Frumkvöðlar í hreyfigreiningu 28. mars 2007 06:00 Bjarni Þór Gunnlaugsson kine hefur þróað vél- og hugbúnað sem greinir virkni vöðva við hreyfingu og getur sparað sjúkraþjálfurum umtalsverðan tíma. MYND/Anton Heilbrigðistæknifyrirtækið Kine er eitt af elstu íslensku sprotafyrirtækjunum sem kynnir starfsemi sína á fjárfestaþingi Seed Forum á morgun. Fyrirtækið hefur allt frá árinu 1999 unnið að þróun ýmiss konar vél- og hugbúnaðar til hreyfigreiningar en búnaður sem þessi nýtist sjúkraþjálfurum við meðhöndlun sjúklinga í endurhæfingu sem lent hafa í meiðslum og þurfa að byggja upp ákveðna vöðva. Kine státar af nokkrum vörum sem allar tengjast hreyfigreiningu; vöðvarita, vél- og hugbúnað sem mælir virkni vöðva. Því tengdu er svo mælir sem samanstendur af sama vélbúnaði en öðrum hugbúnaði. Þá hefur fyrirtækið búið til göngugreiningarforrit sem gerir skýrslu um vöðvavirkni og hreyfingu sjúklinga. Vörur undir merkjum Kine má finna víða um heim en á meðal viðskiptavina fyrirtækisins er NASA auk háskóla og sjúkrastofnana jafnt hér sem erlendis. Bjarni Þór Gunnlaugsson, forstjóri Kine, segir umtalsvert hagræði fást fyrir alla aðila með búnaði sem þessum. Hann geti til dæmis stytt komutíma sjúklinga til sjúkraþjálfara mikið. „Venjulega þurfa sjúklingar að koma, segjum fjórum sinnum, til sjúkraþjálfara til að greina vöðvavirkni. Með búnaði Kine má stytta tímann niður í 15 mínútur,“ segir hann. Kine var með námskeið fyrir fimm fyrirtæki hér á landi í desember í fyrra. Fulltrúar fimm fyrirtækja tóku þátt í því og nota nú þrjú þeirra búnað frá Kine. Bjarni bendir á að markaður fyrir vörur sem þessar sé geysistór og vitnar til þess að í Bandaríkjunum einum leiti 11,2 milljónir sjúklinga sér lækninga vegna hnévandamála. „Svipaður fjöldi sjúklinga er með axlavandamál,“ segir Bjarni. Fyrirtækið ætlar sér stóra hluti í framtíðinni og vonast til þess að með tilkomu viðskiptaengla í fyrirtækið fáist fjármagn til að efla markaðssetningu á vörum Kine úti í hinum stóra heimi. „Það er ekki nóg að vera með háklassavöru. Það þarf alltaf fjármagn til að koma henni áfram,“ segir Bjarni. Undir smásjánni Mest lesið Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Viðskipti erlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Sjá meira
Heilbrigðistæknifyrirtækið Kine er eitt af elstu íslensku sprotafyrirtækjunum sem kynnir starfsemi sína á fjárfestaþingi Seed Forum á morgun. Fyrirtækið hefur allt frá árinu 1999 unnið að þróun ýmiss konar vél- og hugbúnaðar til hreyfigreiningar en búnaður sem þessi nýtist sjúkraþjálfurum við meðhöndlun sjúklinga í endurhæfingu sem lent hafa í meiðslum og þurfa að byggja upp ákveðna vöðva. Kine státar af nokkrum vörum sem allar tengjast hreyfigreiningu; vöðvarita, vél- og hugbúnað sem mælir virkni vöðva. Því tengdu er svo mælir sem samanstendur af sama vélbúnaði en öðrum hugbúnaði. Þá hefur fyrirtækið búið til göngugreiningarforrit sem gerir skýrslu um vöðvavirkni og hreyfingu sjúklinga. Vörur undir merkjum Kine má finna víða um heim en á meðal viðskiptavina fyrirtækisins er NASA auk háskóla og sjúkrastofnana jafnt hér sem erlendis. Bjarni Þór Gunnlaugsson, forstjóri Kine, segir umtalsvert hagræði fást fyrir alla aðila með búnaði sem þessum. Hann geti til dæmis stytt komutíma sjúklinga til sjúkraþjálfara mikið. „Venjulega þurfa sjúklingar að koma, segjum fjórum sinnum, til sjúkraþjálfara til að greina vöðvavirkni. Með búnaði Kine má stytta tímann niður í 15 mínútur,“ segir hann. Kine var með námskeið fyrir fimm fyrirtæki hér á landi í desember í fyrra. Fulltrúar fimm fyrirtækja tóku þátt í því og nota nú þrjú þeirra búnað frá Kine. Bjarni bendir á að markaður fyrir vörur sem þessar sé geysistór og vitnar til þess að í Bandaríkjunum einum leiti 11,2 milljónir sjúklinga sér lækninga vegna hnévandamála. „Svipaður fjöldi sjúklinga er með axlavandamál,“ segir Bjarni. Fyrirtækið ætlar sér stóra hluti í framtíðinni og vonast til þess að með tilkomu viðskiptaengla í fyrirtækið fáist fjármagn til að efla markaðssetningu á vörum Kine úti í hinum stóra heimi. „Það er ekki nóg að vera með háklassavöru. Það þarf alltaf fjármagn til að koma henni áfram,“ segir Bjarni.
Undir smásjánni Mest lesið Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Viðskipti erlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Sjá meira