Demókratar nær öruggir um sigur 9. nóvember 2006 19:15 Allt bendir til að demókratar hafi náð meirihluta í báðum deildum í bandarísku þingkosningunum, í fyrsta sinn í tólf ár. George Bush forseti hefur rétt út sáttahönd til leiðtoga þeirra og kveðst nú opinn fyrir öllum hugmyndum um hernaðinn í Írak. Aðeins á eftir að staðfesta úrslit í Virginíu-ríki en lyktir kosninganna þar ráða því hvor fylkingin fær meirihluta í öldungadeildinni. Þar hefur demókratinn James Webb 7.200 atkvæða forystu á sitjandi þingmann repúblikana, George Allen. Enn á eftir að skera úr um eitt prósent atkvæðanna en munurinn á milli þeirra er sagður of mikill til að nokkrar líkur séu á að staðan breytist. Helstu fréttastofur hafa þegar lýst Webb sigurvegara, einungis er beðið eftir að Allen játi sig sigraðan. Fari leikar á þennan veg hafa flokkarnir jafnmarga þingmenn í öldungadeildinni, 49 hvor, en tveir óháðir þingmenn hafa sagst ætla að greiða atkvæði með demókrötum og meirihlutinn þar með þeirra. Tímarnir eru því breyttir og viðmót repúblikana um leið. George Bush hitti Nancy Pelosi, verðandi forseta fulltrúadeildarinnar, í dag með það að markmiði að bæta samskiptin og í dag rétti hann út áður óþekkta sáttahönd þegar hann kvaðst opinn fyrir nýjum hugmyndum um málefni Íraks. Ljóst er að ríkisstjórnin á erfiða tíma fyrir höndum þegar þingið er þeim ekki hliðhollt. Meirihluti í öldungadeildinni þýðir að demókratar geta stofnað þingnefndir til að spyrja ráðherra spjörunum úr og einnig geta þeir hafnað skipunum á embættismönnum, til dæmis hæstaréttardómurum. Erlent Fréttir Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Sjá meira
Allt bendir til að demókratar hafi náð meirihluta í báðum deildum í bandarísku þingkosningunum, í fyrsta sinn í tólf ár. George Bush forseti hefur rétt út sáttahönd til leiðtoga þeirra og kveðst nú opinn fyrir öllum hugmyndum um hernaðinn í Írak. Aðeins á eftir að staðfesta úrslit í Virginíu-ríki en lyktir kosninganna þar ráða því hvor fylkingin fær meirihluta í öldungadeildinni. Þar hefur demókratinn James Webb 7.200 atkvæða forystu á sitjandi þingmann repúblikana, George Allen. Enn á eftir að skera úr um eitt prósent atkvæðanna en munurinn á milli þeirra er sagður of mikill til að nokkrar líkur séu á að staðan breytist. Helstu fréttastofur hafa þegar lýst Webb sigurvegara, einungis er beðið eftir að Allen játi sig sigraðan. Fari leikar á þennan veg hafa flokkarnir jafnmarga þingmenn í öldungadeildinni, 49 hvor, en tveir óháðir þingmenn hafa sagst ætla að greiða atkvæði með demókrötum og meirihlutinn þar með þeirra. Tímarnir eru því breyttir og viðmót repúblikana um leið. George Bush hitti Nancy Pelosi, verðandi forseta fulltrúadeildarinnar, í dag með það að markmiði að bæta samskiptin og í dag rétti hann út áður óþekkta sáttahönd þegar hann kvaðst opinn fyrir nýjum hugmyndum um málefni Íraks. Ljóst er að ríkisstjórnin á erfiða tíma fyrir höndum þegar þingið er þeim ekki hliðhollt. Meirihluti í öldungadeildinni þýðir að demókratar geta stofnað þingnefndir til að spyrja ráðherra spjörunum úr og einnig geta þeir hafnað skipunum á embættismönnum, til dæmis hæstaréttardómurum.
Erlent Fréttir Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Sjá meira