Hörð átök í Austur-Kongó 16. nóvember 2006 18:45 Óeirðalögreglumenn í viðbragðsstöðu í Kinshasha, höfuðborg Austur-Kongó, í dag eftir að kjörstjórn í landinu lýsti í morgun Joseph Kabila sigurvegar í annarri umferð forsetakosninga sem haldnar voru í síðasta mánuði. Andstæðingur hans, Jean-Pierre Bemba, fyrrverandi leiðtogi uppreisnarmanna, játar sig ekki sigraðan. MYND/AP Til harðra átaka hefur komið milli stjórnarandstæðinga og lögreglu í höfuðborg Austur-Kongó í dag. Kjörstjórn landsins lýsti því yfir í morgun að Joseph Kabila, sitjandi forseti, hefði sigrað í kosningum í síðasta mánuði. Andstæðingur hans neitar að viðurkenna ósigur sinn og segir brögð hafa verið í tafli. Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðu kjörstjórnar hlaut Kabila rúm fimmtíu og átta prósent atkvæða en Jean-Pierre Bemba, fyrrverandi leiðtogi uppreisnarmanna, tæplega fjörutíu og tvö prósent. Endanlegar tölur verða birtar á laugardaginn og síðan staðfestir Hæstiréttur úrslitin. Kabila hefur beðið landa sína um að sýna stillingu. Bemba játar sig hins vegar ekki sigraðan og segir niðurstöðuna langt frá því endurspegla vilja þjóðarinnar og ekki í samræmi við það sem hafi verið að finna í kjörkössum eftir kosningarnar. Fjölgað var í hópi alþjóðlegra friðargæsluliða í höfuðborginni, Kinshasha, en þrátt fyrir það sauð upp úr í dag. Borgin er höfuðvígi Bemba og létu stuðningsmenn hans grjóti rigna yfir bandamenn Kabila. Lögreglan svaraði að mikilli hörku og náðust myndir af því þegar lögreglumenn afklæddu unga konu og beittu hana ofbeldi. Vonir höfðu verið bundnar við að sættir tækjust í landinu eftir kosningarnar, þær fyrstu í Austur-Kongó í rúma fjóra áratugi. Laurent Kabila, faðir núverandi forseta, kom einræðisherranum Mobutu Sese Seko frá völdum árið 1997. Kabila eldri var síðan ráðinn af dögum 2001. Ári síðar var samið um vopnahlé í landinu og var litið á kosningarnar í ár sem endahnútinn á því ferli. Erlent Fréttir Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Sjá meira
Til harðra átaka hefur komið milli stjórnarandstæðinga og lögreglu í höfuðborg Austur-Kongó í dag. Kjörstjórn landsins lýsti því yfir í morgun að Joseph Kabila, sitjandi forseti, hefði sigrað í kosningum í síðasta mánuði. Andstæðingur hans neitar að viðurkenna ósigur sinn og segir brögð hafa verið í tafli. Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðu kjörstjórnar hlaut Kabila rúm fimmtíu og átta prósent atkvæða en Jean-Pierre Bemba, fyrrverandi leiðtogi uppreisnarmanna, tæplega fjörutíu og tvö prósent. Endanlegar tölur verða birtar á laugardaginn og síðan staðfestir Hæstiréttur úrslitin. Kabila hefur beðið landa sína um að sýna stillingu. Bemba játar sig hins vegar ekki sigraðan og segir niðurstöðuna langt frá því endurspegla vilja þjóðarinnar og ekki í samræmi við það sem hafi verið að finna í kjörkössum eftir kosningarnar. Fjölgað var í hópi alþjóðlegra friðargæsluliða í höfuðborginni, Kinshasha, en þrátt fyrir það sauð upp úr í dag. Borgin er höfuðvígi Bemba og létu stuðningsmenn hans grjóti rigna yfir bandamenn Kabila. Lögreglan svaraði að mikilli hörku og náðust myndir af því þegar lögreglumenn afklæddu unga konu og beittu hana ofbeldi. Vonir höfðu verið bundnar við að sættir tækjust í landinu eftir kosningarnar, þær fyrstu í Austur-Kongó í rúma fjóra áratugi. Laurent Kabila, faðir núverandi forseta, kom einræðisherranum Mobutu Sese Seko frá völdum árið 1997. Kabila eldri var síðan ráðinn af dögum 2001. Ári síðar var samið um vopnahlé í landinu og var litið á kosningarnar í ár sem endahnútinn á því ferli.
Erlent Fréttir Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Sjá meira