Fara fram á aukafjárveitingu vegna mikils halla 1. september 2006 14:00 Rúmlega 400 milljóna króna tap var á rekstri Landspítala - háskólasjúkrahúss á fyrstu sex mánuðum ársins. Spítalinn á fullt í fangi með að mæta aukinni eftirspurn en stjórnendur spítalans hafa farið fram á aukin fjárframlög frá heilbrigðisyfirvöldum. Meginástæða hallan er óhagstæð gengisþróun og þensla í efnahagslífinu. Spítalinn kaupir rekstrarvöru fyrir rúma 5 milljarða á ári erlendis frá og á tímabilinu hefur dollarinn hækkað um rúm 17 prósent, evran um 24 prósent og pundið um rúm 20 prósent. Aukinn kostnaður vegna lyfjakaupa eingöngu var um 220 milljónir króna. Þá hefur spítalinn ekki farið varhluta af því að mikil þensla er á vinnumarkaðnum og því hefur reynst erfitt að ráða í lausar stöður og til sumarafleysinga. Það hefur gert það að verkum að spítalinn hefur þurft að kaupa meiri yfirvinnu af starfsmönnum spítalans. Launakostnaður spítalans á tímabilinu var 400 milljónum umfram rekstraráætlun. Á móti kemur að sértekjur spítalans voru rúmlega 10 prósent hærri en gert var ráð fyrir. Í rekstraráætlun spítalans var gert ráð fyrir óbreyttum rekstrarkostnaði sjöunda árið í röð og segir í greinagerð framkvæmdarstjóra fjárreiðna spítalans að það sé mjög erfitt að standast áætlunina þar sem mikil fjölgun hefur verið á komum á spítalans meðal annars vegna fjölgun íbúa landsins. Í niðurlagi greinargerðarinnar segir framkvæmdarstjórinn að óhjákvæmilega hafi breytingar áhrif á reksturinn ef ekki eigi að koma til niðurskurðar á þjónustu. Spítalinn hefur farið fram á það við stjórnvöld að fá aukið fjármagn í reksturinn. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Hafnar því að hafa verið með glannalegar yfirlýsingar um Grænland Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Sjá meira
Rúmlega 400 milljóna króna tap var á rekstri Landspítala - háskólasjúkrahúss á fyrstu sex mánuðum ársins. Spítalinn á fullt í fangi með að mæta aukinni eftirspurn en stjórnendur spítalans hafa farið fram á aukin fjárframlög frá heilbrigðisyfirvöldum. Meginástæða hallan er óhagstæð gengisþróun og þensla í efnahagslífinu. Spítalinn kaupir rekstrarvöru fyrir rúma 5 milljarða á ári erlendis frá og á tímabilinu hefur dollarinn hækkað um rúm 17 prósent, evran um 24 prósent og pundið um rúm 20 prósent. Aukinn kostnaður vegna lyfjakaupa eingöngu var um 220 milljónir króna. Þá hefur spítalinn ekki farið varhluta af því að mikil þensla er á vinnumarkaðnum og því hefur reynst erfitt að ráða í lausar stöður og til sumarafleysinga. Það hefur gert það að verkum að spítalinn hefur þurft að kaupa meiri yfirvinnu af starfsmönnum spítalans. Launakostnaður spítalans á tímabilinu var 400 milljónum umfram rekstraráætlun. Á móti kemur að sértekjur spítalans voru rúmlega 10 prósent hærri en gert var ráð fyrir. Í rekstraráætlun spítalans var gert ráð fyrir óbreyttum rekstrarkostnaði sjöunda árið í röð og segir í greinagerð framkvæmdarstjóra fjárreiðna spítalans að það sé mjög erfitt að standast áætlunina þar sem mikil fjölgun hefur verið á komum á spítalans meðal annars vegna fjölgun íbúa landsins. Í niðurlagi greinargerðarinnar segir framkvæmdarstjórinn að óhjákvæmilega hafi breytingar áhrif á reksturinn ef ekki eigi að koma til niðurskurðar á þjónustu. Spítalinn hefur farið fram á það við stjórnvöld að fá aukið fjármagn í reksturinn.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Hafnar því að hafa verið með glannalegar yfirlýsingar um Grænland Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Sjá meira