Segja réttarhöld yfir Hussein meingölluð 20. nóvember 2006 13:15 MYND/AP Mannréttindasamtökin Human Rights Watch segja að réttarhöldin yfir Saddam Hussein hafi verið meingölluð og dómurinn yfir honum því rangur. Verði hann tekinn að lífi er óttast að átök muni breiðast út um öll Miðausturlönd. Tvær vikur eru liðnar frá því að dauðadómur var kveðinn upp yfir Saddam Hussein og tveimur samstarfsmönnum hans vegna morða á 148 sjíum í bænum Dujail árið 1982. Í 97 blaðsíðna langri skýrslu sinni komast sérfræðingar Human Rights Watch hins vegar að þeirri niðurstöðu að öll umgjörð réttarhaldanna yfir þeim hefði verið svo gölluð að útilokað væri að mennirnir hefðu fengið sanngjarna málsmeðferð. Í skýrslunni segir meðal annars að einangrun Íraka á alþjóðavettvangi þýddi að íraskir dómarar og lögfræðingar hefðu ekki næga þekkingu á alþjóðalögum til að ráða við svo flókin réttarhöld, dómararnir hefðu verið hlutdrægir og verjendur ekki fengið að gagnspyrja vitni. Ekki bætti úr skák að þrír úr verjendaliðinu voru myrtir meðan á réttarhöldunum stóð. Samtökin segja því dauðadóminn yfir Saddam algerlega óverjandi. Áfrýjunardómstóll fjallar um mál einræðisherrans fyrrverandi á næstu vikum og allar líkur eru á að dómurinn verði þar staðfestur. Í veftímariti Al-jazeera sjónvarpsstöðvarinnar er því haldið fram að verði Saddam hengdur muni borgarstyrjöldin í Írak magnast um allan helming og breiðast út til nálægra landa. Á meðal súnnía í Miðausturlöndum er almennt litið svo á að dauðadómurinn hafi verið pantaður af ríkisstjórn George Bush vegna þingkosninganna sem fram fóru í Bandaríkjunum á dögunum og því muni þeir rísa upp gegn þeim sem studdu dóminn. Erlent Fréttir Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira
Mannréttindasamtökin Human Rights Watch segja að réttarhöldin yfir Saddam Hussein hafi verið meingölluð og dómurinn yfir honum því rangur. Verði hann tekinn að lífi er óttast að átök muni breiðast út um öll Miðausturlönd. Tvær vikur eru liðnar frá því að dauðadómur var kveðinn upp yfir Saddam Hussein og tveimur samstarfsmönnum hans vegna morða á 148 sjíum í bænum Dujail árið 1982. Í 97 blaðsíðna langri skýrslu sinni komast sérfræðingar Human Rights Watch hins vegar að þeirri niðurstöðu að öll umgjörð réttarhaldanna yfir þeim hefði verið svo gölluð að útilokað væri að mennirnir hefðu fengið sanngjarna málsmeðferð. Í skýrslunni segir meðal annars að einangrun Íraka á alþjóðavettvangi þýddi að íraskir dómarar og lögfræðingar hefðu ekki næga þekkingu á alþjóðalögum til að ráða við svo flókin réttarhöld, dómararnir hefðu verið hlutdrægir og verjendur ekki fengið að gagnspyrja vitni. Ekki bætti úr skák að þrír úr verjendaliðinu voru myrtir meðan á réttarhöldunum stóð. Samtökin segja því dauðadóminn yfir Saddam algerlega óverjandi. Áfrýjunardómstóll fjallar um mál einræðisherrans fyrrverandi á næstu vikum og allar líkur eru á að dómurinn verði þar staðfestur. Í veftímariti Al-jazeera sjónvarpsstöðvarinnar er því haldið fram að verði Saddam hengdur muni borgarstyrjöldin í Írak magnast um allan helming og breiðast út til nálægra landa. Á meðal súnnía í Miðausturlöndum er almennt litið svo á að dauðadómurinn hafi verið pantaður af ríkisstjórn George Bush vegna þingkosninganna sem fram fóru í Bandaríkjunum á dögunum og því muni þeir rísa upp gegn þeim sem studdu dóminn.
Erlent Fréttir Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira