Skortur á mannréttindum Sigurður T. Sigurðarson skrifar 12. janúar 2007 05:00 Í Fréttablaðinu 6. janúar sl. er grein eftir Magnús Stefánsson, félagsmálaráðherra, sem fjallar um grein sem ég skrifaði í sama blað og birtist þremur dögum áður, þar sem ég víti núverandi stjórnarflokka fyrir sinnuleysi í réttindamálum launafólks. Í grein sinni reynir ráðherrann að afsaka sig og sína í Framsóknarflokknum fyrir sinnuleysið og spyr hvað margir samherjar mínir í stjórnmálum hafi setið á stóli félagsmálaráðherra frá því að ILO nr. 158 var samþykkt á Alþjóðavinnumálaþinginu í Genf 1982. Til upprifjunar nefnir hann Svavar Gestsson, Jóhönnu Sigurðardóttur, Rannveigu Guðmundsdóttur og Guðmund Árna Stefánsson. Ég get upplýst ráðherrann um það að ekkert af þessu fólki eru samherjar mínir og það eru hans eigin hugarórar að tengja mig við það. Ég starfa í verkalýðshreyfingunni og þar hef ég barist fyrir auknum réttindum verkafólks. EinkunnagjöfRáðherrann vill vita hvaða einkunn ég gef fyrrnefndu fólki í réttindamálum launafólks. Því er fljótsvarað að þær eru ekki háar, þó eru þær nokkuð frá því að vera falleinkannir eins og þær sem þrír fyrrverandi félagsmálaráðherrar Framsóknarflokksins fá, þeir Páll Pétursson, Árni Magnússon og Jón Kristjánsson. Það á ekki að koma Magnúsi ráðherra á óvart þó ég minnist á Framsóknarflokkinn þegar rætt er um réttindaleysi launafólks, því hann hefur síðan 1982 átt aðild að öllum ríkisstjórnum, nema Viðeyjarstjórninni. Mér reiknast til að Framsókn hafi setið í ríkisstjórn í 21 ár á síðast liðnum 25 árum og fengið á þeim tíma flest tækifæri allra íslenskra stjórnmálaflokka til að koma ILO-158 á framfæri á Alþingi en gerði það ekki. Magnús, þú átt leik.Ef þú Magnús vilt eiga möguleika á að fá hærri einkunn en kollegar þínir á ráðherrastóli þá verður þú að hafa hraðann á, því tími þinn rennur út í vor. Þú getur viðhaldið lélegri ímynd Framsóknar í réttindamálum launafólks. Þú getur líka söðlað um og bætt þá ímynd með því að leggja til að Alþingi fullgildi ILO-158. Með því leggðir þú þitt af mörkum til að auka réttindi tuga þúsunda launafólks. Þú hlýtur að vera á móti því að fólki sé sagt upp t.d. vegna kynferðis, hörundslitar, trúarbragða eða stjórnmálaskoðana. Í uppsagnarbréfi er ástæða brottreksturs sjaldan gefin upp. Þar stendur bara: “Þér er hér með sagt upp starfi frá næstu mánaðarmótum með samningsbundnum fyrirvara.” Ekkert annað, aðeins skilyrðislaus brottrekstur og stundum tilboð um áfallahjálp. Finnst þér þetta eðlilegt og finnst þér eðlilegt að stór hópur opinberra starfsmanna búi við allt önnur og betri réttindi í uppsagnarmálum en verkafólk. Magnús, ef þú gerir ekki neitt til að bæta ástandið fer ég að halda að þú sért hlynntur þessu misrétti og gef þér falleinkunn. Kosningar í vorHátt á annan áratug hafa fundir og þing ASÍ samþykkt ályktanir, þar sem skorað er á Alþingi að fullgilda ILO nr. 158. Þessar ályktanir lýsa stefnu Alþýðusambandsins í réttindamálum launafólks. Mér finnst ótrúlegt ef engin þeirra hefur borist til þín. Þú segir í grein þinni að þú minnist þess ekki að réttindi samkvæmt ILO-158 hafi verið forgangskrafa, hvorki Alþýðusambandsins né Verkalýðsfélagsins Hlífar við gerð kjarasamninga. Því er til að svara að í kröfum Hlífar við gerð kjarasamninga við ÍSAL hefur verið krafa um réttindi samkvæmt ILO-158. Hins vegar er það rétt að slík krafa hefur ekki verið forgangskrafa við gerð samninga hjá ASÍ. Um ástæðu þess skaltu spyrja forystumenn Alþýðusambandsins en ekki mig. Við í Verkalýðsfélaginu Hlíf munum áfram, eins og hingað til, berjast fyrir mannréttindum. Sú barátta hefur nú þegar skilað þeim árangri að Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkur óttast fylgistap ef þeir gera ekki eitthvað í málinu. Kannski reynir Framsókn að fresta andláti sínu með því að skora á Alþingi að löggilda ILO-158. Höfundur er fyrrverandi formaður verkalýðsfélagsins Hlífar Það á ekki að koma Magnúsi ráðherra á óvart þó ég minnist á Framsóknarflokkinn þegar rætt er um réttindaleysi