Það verða Roger Federer og Rafael Nadal sem leika til úrslita á meistaramótinu í tennis sem fram fer í Róm, eftir að þeir lögðu andstæðinga sína í undanúrslitum í dag. Nadal er eini maðurinn sem hefur lagt Federer að velli á árinu og með sigri getur hann jafnað metið yfir flesta sigurleiki í röð á leirvelli.
