Varnirnar ekki ennþá fullnægjandi 28. nóvember 2006 19:15 Öryggisgæssla er mikil vegna leiðtogafundarins í Ríga. MYND/AP Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra ætlar á morgun að ræða við Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs, um varnarsamstarf. Núverandi fyrirkomulag varna Íslands er ekki fullnægjandi, að mati ráðherrans. Fyrir utan hina formlegu dagskrá leiðtogafundarins má reikna með að margir fundarmanna muni nota tækifærið og stinga saman nefjum á óformlegan hátt. Í þeim hópi eru Valgerður Sverrisdóttir og Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherrar Íslands og Noregs en þau ætla að hittast og undirbúa frekari viðræður ríkjanna um varnarmál. Anne-Grete Ström-Erichsen, varnarmálaráðherra Noregs, segir í viðtali við Fréttablaðið í dag að forsendan fyrir slíku samstarfi sé að fyrir liggi trúverðugt mat á vörnum Íslands og frumkvæðið að þeirri vinnu verði að koma frá Íslendingum. Þegar niðurstaðan liggi fyrir þurfi svo að ræða um skiptingu kostnaðar. Valgerður segir að slíkt verði auðvitað skoðað en mikilvægt. Valgerður segir eðlilegt að skoða slíkt enda sé um hagsmunamál Íslendinga að ræða, sérstaklega þar sem núverandi fyrirkomulag tryggi öryggi landsins ekki nægilega vel. Samkomulagið við Bandaríkin snúi fyrst og fremst að vörnum á hættutímum en mikilvægt sé að halda uppi virku eftirliti á hafsvæðunum í kringum Ísland á friðartímum líka. Lofthelgiseftirlit á borð við það sem NATO hefur séð um fyrir Eystralandslöndin er í þessu sambandi talið afar mikilvægt og því býst Valgerður við að ræða á fundinum við fleiri nágrannaríki okkar um samstarf. Erlent Fréttir Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Fleiri fréttir Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Sjá meira
Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra ætlar á morgun að ræða við Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs, um varnarsamstarf. Núverandi fyrirkomulag varna Íslands er ekki fullnægjandi, að mati ráðherrans. Fyrir utan hina formlegu dagskrá leiðtogafundarins má reikna með að margir fundarmanna muni nota tækifærið og stinga saman nefjum á óformlegan hátt. Í þeim hópi eru Valgerður Sverrisdóttir og Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherrar Íslands og Noregs en þau ætla að hittast og undirbúa frekari viðræður ríkjanna um varnarmál. Anne-Grete Ström-Erichsen, varnarmálaráðherra Noregs, segir í viðtali við Fréttablaðið í dag að forsendan fyrir slíku samstarfi sé að fyrir liggi trúverðugt mat á vörnum Íslands og frumkvæðið að þeirri vinnu verði að koma frá Íslendingum. Þegar niðurstaðan liggi fyrir þurfi svo að ræða um skiptingu kostnaðar. Valgerður segir að slíkt verði auðvitað skoðað en mikilvægt. Valgerður segir eðlilegt að skoða slíkt enda sé um hagsmunamál Íslendinga að ræða, sérstaklega þar sem núverandi fyrirkomulag tryggi öryggi landsins ekki nægilega vel. Samkomulagið við Bandaríkin snúi fyrst og fremst að vörnum á hættutímum en mikilvægt sé að halda uppi virku eftirliti á hafsvæðunum í kringum Ísland á friðartímum líka. Lofthelgiseftirlit á borð við það sem NATO hefur séð um fyrir Eystralandslöndin er í þessu sambandi talið afar mikilvægt og því býst Valgerður við að ræða á fundinum við fleiri nágrannaríki okkar um samstarf.
Erlent Fréttir Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Fleiri fréttir Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Sjá meira