Íranar reiðubúnir til viðræðna 22. ágúst 2006 19:45 Íranar segjast tilbúnir til alvarlegra viðræðna um kjarnorkuáætlun sína en segjast enn áskilja sér rétt til að halda auðgun úrans áfram. Sitji þeir fast við sinn keip er næsta víst að þeir verði beittir efnahagsþvingunum og jafnvel er valdbeiting ekki útilokuð. Íranar hafa tekið sér góðan tíma til að svara tilboði Vesturveldanna um aðstoð við friðsamlega nýtingu kjarnorku auk ýmissa annarra ívilnana gegn því að láta af auðgun úrans. Í dag var teningunum hins vegar loks kastað þegar aðalsamningamaður Írana, Ari Larijani, kallaði sendiherra voldugustu ríkja heims, að Bandaríkjunum frátöldum, á sinn fund og greindi þeim frá svari írönsku ríkisstjórnarinnar. Nákvæmt innihalds skjalsins hefur ekki verið gefið upp en Larijani sagði í viðtali íranska sjónvarpsstöð að frá og með morgundeginum væru Íranar reiðubúnir til alvarlegra viðræðna um kjarnorkuáætlunina en einnig efnahags- og öryggismál sem ekki væri hægt að slíta úr samhengi hana. Íranar hafa hingað til ekki ljáð máls á því að hætta úranauðgun og því var ekki búist við að þeir myndu bjóðast til þess í svari sínu í dag. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna gaf stjórnvöldum í Teheran í júlílok mánaðarfrest til að láta af vinnslunni ella sæta efnahagsþvingunum. Ekki er sjálfgefið að slík ályktun verði samþykkt því Rússar og Kínverjar hafa hingað til lagst gegn slíku. Stjórnmálaskýrendur segja að ef Íranar ætli á annað borð að smíða kjarnorkuvopn ætti þeim að takast það í síðasta lagi 2010. Ósennilegt er þó að það verði látið átölulaust, Bandaríkjamenn hafa raunar aldrei útilokað valdbeitingu gegn Írönum. Í því sambandi má minna á nýlega grein bandaríska rannsóknarblaðamannsins Seymour Hearsh þar sem hann staðhæfir á að árásir Ísraela á Líbanon undanfarinn mánuð hafi einkum haft þann tilgang að undirbúa jarðveginn fyrir svipaða sprengjuherferð Bandaríkjamanna á skotmörk í Íran. Erlent Fréttir Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira
Íranar segjast tilbúnir til alvarlegra viðræðna um kjarnorkuáætlun sína en segjast enn áskilja sér rétt til að halda auðgun úrans áfram. Sitji þeir fast við sinn keip er næsta víst að þeir verði beittir efnahagsþvingunum og jafnvel er valdbeiting ekki útilokuð. Íranar hafa tekið sér góðan tíma til að svara tilboði Vesturveldanna um aðstoð við friðsamlega nýtingu kjarnorku auk ýmissa annarra ívilnana gegn því að láta af auðgun úrans. Í dag var teningunum hins vegar loks kastað þegar aðalsamningamaður Írana, Ari Larijani, kallaði sendiherra voldugustu ríkja heims, að Bandaríkjunum frátöldum, á sinn fund og greindi þeim frá svari írönsku ríkisstjórnarinnar. Nákvæmt innihalds skjalsins hefur ekki verið gefið upp en Larijani sagði í viðtali íranska sjónvarpsstöð að frá og með morgundeginum væru Íranar reiðubúnir til alvarlegra viðræðna um kjarnorkuáætlunina en einnig efnahags- og öryggismál sem ekki væri hægt að slíta úr samhengi hana. Íranar hafa hingað til ekki ljáð máls á því að hætta úranauðgun og því var ekki búist við að þeir myndu bjóðast til þess í svari sínu í dag. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna gaf stjórnvöldum í Teheran í júlílok mánaðarfrest til að láta af vinnslunni ella sæta efnahagsþvingunum. Ekki er sjálfgefið að slík ályktun verði samþykkt því Rússar og Kínverjar hafa hingað til lagst gegn slíku. Stjórnmálaskýrendur segja að ef Íranar ætli á annað borð að smíða kjarnorkuvopn ætti þeim að takast það í síðasta lagi 2010. Ósennilegt er þó að það verði látið átölulaust, Bandaríkjamenn hafa raunar aldrei útilokað valdbeitingu gegn Írönum. Í því sambandi má minna á nýlega grein bandaríska rannsóknarblaðamannsins Seymour Hearsh þar sem hann staðhæfir á að árásir Ísraela á Líbanon undanfarinn mánuð hafi einkum haft þann tilgang að undirbúa jarðveginn fyrir svipaða sprengjuherferð Bandaríkjamanna á skotmörk í Íran.
Erlent Fréttir Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira