Sýrlendingar neita sök 21. nóvember 2006 18:56 Pierre Gemayel, iðnaðarráðherra Líbanons og einn leiðtoga kristinna, var skotinn til bana í bíl sínum í Beirút í dag. Bandamenn hans fullyrða að Sýrlendingar standi á bak við morðið en stjórnvöld í Damaskus vísa því á bug. Gemayel var á ferð um höfuðborgina í bílalest sinni þegar óþekktir menn óku aftan á bifreið hans og létu svo byssukúlum rigna yfir hana. Farið var með ráðherrann í skyndi á sjúkrahús þar sem hann lést svo skömmu síðar af sárum sínum. Gemayel var 34 ára og einn af leiðtogum kristna þjóðarbrotsins í Líbanon. Þótt hann hafi tæpast verið í hópi valdamestu manna landsins þá er lykilinn að morðinu að finna í ætterni hans. Faðir hans, Amin, var forseti landsins, á níunda áratugnum og afi hans og nafni var stofnandi falangistahreyfingarinnar. Pierre yngri var í hópi þeirra stjórnmálamanna sem börðust gegn afskiptum Sýrlendinga af líbönskum innanríkismálum. Í þeim hópi var líka Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, sem ráðinn var af dögum í ársbyrjun 2005. Nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna komst að þeirri niðurstöðu að sýrlenskir leyniþjónustumenn hefðu líklegast átt þátt í að skipuleggja það tilræði. Saad Hariri, sonur hans og bandamaður Pierre, sagði í dag ekki nokkurn vafa leika á að Sýrlendingar einnig ábyrgð á morðinu í dag. Sýrlensk stjórnvöld hafa borið af sér allar sakir en vísast er grátið þurrum tárum yfir Gemayel í Damaskus. Líbanska ríkisstjórnin hefur logað í deilum út af dómstól Sameinuðu þjóðanna sem rétta á yfir sökudólgunum vegna morðsins á Hariri. Á dögunum sögðu sex ráðherrar, hliðhollir Sýrlendingum, sig úr stjórninni og nú þegar Gemaeyl er dáinn hangir líf hennar á bláþræði. Fari svo að hún tapi meirihluta sínum er störfum dómstólsins um leið telft í algera tvísýnu. Erlent Fréttir Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Fleiri fréttir Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Sjá meira
Pierre Gemayel, iðnaðarráðherra Líbanons og einn leiðtoga kristinna, var skotinn til bana í bíl sínum í Beirút í dag. Bandamenn hans fullyrða að Sýrlendingar standi á bak við morðið en stjórnvöld í Damaskus vísa því á bug. Gemayel var á ferð um höfuðborgina í bílalest sinni þegar óþekktir menn óku aftan á bifreið hans og létu svo byssukúlum rigna yfir hana. Farið var með ráðherrann í skyndi á sjúkrahús þar sem hann lést svo skömmu síðar af sárum sínum. Gemayel var 34 ára og einn af leiðtogum kristna þjóðarbrotsins í Líbanon. Þótt hann hafi tæpast verið í hópi valdamestu manna landsins þá er lykilinn að morðinu að finna í ætterni hans. Faðir hans, Amin, var forseti landsins, á níunda áratugnum og afi hans og nafni var stofnandi falangistahreyfingarinnar. Pierre yngri var í hópi þeirra stjórnmálamanna sem börðust gegn afskiptum Sýrlendinga af líbönskum innanríkismálum. Í þeim hópi var líka Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, sem ráðinn var af dögum í ársbyrjun 2005. Nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna komst að þeirri niðurstöðu að sýrlenskir leyniþjónustumenn hefðu líklegast átt þátt í að skipuleggja það tilræði. Saad Hariri, sonur hans og bandamaður Pierre, sagði í dag ekki nokkurn vafa leika á að Sýrlendingar einnig ábyrgð á morðinu í dag. Sýrlensk stjórnvöld hafa borið af sér allar sakir en vísast er grátið þurrum tárum yfir Gemayel í Damaskus. Líbanska ríkisstjórnin hefur logað í deilum út af dómstól Sameinuðu þjóðanna sem rétta á yfir sökudólgunum vegna morðsins á Hariri. Á dögunum sögðu sex ráðherrar, hliðhollir Sýrlendingum, sig úr stjórninni og nú þegar Gemaeyl er dáinn hangir líf hennar á bláþræði. Fari svo að hún tapi meirihluta sínum er störfum dómstólsins um leið telft í algera tvísýnu.
Erlent Fréttir Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Fleiri fréttir Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Sjá meira