Stjórn efnahagsmála í molum – ójöfnuður eykst 12. janúar 2007 05:00 Nú um áramótin er ástæða til þess að líta yfir farinn veg og athuga stöðu stjórnmálanna, þegar skammt er til þingkosninga en þær eiga að fara fram í maí næsta vor. Það sem blasir við nú um áramótin er að vöruskiptahallinn er meiri en nokkru sinni fyrr og verðbólga mikil. Vöruskiptahallinn á fyrstu 11 mánuðum ársins 2006 nemur 123 milljörðum. Er það mun meiri halli en síðasta ár en þá var einnig methalli. En það er einmitt hinn mikli viðskiptahalli sem á stærsta þáttinn í því að erlend matsfyrirtæki á sviði fjármála hafa gagnrýnt stjórn íslenskra efnahagsmála undanfarið og gefið okkur lakari lánshæfiseinkunn en áður. Hefur þessi gagnrýni leitt til lækkunar íslensku krónunnar. Miklar erlendar skuldir þjóðarbúsins í heild og þar á meðal bankanna hafa einnig valdið gagnrýni erlendra matsstofnana. Ríkisstjórnin hefur gumað af góðri stjórn efnahagsmála en sannleikurinn er sá, að stjórn efnahagsmála er í molum og stöðugleiki enginn. Krónan er á stöðugu flökti og aukinn þrýstingur á að evra verði tekin upp. Skattar hækkaðir á launafólkiÁ sama tíma og við blasir að stjórn efnahagsmála hefur mistekist hefur misskipting og ójöfnuður stóraukist í þjóðfélaginu. Ójöfnuður er meiri hér á landi en í nokkru hinna Norðurlandanna og stefnir nú óðfluga í það að verða jafnmikill og í Bandaríkjunum, þar sem ójöfnuður er einna mestur. Ójöfnuður hefur aukist hér á landi jafnt og þétt frá 1995 og á sama tíma hefur skattakerfið orðið óréttlátara. Skattar hafa verið hækkaðir á fátækum og launafólki öllu eða á 90% skattgreiðenda en skattar hafa verið lækkaðir á hinum hæst launuðu. Fátækt hefur aukist í landinu undanfarin ár. Níðst á öldruðum og öryrkjumÁ tímabilinu frá 1995 hafa aldraðir og öryrkjar ekki fengið sömu hækkun á lífeyri sínum eins og láglaunafólk á almennum vinnumarkaði hefur fengið á launum sínum. Fram að þeim tíma var það lögbundið að aldraðir og öryrkjar fengju sömu hækkun og verkafólk en þessi tengsl voru rofin. Tugir milljarða hafa verið hafðir af öldruðum og öryrkjum vegna þessarar breytingar. Alls hafa 40 milljarðar verið hafðir af öldruðum vegna þessa síðustu 11 árin. Það er réttlát krafa að ríkisstjórnin skili öldruðum þessum fjármunum. Ranglátt kvótakerfiÞað er eitt brýnasta málið í dag að leiðrétta myndarlega kjör aldraðra og öryrkja. En ekki síður er brýnt að leiðrétta hið rangláta kvótakerfi. Kerfið hefur lagt byggðir landsins víða út um land í eyði. Í margri sjávarbyggð er sem sviðin jörð þar eð kvótar hafa verið fluttir á brott. Nokkrir stórir aðilar braska með kvóta og græða milljarða á braskinu. Þeir fengu kvótana fría í upphafi. Það er krafa almennings að þessu kerfi verði breytt og braskið stöðvað. Valdníðslan heldur áframEinkenni ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar er ójöfnuður og misskipting. En valdníðslan hefur einnig sett mark sitt á þessa ríkisstjórn. Það er alltaf verið að veita vinum og vandamönnum embætti. En einnig hefur þessi ríkisstjórn stöðugt verið að misbeita valdi sínu. Ríkisstjórnin hefur gerst sek um valdníðslu hvað eftir annað, nú síðast þegar Björn Friðfinnsson ráðuneytisstjóri var hrakinn úr embætti, sem hann var forsetaskipaður í og hafði gegnt með sóma. Einu sakir hans voru þær, að hann hafði aðrar sjórnmálaskoðanir en viðskiptaráðherrar Framsóknar. Ráðherrar Framsóknar þurftu ekki að hugsa um það hvað það kostaði ríkissjóð að hrekja Björn úr embætti. Þetta er hrein valdníðsla. Stjórnarskipti eru nauðsynNauðsynlegt er að koma ríkisstjórn misskiptingar og ójafnaðar frá næsta vor. Að því ber að stefna. Höfundur er viðskiptafræðingur. Það er eitt brýnasta málið í dag að leiðrétta myndarlega kjör aldraðra og