Segist vilja slíðra sverðin 27. nóvember 2006 19:30 Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, segist reiðubúinn til viðræðna við Palestínumenn um lausn fanga og endalok hernáms heimastjórnarsvæðanna. Leiðtogar Hamas-samtakanna taka þessari útréttu sáttahönd með varúð. Ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs undanfarna mánuði hefur ekki gefið mikið tilefni til bjartsýni um að friður sé í nánd. Vopnahléið sem samþykkt var í gær og útspil Ehud Olmerts í dag hafa glætt vonir um að kannski sé ekki öll nótt úti. Í ræðu sinni í Beersheva kvaðst Olmert reiðubúinn til opinskárra og heiðarlegra viðræðna við Mahmoud Abbas, forseta palestínsku heimastjórnarinnar um lausn palestínskra fanga, lokun landnemabyggða og loks stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínumanna í samræmi við svonefndan vegvísi til friðar, gegn því að palestínskir skæruliðar hætti árásum sínum og ísraelska hermanninum Gilad Shalit verði sleppt úr haldi en handtaka hans á Gazaströndinni í sumar leiddi til víðtæks hernaðar þar. Viðbrögð Hamas-samtakanna, sem hafa töglin og hagldirnar í palestínsku heimastjórninni, hafa verið blendin. Talsmaður þeirra sagði ekkert að marka tilboð Olmert þar sem engra útfærslna væri þar getið. Til merkis um að kálið væri ekki sopið þótt í ausuna væri komið var eldflaugum skotið yfir landamærin á Gaza að ísraelskum bæjum og tveir Palestínumenn féllu á Vesturbakkanum fyrir kúlum ísraleskra hermanna. Erlent Fréttir Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Fleiri fréttir Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Sjá meira
Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, segist reiðubúinn til viðræðna við Palestínumenn um lausn fanga og endalok hernáms heimastjórnarsvæðanna. Leiðtogar Hamas-samtakanna taka þessari útréttu sáttahönd með varúð. Ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs undanfarna mánuði hefur ekki gefið mikið tilefni til bjartsýni um að friður sé í nánd. Vopnahléið sem samþykkt var í gær og útspil Ehud Olmerts í dag hafa glætt vonir um að kannski sé ekki öll nótt úti. Í ræðu sinni í Beersheva kvaðst Olmert reiðubúinn til opinskárra og heiðarlegra viðræðna við Mahmoud Abbas, forseta palestínsku heimastjórnarinnar um lausn palestínskra fanga, lokun landnemabyggða og loks stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínumanna í samræmi við svonefndan vegvísi til friðar, gegn því að palestínskir skæruliðar hætti árásum sínum og ísraelska hermanninum Gilad Shalit verði sleppt úr haldi en handtaka hans á Gazaströndinni í sumar leiddi til víðtæks hernaðar þar. Viðbrögð Hamas-samtakanna, sem hafa töglin og hagldirnar í palestínsku heimastjórninni, hafa verið blendin. Talsmaður þeirra sagði ekkert að marka tilboð Olmert þar sem engra útfærslna væri þar getið. Til merkis um að kálið væri ekki sopið þótt í ausuna væri komið var eldflaugum skotið yfir landamærin á Gaza að ísraelskum bæjum og tveir Palestínumenn féllu á Vesturbakkanum fyrir kúlum ísraleskra hermanna.
Erlent Fréttir Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Fleiri fréttir Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Sjá meira