Maliki boðar uppstokkun á stjórninni 12. nóvember 2006 19:00 MYND/AP Demókratar vonast til að hægt verði að hefja brottflutning bandarískra hermanna frá Írak á næstu mánuðum. Forsætisráðherra Íraks boðar algera uppstokkun á ríkisstjórn landsins. Hálft ár er liðið frá því að ríkisstjórn Nuri al-Maliki tók við völdum í Írak en þvert á vonir manna hefur ekkert dregið úr vargöldinni í landinu. Sem dæmi um það má nefna að komið var með 1.600 lík í stærsta líkhús Bagdad í októbermánuði, 85 prósent þeirra báru merki ofbeldis af einhverju tagi. Í morgun létu 35 manns lífið og 56 særðust þegar maður gyrtur sprengjubelti gekk inn á skrifstofu í höfuðborginni og sprengdi sig í loft upp. Skrifstofan sá um að ráða lögreglumenn til starfa en uppreisnarmenn úr röðum súnnía hafa mjög beint spjótum sínum að slíkum stofnunun. Þegar við bætist að lögreglan er talin taka þátt í hjaðningarvígum trúarhópa landsins kemur yfirlýsing Malikis um uppstokkun ekki á óvart enda hafa verið kröfur uppi um að skipt verði um ráðherra innanríkis- og varnarmála. Tíminn er líka naumur því eftir sigur demókrata í bandarísku þingkosningunum hafa líkurnar á að erlenda herliðið hverfi senn frá landinu aukist til muna. Þannig lýsti demókratinn Carl Levin, verðandi formaður hermálanefndar öldungadeildarinnar, því yfir í viðtali við sjónvarpsstöðina ABC í dag að hann vonaðist til að hermennirnir verði kallaðir heim á næstu fjórum til sex mánuðum. Fjórir breskir hermenn létust í árás í Basra í dag og má því búast við að óvinsældir stríðsins í Bretlandi muni aukast enn frekar. Erlent Fréttir Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Demókratar vonast til að hægt verði að hefja brottflutning bandarískra hermanna frá Írak á næstu mánuðum. Forsætisráðherra Íraks boðar algera uppstokkun á ríkisstjórn landsins. Hálft ár er liðið frá því að ríkisstjórn Nuri al-Maliki tók við völdum í Írak en þvert á vonir manna hefur ekkert dregið úr vargöldinni í landinu. Sem dæmi um það má nefna að komið var með 1.600 lík í stærsta líkhús Bagdad í októbermánuði, 85 prósent þeirra báru merki ofbeldis af einhverju tagi. Í morgun létu 35 manns lífið og 56 særðust þegar maður gyrtur sprengjubelti gekk inn á skrifstofu í höfuðborginni og sprengdi sig í loft upp. Skrifstofan sá um að ráða lögreglumenn til starfa en uppreisnarmenn úr röðum súnnía hafa mjög beint spjótum sínum að slíkum stofnunun. Þegar við bætist að lögreglan er talin taka þátt í hjaðningarvígum trúarhópa landsins kemur yfirlýsing Malikis um uppstokkun ekki á óvart enda hafa verið kröfur uppi um að skipt verði um ráðherra innanríkis- og varnarmála. Tíminn er líka naumur því eftir sigur demókrata í bandarísku þingkosningunum hafa líkurnar á að erlenda herliðið hverfi senn frá landinu aukist til muna. Þannig lýsti demókratinn Carl Levin, verðandi formaður hermálanefndar öldungadeildarinnar, því yfir í viðtali við sjónvarpsstöðina ABC í dag að hann vonaðist til að hermennirnir verði kallaðir heim á næstu fjórum til sex mánuðum. Fjórir breskir hermenn létust í árás í Basra í dag og má því búast við að óvinsældir stríðsins í Bretlandi muni aukast enn frekar.
Erlent Fréttir Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira