Klofnar Frjálslyndi flokkurinn? 5. nóvember 2006 18:57 Er hugsanlegt að Frjálslyndi flokkurinn klofni í kringum innflytjendamálin? Magnús Hafsteinsson, Sigurjón Þórðarson og hinn nýji liðsmaður, Jón Magnússon, taka mjög harða afstöðu gegn þeirri útlendingapólitík sem hér hefur verið við lýði - og varla nokkur hefur árætt að draga verulega í efa. Spurningin er hvort Frjálslyndi flokkurinn fylgir þeim þessa braut - hvað segir Margrét Sverrisdóttir, Guðjón Arnar Kristjánsson eða Ólafur F. Magnússon? Það er ábyggilega eftirspurn eftir svona pólitík meðal nokkurs hóps kjósenda, kannski rífur hún Frjálslynda flokkinn upp úr fylgislægðinni, en hún á ábyggilega eftir að mæta harðri fordæmingu víða eins og mátti heyra í Silfri mínu í dag. Svo er spurning hversu sterk sannfæring liggur að baki hjá þremenningunum - vilja þeir stefna í áttina að einhvers konar þjóðarflokki eða eru þeir einungis að reyna að skapa sér vígstöðu fyrir kosningar? En auðvitað á ekki að vera tabú að ræða þessi mál. --- --- --- Jón Gunnarsson, framkvæmdastjóri slysavarnafélagsins Landsbjargar, er í framboði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Jón er búinn að vera í öllum fréttatímum í dag vegna óveðursins mikla. Það gat ekki komið á betri tíma fyrir hann. Meira að segja spurning hvort Jón pantaði veðrið? --- --- --- Nú var alveg ljóst að óveðrið myndi bresta á í nótt. Þetta mátti heyra í öllum fréttatímum í gær. Samt gat Samfylkingin ekki komið kjörgögnum frá Vestmannaeyjum upp á land í tæka tíð í gærkvöldi. Talning í prófkjörinu í Suðurkjördæmi hefur tafist sem þessu nemur. Kannski verður ekki talið fyrr en eftir hádegi á morgun. Meira hvað þessi stjórnmálaflokkur er seinheppinn! Hvað segja menn annars um framboðslista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi og í Kraganum? Listinn fyrir norðan er nákvæmlega eins og síðast - engar fréttir þar. Jú, Kristján Möller er sterkur. Í Kraganum virðist listinn frekar bragðdaufur. Gunnar Svavarsson virkar eins og kommissar, Katrín Júlíusdóttir og Þórunn Sveinbjarnardóttir eru ekki í hópi aðsópsmestu þingmanna. Samfylkingin telur að fimmta sætið í Kraganum sé baráttusæti - þar situr Guðmundur Steingrímsson. Líklegra er þó að það sé fjórða sætið. Þar er Árni Páll Árnason og sennilegt að hann sé mjög tæpur. Á móti þessu teflir Sjálfstæðisflokkurinn fram Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur og Bjarna Benediktssyni. Skoðanakannanir spá flokknum sjö þingmönnum í kjördæminu. Ég hef spáð því að sama og engar breytingar verði á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavík. Ég stend við það. En það eru ekki góð tíðindi fyrir flokkinn --- --- --- Meira að segja erkihaukurinn Richard Perle segir að Bushstjórnin sé úti að aka. Hann segist hafa haldið að Bush hefði bestu sveit í utanríkismálum síðan Truman forseti var og hét. Nú hefur Perle komist að því að Rice, Rumsfeld og félagar séu þvert á móti óhæfasta lið sem nokkurn tíma hefur setið í Hvíta húsinu. Perle er farinn að viðurkenna að innrásin í Írak hafi verið mistök. Núorðið er varla nema Sjálfstæðisflokkurinn hér heima sem telur að hún hafi verið í lagi. Það er svo mjög sniðugt að ætla að hengja Saddam - og líka að dæma hann tveimur dögum fyrir kosningar í Bandaríkjunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun
