Ekki búist við róttækum breytingum á stefnu Bandaríkjanna 9. nóvember 2006 12:00 Robert Gates, nýr varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. MYND/AP Þótt Donald Rumsfeld hafi látið af embætti varnarmálaráðherra og Robert Gates, fyrrverandi yfirmaður leyniþjónustunnar CIA, komið í stað hans er ekki búist við róttækum breytingum á stefnu Bandaríkjamanna í Írak. Aðeins fáeinum klukkustundum eftir að greint var frá afsögn Rumsfelds boðaði George Bush Bandaríkjaforseti til fundar í Hvíta húsinu í gær þar sem útnefning Bob Gates var kynnt. Bush þakkaði þar Rumsfeld fyrir vel unnin störf og kvaðst binda miklar vonir við að eftirmaður hans myndi koma inn í landvarnaráðuneytið með nýja og ferska sýn. Gates, sem er 63 ára að aldri, var forstjóri CIA á árunum 1991-1993 en síðustu ár hefur hann starfað sem rektor A&M-háskólans í Texas. Hann er sagður njóta virðingar bæði repúblikana og demókrata og því er reiknað með að staðfesting öldungadeildarinnar á útnefningu hans sé einungis formsatriði. Gates situr í nefnd á vegum stjórnarinnar sem meta á ástandið í Írak og koma með tillögur um breytingar á stefnunni. Nefndin hefur ekki skilað tillögum sínum en búist er við að þær feli í sér að bandaríska herliðið verði kallað heim frá Írak smátt og smátt og aukinn þrýstingur verði settur á Sýrlendinga og Írana um að blanda sér ekki í íröksk innanríkismál. Af þessu draga stjórnmálaskýrendur þá ályktun að Gates muni í embætti sínu ekki beita sér fyrir róttækum breytingum á stefnunni heldur eru ráðherraskiptin fyrst og fremst tilraun Bandaríkjastjórnar til að sýna að hún sé að bregðast við úrslitum kosninganna og losa sig við holdgerving þess sem miður hefur farið í Írak. Erlent Fréttir Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Fleiri fréttir Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Sjá meira
Þótt Donald Rumsfeld hafi látið af embætti varnarmálaráðherra og Robert Gates, fyrrverandi yfirmaður leyniþjónustunnar CIA, komið í stað hans er ekki búist við róttækum breytingum á stefnu Bandaríkjamanna í Írak. Aðeins fáeinum klukkustundum eftir að greint var frá afsögn Rumsfelds boðaði George Bush Bandaríkjaforseti til fundar í Hvíta húsinu í gær þar sem útnefning Bob Gates var kynnt. Bush þakkaði þar Rumsfeld fyrir vel unnin störf og kvaðst binda miklar vonir við að eftirmaður hans myndi koma inn í landvarnaráðuneytið með nýja og ferska sýn. Gates, sem er 63 ára að aldri, var forstjóri CIA á árunum 1991-1993 en síðustu ár hefur hann starfað sem rektor A&M-háskólans í Texas. Hann er sagður njóta virðingar bæði repúblikana og demókrata og því er reiknað með að staðfesting öldungadeildarinnar á útnefningu hans sé einungis formsatriði. Gates situr í nefnd á vegum stjórnarinnar sem meta á ástandið í Írak og koma með tillögur um breytingar á stefnunni. Nefndin hefur ekki skilað tillögum sínum en búist er við að þær feli í sér að bandaríska herliðið verði kallað heim frá Írak smátt og smátt og aukinn þrýstingur verði settur á Sýrlendinga og Írana um að blanda sér ekki í íröksk innanríkismál. Af þessu draga stjórnmálaskýrendur þá ályktun að Gates muni í embætti sínu ekki beita sér fyrir róttækum breytingum á stefnunni heldur eru ráðherraskiptin fyrst og fremst tilraun Bandaríkjastjórnar til að sýna að hún sé að bregðast við úrslitum kosninganna og losa sig við holdgerving þess sem miður hefur farið í Írak.
Erlent Fréttir Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Fleiri fréttir Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila