Vinna þarf deiliskipulag fyrir Ellingsen-reit aftur 16. ágúst 2006 19:00 Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála hefur fellt úr gildi deiliskipulag á svokölluðum Ellingssen-reit í vesturbæ Reykjavíkur á þeim forsendum að það samræmist ekki ákvæðum um aðalskipulag Reykjavíkurborgar.Úrskurðurinn hefur í för með sér að framkvæmdum á reitnum seinkar líklega um marga mánuði. Reiturinn sem um ræðir afmarkast af Mýrargötu, Grandagarði og tveimur nýjum götum sem gert er ráð fyrir í rammaskipulagi. Hann er hluti af stærri heild bæði sunnan og norðan Mýrargötu sem nær frá Ánanaustum að Ægisgötu. Þar á að vera blönduð byggð. Á Ellingsen-reitnum eru tvær lóðir, Grandagarður tvö og Mýrargata 26, og á báðum stöðum stendur til að byggja íbúarhúsnæði. Eigandi lóðarinnar að Grandagarði 2 var hins vegar ósáttur ákvarðað nýtingarhlutfall lóðar sinnar í samanburði við nýtingarhlutfall Mýrargötu 26. Hann kærði því samþykkt deiliskipulag til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála. Hún komst að þeirri niðurstöðu að borgin hefði brotið í veigamiklum atriðum gegn ákvæðum greinargerðar Aðalskipulags Reykjavíkur fyrir árin 2001-2024 með því að deiliskipuleggja ekki svæðið frá Ánanaustum að Ægisgötu sem heild. Var deiliskipulagið því fellt úr gildi. Samhliða þessu felldi úrskurðarnefndin úr gildi byggingarleyfi fyrir fjölbýlishús að Mýrargötu 26 en til stóð að hefja við það framkvæmdir í sumar. Hanna Birna Kristjánsdóttir, formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, segir borgina vera að fara yfir úrskurðinn. Reynt verði að hraða málinu eins og unnt er en ljóst sé að fara þurfi vel yfir það. Skipulagið á svæðinu fari í gegnum hefðbundið auglýsingaferli og líklegt sé að uppbygging á svæðinu tefjist því um nokkra mánuði. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Fleiri fréttir Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Sjá meira
Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála hefur fellt úr gildi deiliskipulag á svokölluðum Ellingssen-reit í vesturbæ Reykjavíkur á þeim forsendum að það samræmist ekki ákvæðum um aðalskipulag Reykjavíkurborgar.Úrskurðurinn hefur í för með sér að framkvæmdum á reitnum seinkar líklega um marga mánuði. Reiturinn sem um ræðir afmarkast af Mýrargötu, Grandagarði og tveimur nýjum götum sem gert er ráð fyrir í rammaskipulagi. Hann er hluti af stærri heild bæði sunnan og norðan Mýrargötu sem nær frá Ánanaustum að Ægisgötu. Þar á að vera blönduð byggð. Á Ellingsen-reitnum eru tvær lóðir, Grandagarður tvö og Mýrargata 26, og á báðum stöðum stendur til að byggja íbúarhúsnæði. Eigandi lóðarinnar að Grandagarði 2 var hins vegar ósáttur ákvarðað nýtingarhlutfall lóðar sinnar í samanburði við nýtingarhlutfall Mýrargötu 26. Hann kærði því samþykkt deiliskipulag til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála. Hún komst að þeirri niðurstöðu að borgin hefði brotið í veigamiklum atriðum gegn ákvæðum greinargerðar Aðalskipulags Reykjavíkur fyrir árin 2001-2024 með því að deiliskipuleggja ekki svæðið frá Ánanaustum að Ægisgötu sem heild. Var deiliskipulagið því fellt úr gildi. Samhliða þessu felldi úrskurðarnefndin úr gildi byggingarleyfi fyrir fjölbýlishús að Mýrargötu 26 en til stóð að hefja við það framkvæmdir í sumar. Hanna Birna Kristjánsdóttir, formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, segir borgina vera að fara yfir úrskurðinn. Reynt verði að hraða málinu eins og unnt er en ljóst sé að fara þurfi vel yfir það. Skipulagið á svæðinu fari í gegnum hefðbundið auglýsingaferli og líklegt sé að uppbygging á svæðinu tefjist því um nokkra mánuði.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Fleiri fréttir Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Sjá meira