launafólks Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Gestsson Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu 6. janúar sl. er grein eftir Magnús Stefánsson, félagsmálaráðherra, sem fjallar um grein sem ég skrifaði í sama blað og birtist þremur dögum áður, þar sem ég víti núverandi stjórnarflokka fyrir sinnuleysi í réttindamálum launafólks. Í grein sinni reynir ráðherrann að afsaka sig og sína í Framsóknarflokknum fyrir sinnuleysið og spyr hvað margir samherjar mínir í stjórnmálum hafi setið á stóli félagsmálaráðherra frá því að ILO nr. 158 var samþykkt á Alþjóðavinnumálaþinginu í Genf 1982. Til upprifjunar nefnir hann Svavar Gestsson, Jóhönnu Sigurðardóttur, Rannveigu Guðmundsdóttur og Guðmund Árna Stefánsson. Ég get upplýst ráðherrann um það að ekkert af þessu fólki eru samherjar mínir og það eru hans eigin hugarórar að tengja mig við það. Ég starfa í verkalýðshreyfingunni og þar hef ég barist fyrir auknum réttindum verkafólks. EinkunnagjöfRáðherrann vill vita hvaða einkunn ég gef fyrrnefndu fólki í réttindamálum launafólks. Því er fljótsvarað að þær eru ekki háar, þó eru þær nokkuð frá því að vera falleinkannir eins og þær sem þrír fyrrverandi félagsmálaráðherrar Framsóknarflokksins fá, þeir Páll Pétursson, Árni Magnússon og Jón Kristjánsson. Það á ekki að koma Magnúsi ráðherra á óvart þó ég minnist á Framsóknarflokkinn þegar rætt er um réttindaleysi launafólks, því hann hefur síðan 1982 átt aðild að öllum ríkisstjórnum, nema Viðeyjarstjórninni. Mér reiknast til að Framsókn hafi setið í ríkisstjórn í 21 ár á síðast liðnum 25 árum og fengið á þeim tíma flest tækifæri allra íslenskra stjórnmálaflokka til að koma ILO-158 á framfæri á Alþingi en gerði það ekki. Magnús, þú átt leik.Ef þú Magnús vilt eiga möguleika á að fá hærri einkunn en kollegar þínir á ráðherrastóli þá verður þú að hafa hraðann á, því tími þinn rennur út í vor. Þú getur viðhaldið lélegri ímynd Framsóknar í réttindamálum launafólks. Þú getur líka söðlað um og bætt þá ímynd með því að leggja til að Alþingi fullgildi ILO-158. Með því leggðir þú þitt af mörkum til að auka réttindi tuga þúsunda launafólks. Þú hlýtur að vera á móti því að fólki sé sagt upp t.d. vegna kynferðis, hörundslitar, trúarbragða eða stjórnmálaskoðana. Í uppsagnarbréfi er ástæða brottreksturs sjaldan gefin upp. Þar stendur bara: “Þér er hér með sagt upp starfi frá næstu mánaðarmótum með samningsbundnum fyrirvara.” Ekkert annað, aðeins skilyrðislaus brottrekstur og stundum tilboð um áfallahjálp. Finnst þér þetta eðlilegt og finnst þér eðlilegt að stór hópur opinberra starfsmanna búi við allt önnur og betri réttindi í uppsagnarmálum en verkafólk. Magnús, ef þú gerir ekki neitt til að bæta ástandið fer ég að halda að þú sért hlynntur þessu misrétti og gef þér falleinkunn. Kosningar í vorHátt á annan áratug hafa fundir og þing ASÍ samþykkt ályktanir, þar sem skorað er á Alþingi að fullgilda ILO nr. 158. Þessar ályktanir lýsa stefnu Alþýðusambandsins í réttindamálum launafólks. Mér finnst ótrúlegt ef engin þeirra hefur borist til þín. Þú segir í grein þinni að þú minnist þess ekki að réttindi samkvæmt ILO-158 hafi verið forgangskrafa, hvorki Alþýðusambandsins né Verkalýðsfélagsins Hlífar við gerð kjarasamninga. Því er til að svara að í kröfum Hlífar við gerð kjarasamninga við ÍSAL hefur verið krafa um réttindi samkvæmt ILO-158. Hins vegar er það rétt að slík krafa hefur ekki verið forgangskrafa við gerð samninga hjá ASÍ. Um ástæðu þess skaltu spyrja forystumenn Alþýðusambandsins en ekki mig. Við í Verkalýðsfélaginu Hlíf munum áfram, eins og hingað til, berjast fyrir mannréttindum. Sú barátta hefur nú þegar skilað þeim árangri að Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkur óttast fylgistap ef þeir gera ekki eitthvað í málinu. Kannski reynir Framsókn að fresta andláti sínu með því að skora á Alþingi að löggilda ILO-158. Höfundur er fyrrverandi formaður verkalýðsfélagsins Hlífar Það á ekki að koma Magnúsi ráðherra á óvart þó ég minnist á Framsóknarflokkinn þegar rætt er um réttindaleysi launafólks
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar