Davenport fer ekki í leikbann

Miðvörðurinn ungi Calum Davenport hjá Tottenham fer ekki í leikbann eftir að rauða spjaldið sem hann fékk í leik gegn Aston Villa um helgina var dregið til baka. Davenport fékk dæmda á sig vítaspyrnu í leiknum og var rekinn af velli, en myndbandsupptaka sýndi að dómurinn var út í hött. Þetta eru góð tíðindi fyrir Tottenham, enda er aðeins einn eiginlegur miðvörður leikfær í liðinu í dag.