126 ár að vinna upp í morgunverk bankastjóra Ögmundur Jónasson skrifar 9. mars 2007 05:00 Á fyrstu áratugum síðustu aldar tíðkaðist það fyrirkomulag á bátum og skipum að háseti fengi einn hlut, skipstjóri þrjá en stýrimaður, vélstjóri og kokkur voru þar á milli. Með öðrum orðum; tekjumunurinn var einn á móti þremur. Ég veit ekki hvað sjómenn síðustu aldar hefðu sagt ef þeir hefðu heyrt um tekjuskiptinguna hjá íslenskum fjármálastofnunum nú um stundir. Til dæmis hjá Glitni. Þar átti einn forstjórinn viðskipti við sjálfan sig eina morgunstund fyrir fáeinum dögum. Þau viðskipti gáfu honum rúmar 380 milljónir í vasann. Morgunstund gefur gull í mund var einhvern tímann sagt. Ekki veit ég nákvæmlega hvað almennir starfsmenn Glitnis fá í sinn hlut fyrir sín störf en hitt veit ég að það tæki einstakling með 250 þúsund króna mánaðartekjur 126 ár að vinna sér inn þessa upphæð. Þetta eru náttúrulega smámunir ef haft er í huga að viðkomandi forstjóri og hans nánustu félagar eiga rúma sex milljarða eignarhlut í sama fyrirtæki. Ég átti samtal við bankastjóra í öðrum banka fyrir fáeinum dögum. Ég spurði hvort það væri rétt að einn aðaleigandi þess banka hefði hagnast um milljarð á mánuði frá því ríkisstjórnin einkavæddi bankann og færði honum hann fyrir fáeinum árum. Viðmælandi minn sagði að þetta væri rangt. Upphæðin væri talsvert hærri. Fjölmiðlar – með undantekningum þó - láta sér fátt um þessa þróun finnast þótt manna á milli sé þetta mikið rætt. En fáir láta sér lengur koma til hugar að gera samanburð á milli launaþróunar ofurlaunamannsins annars vegar og verkamannsins hins vegar. Getur verið að það sé vegna þess að menn telji aðstæður þeirra svo gjörólíkar, að þeir séu hreinlega ekki af sama heimi? Ef svo er þá erum við komin ansi langt frá hlutaskiptum fyrri tíðar. Við erum þá ekki lengur á sama bátnum, ein þjóð í einu landi, heldur tvær óskyldar þjóðir. Íslenskt þjóðfélag hefur tekið miklum breytingum á hálfum öðrum áratug. Þegar ég kemst svo að orði minnir ein ágæt vinkona mín mig jafnan á, að þjóðfélagið hafi ekki breyst af sjálfu sér – því hafi verið breytt. Það séu gerendur þar á bak við. Hyldjúp gjá á milli þjóðfélagshópa er birtingarmynd þessara breytinga. Skyldu þeir stjórnmálaflokkar sem eru valdir að því að sundra samfélaginu vera ánægðir með morgunverk sín? Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Skoðun Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Á fyrstu áratugum síðustu aldar tíðkaðist það fyrirkomulag á bátum og skipum að háseti fengi einn hlut, skipstjóri þrjá en stýrimaður, vélstjóri og kokkur voru þar á milli. Með öðrum orðum; tekjumunurinn var einn á móti þremur. Ég veit ekki hvað sjómenn síðustu aldar hefðu sagt ef þeir hefðu heyrt um tekjuskiptinguna hjá íslenskum fjármálastofnunum nú um stundir. Til dæmis hjá Glitni. Þar átti einn forstjórinn viðskipti við sjálfan sig eina morgunstund fyrir fáeinum dögum. Þau viðskipti gáfu honum rúmar 380 milljónir í vasann. Morgunstund gefur gull í mund var einhvern tímann sagt. Ekki veit ég nákvæmlega hvað almennir starfsmenn Glitnis fá í sinn hlut fyrir sín störf en hitt veit ég að það tæki einstakling með 250 þúsund króna mánaðartekjur 126 ár að vinna sér inn þessa upphæð. Þetta eru náttúrulega smámunir ef haft er í huga að viðkomandi forstjóri og hans nánustu félagar eiga rúma sex milljarða eignarhlut í sama fyrirtæki. Ég átti samtal við bankastjóra í öðrum banka fyrir fáeinum dögum. Ég spurði hvort það væri rétt að einn aðaleigandi þess banka hefði hagnast um milljarð á mánuði frá því ríkisstjórnin einkavæddi bankann og færði honum hann fyrir fáeinum árum. Viðmælandi minn sagði að þetta væri rangt. Upphæðin væri talsvert hærri. Fjölmiðlar – með undantekningum þó - láta sér fátt um þessa þróun finnast þótt manna á milli sé þetta mikið rætt. En fáir láta sér lengur koma til hugar að gera samanburð á milli launaþróunar ofurlaunamannsins annars vegar og verkamannsins hins vegar. Getur verið að það sé vegna þess að menn telji aðstæður þeirra svo gjörólíkar, að þeir séu hreinlega ekki af sama heimi? Ef svo er þá erum við komin ansi langt frá hlutaskiptum fyrri tíðar. Við erum þá ekki lengur á sama bátnum, ein þjóð í einu landi, heldur tvær óskyldar þjóðir. Íslenskt þjóðfélag hefur tekið miklum breytingum á hálfum öðrum áratug. Þegar ég kemst svo að orði minnir ein ágæt vinkona mín mig jafnan á, að þjóðfélagið hafi ekki breyst af sjálfu sér – því hafi verið breytt. Það séu gerendur þar á bak við. Hyldjúp gjá á milli þjóðfélagshópa er birtingarmynd þessara breytinga. Skyldu þeir stjórnmálaflokkar sem eru valdir að því að sundra samfélaginu vera ánægðir með morgunverk sín? Höfundur er alþingismaður.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun