Hefðin ein aðalástæða þess að launamunur helst óbreyttur 21. september 2006 19:27 Óbreyttur launamunur kynjanna fjórða árið í röð eru mikil vonbrigði, að sögn félags- og jafnréttismálaráðherra Íslands. Þar vísar hann í launakönnun VR sem birt var í gær. Ráðherrann telur hefðina eina aðalástæðu þess að launamunurinn haldist, þrátt fyrir mikla umræðu um jafnréttismál á Íslandi undanfarin ár. Í niðurstöðum launakönnunar VR sem birt var í gær kemur meðal annars í ljós að launamunur kynjanna helst óbreyttur hjá félagsmönnum VR, fjórða árið í röð. Karlar eru með tuttugu og tveimur prósentum hærri heildarlaun en konur, en voru með tuttugu og þremur prósentum hærri laun í fyrra. Munurinn á milli ára er ekki marktækur, ekki frekar en þegar miðað er við árin 2003 og 4. Magnúsi Stefánssyni félagsmálaráðherra, sem samkvæmt lagabókstafnum hefur jafnréttismál á sinni könnu, finnst þessi niðurstaða ekki vera fagnaðarefni, eins og við var að búast. Hann segir mörg átök hafa verið í gangi undanfarin ár sem því miður virðast lítið stoða. Gunnar Páll Pálsson, formaður VR, sagði í samtali við NFS í gær að hann væri hálf ráðalaus hvað taka ætti til bragðs til að leiðrétta þennan mun á launum kynjanna, ekki síst í ljósi þess að mikið átak sem VR réðst í í fyrra vegna launamunarins virðist engu hafa skilað. Aðspurður hvort hann sé jafn ráðalaus og formaður VR ítrekar Magnúsn að margt hafi verið reynt. Auk þess sé til staðar löggjöf sem eigi að taka á þessum málum. Magnús segist ekki kunnna einfaldar skýringar á því að þessi launamunur haldist, þrátt fyrir alla þá umræðu og vakningu sem, í það minnsta virðist, hafa átt sér stað á undanförnum árum í jafnréttismálum. Honum detti helst í hug það að þetta sé rótgróið ástand, það sé hefð fyrir þessu o.s.frv. „Það þarf víðtækt samstarf allra til að brjótast út úr þessu," segir Magnús. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Sjá meira
Óbreyttur launamunur kynjanna fjórða árið í röð eru mikil vonbrigði, að sögn félags- og jafnréttismálaráðherra Íslands. Þar vísar hann í launakönnun VR sem birt var í gær. Ráðherrann telur hefðina eina aðalástæðu þess að launamunurinn haldist, þrátt fyrir mikla umræðu um jafnréttismál á Íslandi undanfarin ár. Í niðurstöðum launakönnunar VR sem birt var í gær kemur meðal annars í ljós að launamunur kynjanna helst óbreyttur hjá félagsmönnum VR, fjórða árið í röð. Karlar eru með tuttugu og tveimur prósentum hærri heildarlaun en konur, en voru með tuttugu og þremur prósentum hærri laun í fyrra. Munurinn á milli ára er ekki marktækur, ekki frekar en þegar miðað er við árin 2003 og 4. Magnúsi Stefánssyni félagsmálaráðherra, sem samkvæmt lagabókstafnum hefur jafnréttismál á sinni könnu, finnst þessi niðurstaða ekki vera fagnaðarefni, eins og við var að búast. Hann segir mörg átök hafa verið í gangi undanfarin ár sem því miður virðast lítið stoða. Gunnar Páll Pálsson, formaður VR, sagði í samtali við NFS í gær að hann væri hálf ráðalaus hvað taka ætti til bragðs til að leiðrétta þennan mun á launum kynjanna, ekki síst í ljósi þess að mikið átak sem VR réðst í í fyrra vegna launamunarins virðist engu hafa skilað. Aðspurður hvort hann sé jafn ráðalaus og formaður VR ítrekar Magnúsn að margt hafi verið reynt. Auk þess sé til staðar löggjöf sem eigi að taka á þessum málum. Magnús segist ekki kunnna einfaldar skýringar á því að þessi launamunur haldist, þrátt fyrir alla þá umræðu og vakningu sem, í það minnsta virðist, hafa átt sér stað á undanförnum árum í jafnréttismálum. Honum detti helst í hug það að þetta sé rótgróið ástand, það sé hefð fyrir þessu o.s.frv. „Það þarf víðtækt samstarf allra til að brjótast út úr þessu," segir Magnús.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Sjá meira