma með ábendingar um bygginar sem væru í laginu eins og limur og ekki stóð á viðbrögðunum. Rúmlega fjörtíu og sjö myndir voru dregnar fram í dagsljósið og eiga Íslendingar tvo fulltrúa meðal þeirra limafögru bygginga sem birtar eru á síðunni. Önnur þeirra er reyndar guðshúsið Hallgrímskirkja en valið á henni kemur eflaust mörgum spánskt fyrir sjónir. Hallgrímskirkja Telst eitt af reffilegustu reðurtáknum í heiminum ef marka má lesendur Cabinetmagazine.org. Vonuðu að þetta myndi ekki uppgötvast Hin byggingin er þó öllu frægari á landinu fyrir hönnun sína en það er að sjálfsögðu Smáralindin í Kópavogi. Valið kom Pálma Kristinssyni, framkvæmdarstjóra verslunarmiðstöðvarinnar, ekki heldur á óvart. „Þetta er í raun allt hið ótrúlegasta mál," útskýrir Pálmi þegar hann er inntur eftir því hvort ekki hefði mátt sjá þetta fyrir. „Tveimur árum áður en við opnuðum þurfti að breyta byggingunni í austurendanum vegna nýrra verslunareigenda. Við fórum á fund hjá breskum arkitektum hússins og byggingin var sveigð út á við,“ heldur framkvæmdarstjórinn áfram. „Þegar ég og Helgi Már Halldórsson, íslenskur arkitekt, sáum hvers kyns var ákváðum við að fara í hádegisverð og ræða málið. Síðan var sú ákvörðun tekin að við skyldum þegja yfir þessu og í sannleika sagt vonuðumst við til að þetta myndi aldrei uppgötvast," segir Pálmi og finnst málið augljóslega allt hið fyndnasta. Tveimur dögum áður en Smáralindin opnaði flaug hins vegar ljósmyndari Morgunblaðsins yfir og mynd af Smáralindinni í fullri reisn birtist á öftustu síðunni. „Fjaðrafokið og moldviðrið sem varð í íslenskum fjölmiðlum var hreint ótrúlegt og meira að segja framkvæmdarstjóri Reðursafnsins vildi fá aðsetur þarna inni, það ætti hvergi annars staðar heima," segir Pálmi.
Hallgrímskirkja Smáralind Tíska og hönnun Mest lesið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Tónlist Fleiri fréttir Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Sjá meira