Þjóðhátíð í skugga morðs 22. nóvember 2006 18:58 Líbanskir stjórnmálamenn óttast að fleiri víg muni fylgja í kjölfar morðsins á Pierre Gemayel iðnaðarráðherra í gær. Þriggja daga þjóðarsorg hófst í landinu í morgun með því að þúsundir manna fylgdu kistu Gemayel um götur heimaborgar hans. Þótt í dag sé þjóðhátíðardagur Líbanons væri synd að segja að landsmenn hefðu verið í hátíðarskapi því þriggja daga þjóðarsorg vegna drápsins á Pierre Gemayel, eins af leiðtogum kristinna maroníta, hófst í morgun. Hans var meðal annars minnst í heimaborg sinni þar sem þúsundir borgarbúa fylgdu kistu hans eftir, sveipaðri fána falangista, fylkingarinnar sem afi Gemayels stofnaði á sínum tíma. Rannsókn á morðinu á Gemayel er þegar hafin. Bandamenn hans telja hins vegar augljóst hverjir hafi verið að verki og óttast að svipuð örlög bíði fleiri manna. Walid Jumblatt, leiðtogi drúsa, vandaði Sýrlendingum ekki kveðjurnar í dag og kvaðst óttast að þeir myndu koma fleirum fyrir kattarnef til að grafa enn frekar undir ríkisstjórninni. Benedikt páfi sextándi fordæmdi tilræðið í morgun og bað líbönsku þjóðina að vera á varðbergi gagnvart myrkum öflum sem reyndu að eyðileggja landið. Í gær samþykkti svo öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fyrir sitt leyti stofnun dómstóls sem rétta á yfir grunuðum morðingjum Rafiks Hariri fyrrverandi forsætisráðherra en rökstuddur grunur er fyrir því að sýrlenska leyniþjónustan hafi staðið fyrir því tilræði. Morðið á Gemayel setur hins vegar strik í reikninginn því líf líf líbönsku stjórnarinnar hangir nú bláþræði eftir að sex ráðherrar, hliðhollir Sýrlendingum sögðu sig úr henni í síðustu viku til að mótmæla stofnun dómstólsins. Erlent Fréttir Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira
Líbanskir stjórnmálamenn óttast að fleiri víg muni fylgja í kjölfar morðsins á Pierre Gemayel iðnaðarráðherra í gær. Þriggja daga þjóðarsorg hófst í landinu í morgun með því að þúsundir manna fylgdu kistu Gemayel um götur heimaborgar hans. Þótt í dag sé þjóðhátíðardagur Líbanons væri synd að segja að landsmenn hefðu verið í hátíðarskapi því þriggja daga þjóðarsorg vegna drápsins á Pierre Gemayel, eins af leiðtogum kristinna maroníta, hófst í morgun. Hans var meðal annars minnst í heimaborg sinni þar sem þúsundir borgarbúa fylgdu kistu hans eftir, sveipaðri fána falangista, fylkingarinnar sem afi Gemayels stofnaði á sínum tíma. Rannsókn á morðinu á Gemayel er þegar hafin. Bandamenn hans telja hins vegar augljóst hverjir hafi verið að verki og óttast að svipuð örlög bíði fleiri manna. Walid Jumblatt, leiðtogi drúsa, vandaði Sýrlendingum ekki kveðjurnar í dag og kvaðst óttast að þeir myndu koma fleirum fyrir kattarnef til að grafa enn frekar undir ríkisstjórninni. Benedikt páfi sextándi fordæmdi tilræðið í morgun og bað líbönsku þjóðina að vera á varðbergi gagnvart myrkum öflum sem reyndu að eyðileggja landið. Í gær samþykkti svo öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fyrir sitt leyti stofnun dómstóls sem rétta á yfir grunuðum morðingjum Rafiks Hariri fyrrverandi forsætisráðherra en rökstuddur grunur er fyrir því að sýrlenska leyniþjónustan hafi staðið fyrir því tilræði. Morðið á Gemayel setur hins vegar strik í reikninginn því líf líf líbönsku stjórnarinnar hangir nú bláþræði eftir að sex ráðherrar, hliðhollir Sýrlendingum sögðu sig úr henni í síðustu viku til að mótmæla stofnun dómstólsins.
Erlent Fréttir Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira