Dreamgirls hlutskörpust 24. janúar 2007 08:45 Söngvamyndin Dreamgirls er tilnefnd til átta óskarsverðlauna. MYND/AP Söngvamyndin Dreamgirls hlaut átta tilnefningar til óskarsverðlaunanna en var ekki tilnefnd sem besta myndin. Babel kom næst á eftir með sjö tilnefningar. Talið var að Dreamgirls, sem hlaut Golden Globe-verðlaunin sem besta söngva-eða gamanmyndin, yrði líkleg til að verða valin besta myndin en hún hlaut ekki náð fyrir augum dómnefndarinnar. Þess í stað voru Babel, The Departed, Little Miss Sunshine, The Queen og stríðsmynd Clint Eastwood, Letters From Iwo Jima, tilnefndar sem bestu myndirnar.Withaker og DiCaprio á blaðiForest Withaker bandaríski leikarinn er tilnefndur fyrir hlutverk sitt í The Last King of Scotland.Forest Withaker, sem fékk Golden Globe á dögunum, var tilefndur sem besti leikarinn fyrir hlutverk sitt sem einræðisherran Idi Amin í myndinni The Last King of Scotland. Mun hann keppa um óskarinn við þá Leonardo DiCaprio fyrir Blood Diamond, Ryan Gosling fyrir Half Nelson, Peter O"Toole fyrir Venus og Will Smith fyrir The Pursuit of Happyness. Breskar í baráttunniBresku leikkonurnar Helen Mirren, sem hlaut Golden Globe fyrir frammistöðu sína í The Queen, Judi Dench (Notes on a Scandal) og Kate Winslet (Little Children) voru tilnefndar sem bestu leikkonurnar ásamt þeim Meryl Streep (The Devil Wears Prada) og Penelope Cruz (Volver). Martin Scorsese, sem margir vilja að hljóti óskarinn í fyrsta sinn í ár, var tilefndur fyrir The Deparded. Auk hans var Clint Eastwood tilnefndur fyrir Letters From Iwo Jima, Stephen Frears fyrir The Queen, Paul Greengrass fyrir United 93 og Alejandro Gonzales Inarritu fyrir Babel. Dönsk mynd tilnefndDanska myndin Efter Brylluppet var tilnefnd sem besta erlenda myndin. Mun hún etja kappi við Indigenes frá Alsír, El Elaberinto del Fauno frá Mexíkó, Das Leben der Anderen frá Þýskalandi og Water frá Kanada. Athygli vekur að gamanmyndin Borat, sem sló rækilega í gegn á síðasta ári, var tilnefnd fyrir besta handritið sem er byggt á áður birtu efni. Óskarsverðlaunin verða afhent 25. febrúar í Los Angeles. Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Söngvamyndin Dreamgirls hlaut átta tilnefningar til óskarsverðlaunanna en var ekki tilnefnd sem besta myndin. Babel kom næst á eftir með sjö tilnefningar. Talið var að Dreamgirls, sem hlaut Golden Globe-verðlaunin sem besta söngva-eða gamanmyndin, yrði líkleg til að verða valin besta myndin en hún hlaut ekki náð fyrir augum dómnefndarinnar. Þess í stað voru Babel, The Departed, Little Miss Sunshine, The Queen og stríðsmynd Clint Eastwood, Letters From Iwo Jima, tilnefndar sem bestu myndirnar.Withaker og DiCaprio á blaðiForest Withaker bandaríski leikarinn er tilnefndur fyrir hlutverk sitt í The Last King of Scotland.Forest Withaker, sem fékk Golden Globe á dögunum, var tilefndur sem besti leikarinn fyrir hlutverk sitt sem einræðisherran Idi Amin í myndinni The Last King of Scotland. Mun hann keppa um óskarinn við þá Leonardo DiCaprio fyrir Blood Diamond, Ryan Gosling fyrir Half Nelson, Peter O"Toole fyrir Venus og Will Smith fyrir The Pursuit of Happyness. Breskar í baráttunniBresku leikkonurnar Helen Mirren, sem hlaut Golden Globe fyrir frammistöðu sína í The Queen, Judi Dench (Notes on a Scandal) og Kate Winslet (Little Children) voru tilnefndar sem bestu leikkonurnar ásamt þeim Meryl Streep (The Devil Wears Prada) og Penelope Cruz (Volver). Martin Scorsese, sem margir vilja að hljóti óskarinn í fyrsta sinn í ár, var tilefndur fyrir The Deparded. Auk hans var Clint Eastwood tilnefndur fyrir Letters From Iwo Jima, Stephen Frears fyrir The Queen, Paul Greengrass fyrir United 93 og Alejandro Gonzales Inarritu fyrir Babel. Dönsk mynd tilnefndDanska myndin Efter Brylluppet var tilnefnd sem besta erlenda myndin. Mun hún etja kappi við Indigenes frá Alsír, El Elaberinto del Fauno frá Mexíkó, Das Leben der Anderen frá Þýskalandi og Water frá Kanada. Athygli vekur að gamanmyndin Borat, sem sló rækilega í gegn á síðasta ári, var tilnefnd fyrir besta handritið sem er byggt á áður birtu efni. Óskarsverðlaunin verða afhent 25. febrúar í Los Angeles.
Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein