Allt vitlaust á Sikiley

Til átaka kom milli stuðningsmanna ítalska liðsins Palermo og enska liðsins West Ham á Sikiley í dag, en liðin mætast í Evrópukeppni félagsliða í kvöld. Tuttugu stuðningsmenn West Ham voru handteknir og sex aðrir fluttir á sjúkrahús eftir að til átakanna kom - þar sem stólum og flöskum var grýtt í allar áttir í miðbæ Palermo og kalla þurfti til óeirðalögreglu til að skakka leikinn.