Sjö leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í dag. Guðjón Valur Sigurðsson fór á kostum þegar Gummersbach burstaði Grosswallstadt 35-22 en þessi lið berjast í toppbaráttunni í deildinni. Þá töpuðu Viggó Sigurðsson og félagar í Flensburg mjög óvænt fyrir Kronau Östringen á útivelli 31-30.
Guðjón Valur skoraði 10 mörk og Róbert Gunnarsson 1 í sigri Gummersbach á Grosswallstadt í dag, en Alexander Petersson og Einar Örn Hólmgeirsson eitt hvor fyrir Grosswallstadt.
Jaliesky Garcia skoraði 6 mörk fyrir Göppingen í sigri liðsins á Wilhelmshavener. Gylfi Gylfason skoraði 2 mörk fyrir Wilhelmshavener.
Lemgo tapaði mjög illa fyrir Magdeburg á heimavelli sínum 39-27, þar sem Logi Geirsson skoraði 2 mörk fyrir Lemgo.
Minden tapaði enn einum leiknum, nú síðast fyrir nýliðum Balingen á útivelli 27-22. Þá vann Hamburg auðveldan sigur á Dusseldorf 39-28 og Lubbecke vann Wetzlar 26-24.