Fordæmir ályktun SÞ 19. nóvember 2006 18:45 Ísraelar fordæma þá ákvörðun Sameinuðu þjóðanna að rannsaka atburðina í Beit Hanoun á Gaza-svæðinu fyrir hálfum mánuði þegar hátt í tuttugu almennir borgarar týndu lífi í loftárás Ísraelshers á íbúðarhús. Ísraelsher hætti við árás á hús á Gaza í morgun þegar mörg hundruð Palestínumenn slógu skjaldborg um það. Ísraelsher varaði íbúa í húsi í Beit Lahiya á Gaza-svæðinu við árásinni hálftíma áður áætlað var að láta til skarar skríða. Vitað var að Mohammedweil Baroud byggi þar en hann er leiðtogi herskárra Palestínumanna á svæðinu. Íbúi í húsinu sætti sig ekki við þetta og hljóp þegar í nálæga mosku og bað nágranna sína um hjálp. Þeir flykktust að húsinu og slógu skjaldborg um það. Eftir því sem leið á morguninni fjólgaði í hópnum og hættu Ísraelar við árásina. Ismail Haniyeh, forsætisráðherra í heimastjórn Hamas, lét sig ekki vanta og mætti á vettvang. Hann fagnaði aðgerðum íbúanna. Þetta væri fyrsta skrefið og sama aðferð yrði án efa notuð aftur til að verja hús Palestínumanna. Forsætisráðherrann sagði einnig að Palestínumenn örvæntu vegna þess að Ísraelar létu fordæmingar umheimsins sem vind um eyru þjóta. Á sama tíma fordæmdi Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, þá ákvörðun Sameinuðu þjóðanna að rannsaka aðdraganda loftárásar Ísraelshers á Beit Hanoun fyrir tæpum hálfum mánuði, sem kostaði vel á annan tug almennra borgara lífið. Olmert sagðist ljóst að það væru ekki Ísraelar sem yrðu að gefa svör vegna mannfalls meðal almennra borgara, sérstaklega ekki eftir að þeir hefðu lýst yfir sorg sinni vegna atburðanna. Réttast væri að þeir sem réðust gegn almennum borgurum dag hvern gæfu skýringar. Enginn væri að predika yfir þeim þegar þörf væri á að Sameinuðu þjóðirnar gerðu það. Erlent Fréttir Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Fleiri fréttir Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Sjá meira
Ísraelar fordæma þá ákvörðun Sameinuðu þjóðanna að rannsaka atburðina í Beit Hanoun á Gaza-svæðinu fyrir hálfum mánuði þegar hátt í tuttugu almennir borgarar týndu lífi í loftárás Ísraelshers á íbúðarhús. Ísraelsher hætti við árás á hús á Gaza í morgun þegar mörg hundruð Palestínumenn slógu skjaldborg um það. Ísraelsher varaði íbúa í húsi í Beit Lahiya á Gaza-svæðinu við árásinni hálftíma áður áætlað var að láta til skarar skríða. Vitað var að Mohammedweil Baroud byggi þar en hann er leiðtogi herskárra Palestínumanna á svæðinu. Íbúi í húsinu sætti sig ekki við þetta og hljóp þegar í nálæga mosku og bað nágranna sína um hjálp. Þeir flykktust að húsinu og slógu skjaldborg um það. Eftir því sem leið á morguninni fjólgaði í hópnum og hættu Ísraelar við árásina. Ismail Haniyeh, forsætisráðherra í heimastjórn Hamas, lét sig ekki vanta og mætti á vettvang. Hann fagnaði aðgerðum íbúanna. Þetta væri fyrsta skrefið og sama aðferð yrði án efa notuð aftur til að verja hús Palestínumanna. Forsætisráðherrann sagði einnig að Palestínumenn örvæntu vegna þess að Ísraelar létu fordæmingar umheimsins sem vind um eyru þjóta. Á sama tíma fordæmdi Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, þá ákvörðun Sameinuðu þjóðanna að rannsaka aðdraganda loftárásar Ísraelshers á Beit Hanoun fyrir tæpum hálfum mánuði, sem kostaði vel á annan tug almennra borgara lífið. Olmert sagðist ljóst að það væru ekki Ísraelar sem yrðu að gefa svör vegna mannfalls meðal almennra borgara, sérstaklega ekki eftir að þeir hefðu lýst yfir sorg sinni vegna atburðanna. Réttast væri að þeir sem réðust gegn almennum borgurum dag hvern gæfu skýringar. Enginn væri að predika yfir þeim þegar þörf væri á að Sameinuðu þjóðirnar gerðu það.
Erlent Fréttir Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Fleiri fréttir Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Sjá meira