Er hugsanlegt að Frjálslyndi flokkurinn klofni í kringum innflytjendamálin? Magnús Hafsteinsson, Sigurjón Þórðarson og hinn nýji liðsmaður, Jón Magnússon, taka mjög harða afstöðu gegn þeirri útlendingapólitík sem hér hefur verið við lýði - og varla nokkur hefur árætt að draga verulega í efa. Spurningin er hvort Frjálslyndi flokkurinn fylgir þeim þessa braut - hvað segir Margrét Sverrisdóttir, Guðjón Arnar Kristjánsson eða Ólafur F. Magnússon? Það er ábyggilega eftirspurn eftir svona pólitík meðal nokkurs hóps kjósenda, kannski rífur hún Frjálslynda flokkinn upp úr fylgislægðinni, en hún á ábyggilega eftir að mæta harðri fordæmingu víða eins og mátti heyra í Silfri mínu í dag. Svo er spurning hversu sterk sannfæring liggur að baki hjá þremenningunum - vilja þeir stefna í áttina að einhvers konar þjóðarflokki eða eru þeir einungis að reyna að skapa sér vígstöðu fyrir kosningar? En auðvitað á ekki að vera tabú að ræða þessi mál. --- --- --- Jón Gunnarsson, framkvæmdastjóri slysavarnafélagsins Landsbjargar, er í framboði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Jón er búinn að vera í öllum fréttatímum í dag vegna óveðursins mikla. Það gat ekki komið á betri tíma fyrir hann. Meira að segja spurning hvort Jón pantaði veðrið? --- --- --- Nú var alveg ljóst að óveðrið myndi bresta á í nótt. Þetta mátti heyra í öllum fréttatímum í gær. Samt gat Samfylkingin ekki komið kjörgögnum frá Vestmannaeyjum upp á land í tæka tíð í gærkvöldi. Talning í prófkjörinu í Suðurkjördæmi hefur tafist sem þessu nemur. Kannski verður ekki talið fyrr en eftir hádegi á morgun. Meira hvað þessi stjórnmálaflokkur er seinheppinn! Hvað segja menn annars um framboðslista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi og í Kraganum? Listinn fyrir norðan er nákvæmlega eins og síðast - engar fréttir þar. Jú, Kristján Möller er sterkur. Í Kraganum virðist listinn frekar bragðdaufur. Gunnar Svavarsson virkar eins og kommissar, Katrín Júlíusdóttir og Þórunn Sveinbjarnardóttir eru ekki í hópi aðsópsmestu þingmanna. Samfylkingin telur að fimmta sætið í Kraganum sé baráttusæti - þar situr Guðmundur Steingrímsson. Líklegra er þó að það sé fjórða sætið. Þar er Árni Páll Árnason og sennilegt að hann sé mjög tæpur. Á móti þessu teflir Sjálfstæðisflokkurinn fram Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur og Bjarna Benediktssyni. Skoðanakannanir spá flokknum sjö þingmönnum í kjördæminu. Ég hef spáð því að sama og engar breytingar verði á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavík. Ég stend við það. En það eru ekki góð tíðindi fyrir flokkinn --- --- --- Meira að segja erkihaukurinn Richard Perle segir að Bushstjórnin sé úti að aka. Hann segist hafa haldið að Bush hefði bestu sveit í utanríkismálum síðan Truman forseti var og hét. Nú hefur Perle komist að því að Rice, Rumsfeld og félagar séu þvert á móti óhæfasta lið sem nokkurn tíma hefur setið í Hvíta húsinu. Perle er farinn að viðurkenna að innrásin í Írak hafi verið mistök. Núorðið er varla nema Sjálfstæðisflokkurinn hér heima sem telur að hún hafi verið í lagi. Það er svo mjög sniðugt að ætla að hengja Saddam - og líka að dæma hann tveimur dögum fyrir kosningar í Bandaríkjunum.