Árásir andófsmanna hafa fjórfaldast á árinu í Afganistan 12. nóvember 2006 19:40 Kanadískir hermenn í Afganistan minnast fallinna félaga. MYND/AP 3700 manns hafa fallið í átökum í Afganistan og árásir andófs- og hryðjuverkamanna hafa fjórfaldast það sem af er ári samkvæmt nýrrri skýrslu eftirlitsnefndar sem fulltrúar afganskra stjórnvalda, erlendra stuðningsríkja og Sameinuðu þjóðanna eiga sæti í. Fimm ár eru nú frá því að ráðist var inn í Afganistan og stjórn talibana komið frá völdum en tölurnar sýna að stjórnvöld í landinu eiga mikið verk fyrir höndum. Í skýrslunni er farið yfir ástandið í landinu og þar segir að fjórum sinnum fleiri hafi fallið í ár en í fyrra, alls um 3700 manns. Stærstur hluti hinna föllnu eru andófsmenn en talið er að um þúsund óbreyttir borgarar séu í hópi hinna föllnu. Segir enn fremur í skýrslunni að öryggi í landinu hafi versnað á árinu og grafið undan uppbyggingu í Afganistan. Meðal annars hafi þurft að loka skólum í suðurhluta landsins þar sem uppreisnarmenn hafa sig mest í frammi. Þá er bent á að spilling og vaxandi vantrú almennings á stjórnvöldum bitni á baráttunni við uppreisnarmenn. Sendinefnd á vegum öryggisráðs Sameinuð þjóðanna er nú á ferð um landið að meta ástandið, fimm árum eftir innrás bandamanna. Fram kom í máli yfirmanns nefndarinnar að erfiðasta verkefnið nú væri baráttan við uppreisnaröflin ásamt ópíumframleiðslunni i landinu. Hann sagði þó að alþjóðasamfélagið myndi áfram styðja afgönsku þjóðina á vegferð sinni til friðar og uppbyggingar.Undanfarna daga hafa verið hörð átök milli hermanna NATO og afganskra sveita annars vegar og andófsmanna hins vegar við landamærin að Pakistan og segja afgönsk yfirvöld að um 60 talibanar fallið í þeim átökum. Erlent Fréttir Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira
3700 manns hafa fallið í átökum í Afganistan og árásir andófs- og hryðjuverkamanna hafa fjórfaldast það sem af er ári samkvæmt nýrrri skýrslu eftirlitsnefndar sem fulltrúar afganskra stjórnvalda, erlendra stuðningsríkja og Sameinuðu þjóðanna eiga sæti í. Fimm ár eru nú frá því að ráðist var inn í Afganistan og stjórn talibana komið frá völdum en tölurnar sýna að stjórnvöld í landinu eiga mikið verk fyrir höndum. Í skýrslunni er farið yfir ástandið í landinu og þar segir að fjórum sinnum fleiri hafi fallið í ár en í fyrra, alls um 3700 manns. Stærstur hluti hinna föllnu eru andófsmenn en talið er að um þúsund óbreyttir borgarar séu í hópi hinna föllnu. Segir enn fremur í skýrslunni að öryggi í landinu hafi versnað á árinu og grafið undan uppbyggingu í Afganistan. Meðal annars hafi þurft að loka skólum í suðurhluta landsins þar sem uppreisnarmenn hafa sig mest í frammi. Þá er bent á að spilling og vaxandi vantrú almennings á stjórnvöldum bitni á baráttunni við uppreisnarmenn. Sendinefnd á vegum öryggisráðs Sameinuð þjóðanna er nú á ferð um landið að meta ástandið, fimm árum eftir innrás bandamanna. Fram kom í máli yfirmanns nefndarinnar að erfiðasta verkefnið nú væri baráttan við uppreisnaröflin ásamt ópíumframleiðslunni i landinu. Hann sagði þó að alþjóðasamfélagið myndi áfram styðja afgönsku þjóðina á vegferð sinni til friðar og uppbyggingar.Undanfarna daga hafa verið hörð átök milli hermanna NATO og afganskra sveita annars vegar og andófsmanna hins vegar við landamærin að Pakistan og segja afgönsk yfirvöld að um 60 talibanar fallið í þeim átökum.
Erlent Fréttir Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira