Meiðsli Rooney voru minni en talið var í fyrstu 16. júní 2006 18:42 Wayne Rooney hefur verið dæmdur í 100% lagi af læknum sem annast hafa kappann frá byrjun AFP Nú hefur skýrsla læknanna sem önnuðust Wayne Rooney á vegum Manchester United og enska landsliðið verið gefin út og í henni kemur margt forvitnilegt í ljós, eins og sú staðreynd að meiðsli Rooney voru alls ekki jafn alvarleg og haldið hefur verið fram í fjölmiðlum allar götur síðan hann meiddist fyrir rúmum sex vikum. Rooney brákaði bein í rist sinni, en þar var þó ekki um að ræða "hefðbundið" ristarbrot, líkt og það sem félagar hans eins og David Beckam og Michael Owen hafa lent í á síðustu misserum. Beinið sem brákaðist í fæti Rooney var mun minna og er miklu fljótara að gróa en beinið sem knattspyrnumenn lenda oft í að brjóta. Því er í framhaldinu haldið fram að Rooney sé í alla staði búinn að ná sér af meiðslunum, en margir hafa óttast mjög að hann sé að pína sig til að spila á HM og sé alls ekki orðinn nógu heill. Talsmaður læknanna segir að Rooney hafi t.a.m. verið með verki í fætinum í aðeins sex daga eftir að hann meiddist, en hafi síðan ekkert fundið fyrir meiðslunum. Mikið hefur einnig verið gert úr þeirri fyrsta flokkst endurhæfingu sem Rooney hefur fengið allar götur frá því hann meiddist í leik í ensku deildinni forðum og það á að hafa haft mikið að segja um skjótan bata hans. Læknarnir sem önnuðust Rooney koma frá Queens-læknamiðstöðinni í Nottingham og hefur sú stofnun annast 751 tilfelli svipaðra meiðsla og Rooney varð fyrir á síðasta einu og hálfa ári. Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Fleiri fréttir Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Sjá meira
Nú hefur skýrsla læknanna sem önnuðust Wayne Rooney á vegum Manchester United og enska landsliðið verið gefin út og í henni kemur margt forvitnilegt í ljós, eins og sú staðreynd að meiðsli Rooney voru alls ekki jafn alvarleg og haldið hefur verið fram í fjölmiðlum allar götur síðan hann meiddist fyrir rúmum sex vikum. Rooney brákaði bein í rist sinni, en þar var þó ekki um að ræða "hefðbundið" ristarbrot, líkt og það sem félagar hans eins og David Beckam og Michael Owen hafa lent í á síðustu misserum. Beinið sem brákaðist í fæti Rooney var mun minna og er miklu fljótara að gróa en beinið sem knattspyrnumenn lenda oft í að brjóta. Því er í framhaldinu haldið fram að Rooney sé í alla staði búinn að ná sér af meiðslunum, en margir hafa óttast mjög að hann sé að pína sig til að spila á HM og sé alls ekki orðinn nógu heill. Talsmaður læknanna segir að Rooney hafi t.a.m. verið með verki í fætinum í aðeins sex daga eftir að hann meiddist, en hafi síðan ekkert fundið fyrir meiðslunum. Mikið hefur einnig verið gert úr þeirri fyrsta flokkst endurhæfingu sem Rooney hefur fengið allar götur frá því hann meiddist í leik í ensku deildinni forðum og það á að hafa haft mikið að segja um skjótan bata hans. Læknarnir sem önnuðust Rooney koma frá Queens-læknamiðstöðinni í Nottingham og hefur sú stofnun annast 751 tilfelli svipaðra meiðsla og Rooney varð fyrir á síðasta einu og hálfa ári.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Fleiri fréttir Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Sjá meira