Sérsveitir bresku og þýsku lögreglunnar hafa fylgjast náið með fótboltabullum á vikunum fyrir HM og hefur breska lögreglan gripið til þess ráðs að meina þekktum ólátabelgjum að fara úr landi. Sérsveit bresku lögreglunnar er með skrá yfir 3300 menn sem eru á svarta listanum og vel hefur gengið að beina þeim frá Þýskalandi.
Þó er óttast að einir fimm ólátabelgir hafi komist framhjá síu lögreglunnar, sem einnig hefur komið upp bækistöðvum í Tékklandi og Hollandi. Talsmenn bresku sveitanna segjast þó nokkuð vissir um að 95% þeirra manna sem lögregla hefur á skrá hjá sér muni aldrei fá að fara frá Englandi - hvað þá inn í Þýskaland.