öryrkja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Nú um áramótin er ástæða til þess að líta yfir farinn veg og athuga stöðu stjórnmálanna, þegar skammt er til þingkosninga en þær eiga að fara fram í maí næsta vor. Það sem blasir við nú um áramótin er að vöruskiptahallinn er meiri en nokkru sinni fyrr og verðbólga mikil. Vöruskiptahallinn á fyrstu 11 mánuðum ársins 2006 nemur 123 milljörðum. Er það mun meiri halli en síðasta ár en þá var einnig methalli. En það er einmitt hinn mikli viðskiptahalli sem á stærsta þáttinn í því að erlend matsfyrirtæki á sviði fjármála hafa gagnrýnt stjórn íslenskra efnahagsmála undanfarið og gefið okkur lakari lánshæfiseinkunn en áður. Hefur þessi gagnrýni leitt til lækkunar íslensku krónunnar. Miklar erlendar skuldir þjóðarbúsins í heild og þar á meðal bankanna hafa einnig valdið gagnrýni erlendra matsstofnana. Ríkisstjórnin hefur gumað af góðri stjórn efnahagsmála en sannleikurinn er sá, að stjórn efnahagsmála er í molum og stöðugleiki enginn. Krónan er á stöðugu flökti og aukinn þrýstingur á að evra verði tekin upp. Skattar hækkaðir á launafólkiÁ sama tíma og við blasir að stjórn efnahagsmála hefur mistekist hefur misskipting og ójöfnuður stóraukist í þjóðfélaginu. Ójöfnuður er meiri hér á landi en í nokkru hinna Norðurlandanna og stefnir nú óðfluga í það að verða jafnmikill og í Bandaríkjunum, þar sem ójöfnuður er einna mestur. Ójöfnuður hefur aukist hér á landi jafnt og þétt frá 1995 og á sama tíma hefur skattakerfið orðið óréttlátara. Skattar hafa verið hækkaðir á fátækum og launafólki öllu eða á 90% skattgreiðenda en skattar hafa verið lækkaðir á hinum hæst launuðu. Fátækt hefur aukist í landinu undanfarin ár. Níðst á öldruðum og öryrkjumÁ tímabilinu frá 1995 hafa aldraðir og öryrkjar ekki fengið sömu hækkun á lífeyri sínum eins og láglaunafólk á almennum vinnumarkaði hefur fengið á launum sínum. Fram að þeim tíma var það lögbundið að aldraðir og öryrkjar fengju sömu hækkun og verkafólk en þessi tengsl voru rofin. Tugir milljarða hafa verið hafðir af öldruðum og öryrkjum vegna þessarar breytingar. Alls hafa 40 milljarðar verið hafðir af öldruðum vegna þessa síðustu 11 árin. Það er réttlát krafa að ríkisstjórnin skili öldruðum þessum fjármunum. Ranglátt kvótakerfiÞað er eitt brýnasta málið í dag að leiðrétta myndarlega kjör aldraðra og öryrkja. En ekki síður er brýnt að leiðrétta hið rangláta kvótakerfi. Kerfið hefur lagt byggðir landsins víða út um land í eyði. Í margri sjávarbyggð er sem sviðin jörð þar eð kvótar hafa verið fluttir á brott. Nokkrir stórir aðilar braska með kvóta og græða milljarða á braskinu. Þeir fengu kvótana fría í upphafi. Það er krafa almennings að þessu kerfi verði breytt og braskið stöðvað. Valdníðslan heldur áframEinkenni ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar er ójöfnuður og misskipting. En valdníðslan hefur einnig sett mark sitt á þessa ríkisstjórn. Það er alltaf verið að veita vinum og vandamönnum embætti. En einnig hefur þessi ríkisstjórn stöðugt verið að misbeita valdi sínu. Ríkisstjórnin hefur gerst sek um valdníðslu hvað eftir annað, nú síðast þegar Björn Friðfinnsson ráðuneytisstjóri var hrakinn úr embætti, sem hann var forsetaskipaður í og hafði gegnt með sóma. Einu sakir hans voru þær, að hann hafði aðrar sjórnmálaskoðanir en viðskiptaráðherrar Framsóknar. Ráðherrar Framsóknar þurftu ekki að hugsa um það hvað það kostaði ríkissjóð að hrekja Björn úr embætti. Þetta er hrein valdníðsla. Stjórnarskipti eru nauðsynNauðsynlegt er að koma ríkisstjórn misskiptingar og ójafnaðar frá næsta vor. Að því ber að stefna. Höfundur er viðskiptafræðingur. Það er eitt brýnasta málið í dag að leiðrétta myndarlega kjör aldraðra og öryrkja.
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar