ÍE stefnir fyrrv. starfsmönnum og keppinaut fyrir upplýsingastuld 26. september 2006 15:25 MYND/Vilhelm Íslensk erfðagreining hefur höfðað mál í Bandaríkjunum gegn fimm fyrrverandi starfsmönnum fyrirtækisins og bandarískum samkeppnisaðila fyrir stuld og misnotkun á eigum félagsins og margvísleg brot á ráðningarsamningum. Fram kemur í tilkynningu að mönnunum sé meðal annars gefið að sök að hafa á ólögmætan hátt afritað og sent frá fyrirtækinu upplýsingar um viðskiptaleyndarmál, staðlaðar rannsóknaraðferðir og vinnuferla, viðskiptasamninga, hugbúnað og gögn í eigu Íslenskrar erfðagreiningar. Í engu tilfelli er um að ræða persónugreinanlegar upplýsingar um þátttakendur í rannsóknum, enda tryggir dulkóðunarkerfi fyrirtækisins að engar slíkar upplýsingar eru í fórum fyrirtækisins. „Stefndu létu allir af störfum hjá Íslenskri erfðagreiningu í sumar. Þeir eru: Hákon Hákonarson; fyrrverandi framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Íslenskrar erfðagreiningar, Struan Grant; fyrrum verkefnisstjóri í erfðarannsóknum, Robert Skraban; fyrrum starfsmaður í viðskiptaþróunardeild, Jonathan Bradfield sem vann við erfðarannsóknir og Jesus Sainz sem starfaði við lífupplýsingadeild fyrirtækisins. Við rannsókn málsins hefur komið í ljós að í lok síðasta árs gekk Hákon Hákonarson frá samningi við bandaríska sjúkrahúsið Children's Hospital of Philadelphia um að veita forstöðu nýstofnaðri miðstöð fyrir hagnýtar erfðamengjarannsóknir við sjúkrahúsið sem ætlað er að vera í beinni viðskiptalegri samkeppni við Íslenska erfðagreiningu. Að minnsta kosti þrír aðrir hinna stefndu hafa þegar hafið störf á sama vettvangi. Þeir héldu allir samningum sínum og áformum með sjúkrahúsinu leyndum fyrir Íslenskri erfðagreiningu og störfuðu ótrauðir áfram um nokkurra mánaða skeið hjá fyrirtækinu. Eftir margra ára störf sem stjórnendur og lykilstarfsmenn félagsins byggðu dagleg störf þessara starfsmanna meðal annars á aðgengi að margs konar vísindaniðurstöðum og gögnum sem teljast til verðmætra viðskiptaleyndarmála. Slík gögn eru vistuð í samræmi við strangar öryggisreglur og varin með ýmsum ákvæðum í ráðningarsamningum starfsfólks, sem öll voru brotin af viðkomandi starfsmönnum. Rökstuddur grunur er um að stjórnendur sjúkrahússins hafi haft fulla vitneskju um hina ólögmætu gagnasöfnun og hafa forsvarsmenn þess ákveðið að taka sér stöðu með fimmmenningunum sem varnaraðilar í málinu. Málflutningur vegna kröfu Íslenskrar erfðagreiningar um tafarlaust lögbann á störf fimmmenninganna við miðstöðina og lögbann við notkun hennar á eigum Íslenskrar erfðagreiningar hófst í dag, þriðjudaginn 26. september. Stefnan er í 7 liðum og er meðal annars stefnt vegna brota á lögum um tölvunotkun, samsæri um að stela gögnum og misnota þau, brot á ýmsum ákvæðum ráðningarsamninga; meðal annars um meðferð trúnaðarupplýsinga og störf fyrir samkeppnisaðila, misnotkun viðskiptaleyndarmála, að hafa valdið fyrirtækinu tjóni gagnvart mögulegum styrktar- og samstarfsaðilum fyrirtækisins o.fl. Þá er einnig stefnt fyrir tilraunir til að fela ummerki um afritun gagna og aðra ólögmæta háttsemi, en slíkt er meðal annars brot á skýrum fyrirmælum dómstólsins eftir að stefnan var lögð fram," segir í tilkynningunni. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Sjá meira
Íslensk erfðagreining hefur höfðað mál í Bandaríkjunum gegn fimm fyrrverandi starfsmönnum fyrirtækisins og bandarískum samkeppnisaðila fyrir stuld og misnotkun á eigum félagsins og margvísleg brot á ráðningarsamningum. Fram kemur í tilkynningu að mönnunum sé meðal annars gefið að sök að hafa á ólögmætan hátt afritað og sent frá fyrirtækinu upplýsingar um viðskiptaleyndarmál, staðlaðar rannsóknaraðferðir og vinnuferla, viðskiptasamninga, hugbúnað og gögn í eigu Íslenskrar erfðagreiningar. Í engu tilfelli er um að ræða persónugreinanlegar upplýsingar um þátttakendur í rannsóknum, enda tryggir dulkóðunarkerfi fyrirtækisins að engar slíkar upplýsingar eru í fórum fyrirtækisins. „Stefndu létu allir af störfum hjá Íslenskri erfðagreiningu í sumar. Þeir eru: Hákon Hákonarson; fyrrverandi framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Íslenskrar erfðagreiningar, Struan Grant; fyrrum verkefnisstjóri í erfðarannsóknum, Robert Skraban; fyrrum starfsmaður í viðskiptaþróunardeild, Jonathan Bradfield sem vann við erfðarannsóknir og Jesus Sainz sem starfaði við lífupplýsingadeild fyrirtækisins. Við rannsókn málsins hefur komið í ljós að í lok síðasta árs gekk Hákon Hákonarson frá samningi við bandaríska sjúkrahúsið Children's Hospital of Philadelphia um að veita forstöðu nýstofnaðri miðstöð fyrir hagnýtar erfðamengjarannsóknir við sjúkrahúsið sem ætlað er að vera í beinni viðskiptalegri samkeppni við Íslenska erfðagreiningu. Að minnsta kosti þrír aðrir hinna stefndu hafa þegar hafið störf á sama vettvangi. Þeir héldu allir samningum sínum og áformum með sjúkrahúsinu leyndum fyrir Íslenskri erfðagreiningu og störfuðu ótrauðir áfram um nokkurra mánaða skeið hjá fyrirtækinu. Eftir margra ára störf sem stjórnendur og lykilstarfsmenn félagsins byggðu dagleg störf þessara starfsmanna meðal annars á aðgengi að margs konar vísindaniðurstöðum og gögnum sem teljast til verðmætra viðskiptaleyndarmála. Slík gögn eru vistuð í samræmi við strangar öryggisreglur og varin með ýmsum ákvæðum í ráðningarsamningum starfsfólks, sem öll voru brotin af viðkomandi starfsmönnum. Rökstuddur grunur er um að stjórnendur sjúkrahússins hafi haft fulla vitneskju um hina ólögmætu gagnasöfnun og hafa forsvarsmenn þess ákveðið að taka sér stöðu með fimmmenningunum sem varnaraðilar í málinu. Málflutningur vegna kröfu Íslenskrar erfðagreiningar um tafarlaust lögbann á störf fimmmenninganna við miðstöðina og lögbann við notkun hennar á eigum Íslenskrar erfðagreiningar hófst í dag, þriðjudaginn 26. september. Stefnan er í 7 liðum og er meðal annars stefnt vegna brota á lögum um tölvunotkun, samsæri um að stela gögnum og misnota þau, brot á ýmsum ákvæðum ráðningarsamninga; meðal annars um meðferð trúnaðarupplýsinga og störf fyrir samkeppnisaðila, misnotkun viðskiptaleyndarmála, að hafa valdið fyrirtækinu tjóni gagnvart mögulegum styrktar- og samstarfsaðilum fyrirtækisins o.fl. Þá er einnig stefnt fyrir tilraunir til að fela ummerki um afritun gagna og aðra ólögmæta háttsemi, en slíkt er meðal annars brot á skýrum fyrirmælum dómstólsins eftir að stefnan var lögð fram," segir í tilkynningunni.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Sjá meira