Lýsing afhendir Þroskahjálp 2 milljónir króna 21. september 2006 12:00 Í tilefni 20 ára afmælis Lýsingar gaf fyrirtækið Landssamtökunum Þroskahjálp 2 milljónir króna en Lýsing er aðalstyrktaraðili samtakanna. Hluti upphæðarinnar rennur til þróunarstarfs Þroskahjálpar í þriðja heiminum. Lýsing fagnaði 20 ára afmæli sínu á dögunum og bauð starfsmönnum og viðskiptavinum til afmælisfagnaðar í nýju Laugardalshöllinni. Á 20 ára ferli fyrirtækisins hefur það styrkt ýmis hjálparsamtök og lagt mörgum einstaklingum lið við að ná markmiðum sínum. Til að mynda hefur Lýsing verið aðalstyrktaraðili Landssamtakanna Þroskahjálpar síðan 2004. Í tilefni afmælisins ákvað Lýsing að styrkja þau enn frekar með 2 milljónum króna. Lýsing hefur lagt mikið upp úr því að vera samtökunum innan handar. Árið 1987 deildu Lýsing og Þroskahjálp húsnæði að Suðurlandsbraut 22 og á þeim tíma kynntist fyrirtækið því óeigingjarna og þarfa starfi sem Þroskahjálp sinnir í þágu þeirra sem minna mega sín. Ólafur Helgi Ólafsson framkvæmdastjóri Lýsingar sagði í ræðu sinni við afhendinguna að málefni fatlaðra séu málefni samfélagsins alls og að nauðsynlegt sé að fatlaðir njóti í hvívetna sömu réttinda og aðstöðu og ófatlaðir. Landssamtökin Þroskahjálp fluttu starfsemi sína af Suðurlandsbraut árið 2004 og seldu Lýsingu húsnæðið. Þá gerði Lýsing styrktarsamning við félagið til fjögurra ára um 500 þúsund króna styrk ár hvert. Það kom því Landssamtökunum Þroskahjálp þægilega á óvart þegar Lýsing veitti þeim 2 milljónir króna aukalega og rennur hluti upphæðarinnar til þróunarstarfs í þriðja heiminum. Gerður A. Árnadóttir, formaður Þroskahjálpar, sagði í ræðu sinni að Lýsing hefði reynst samtökunum ómetanlegur bakhjarl og bandamaður og að slíkt sé afar þýðingarmikið í baráttunni fyrir mannréttindahugsjónum og trúnni á réttlæti til allra manna. Þar sem samtökin gerðu ekki ráð fyrir þessum peningum í fjárhagsáætlun sinni ætla þau að láta langþráðan draum rætast og láta gott af sér leiða í þágu fatlaðra fyrir utan landsteinana. Það voru þau Gerður A. Árnadóttir og Friðrik Sigurðsson sem tóku við styrknum af Ólafi Helga Ólafssyni. Fréttir Innlent Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Rússar og Úkraínumenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Sjá meira
Í tilefni 20 ára afmælis Lýsingar gaf fyrirtækið Landssamtökunum Þroskahjálp 2 milljónir króna en Lýsing er aðalstyrktaraðili samtakanna. Hluti upphæðarinnar rennur til þróunarstarfs Þroskahjálpar í þriðja heiminum. Lýsing fagnaði 20 ára afmæli sínu á dögunum og bauð starfsmönnum og viðskiptavinum til afmælisfagnaðar í nýju Laugardalshöllinni. Á 20 ára ferli fyrirtækisins hefur það styrkt ýmis hjálparsamtök og lagt mörgum einstaklingum lið við að ná markmiðum sínum. Til að mynda hefur Lýsing verið aðalstyrktaraðili Landssamtakanna Þroskahjálpar síðan 2004. Í tilefni afmælisins ákvað Lýsing að styrkja þau enn frekar með 2 milljónum króna. Lýsing hefur lagt mikið upp úr því að vera samtökunum innan handar. Árið 1987 deildu Lýsing og Þroskahjálp húsnæði að Suðurlandsbraut 22 og á þeim tíma kynntist fyrirtækið því óeigingjarna og þarfa starfi sem Þroskahjálp sinnir í þágu þeirra sem minna mega sín. Ólafur Helgi Ólafsson framkvæmdastjóri Lýsingar sagði í ræðu sinni við afhendinguna að málefni fatlaðra séu málefni samfélagsins alls og að nauðsynlegt sé að fatlaðir njóti í hvívetna sömu réttinda og aðstöðu og ófatlaðir. Landssamtökin Þroskahjálp fluttu starfsemi sína af Suðurlandsbraut árið 2004 og seldu Lýsingu húsnæðið. Þá gerði Lýsing styrktarsamning við félagið til fjögurra ára um 500 þúsund króna styrk ár hvert. Það kom því Landssamtökunum Þroskahjálp þægilega á óvart þegar Lýsing veitti þeim 2 milljónir króna aukalega og rennur hluti upphæðarinnar til þróunarstarfs í þriðja heiminum. Gerður A. Árnadóttir, formaður Þroskahjálpar, sagði í ræðu sinni að Lýsing hefði reynst samtökunum ómetanlegur bakhjarl og bandamaður og að slíkt sé afar þýðingarmikið í baráttunni fyrir mannréttindahugsjónum og trúnni á réttlæti til allra manna. Þar sem samtökin gerðu ekki ráð fyrir þessum peningum í fjárhagsáætlun sinni ætla þau að láta langþráðan draum rætast og láta gott af sér leiða í þágu fatlaðra fyrir utan landsteinana. Það voru þau Gerður A. Árnadóttir og Friðrik Sigurðsson sem tóku við styrknum af Ólafi Helga Ólafssyni.
Fréttir Innlent Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Rússar og Úkraínumenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Sjá meira