Lítil fyrirtæki vaxa undir sjónlínu hinna stóru 13. júní 2007 06:00 Robert Lamming á Nofoma-ráðstefnunni. Ætli fyrirtæki að komast af verða þau ævinlega að fylgjast með og tileinka sér nýsköpun. Það getur verið erfitt en nauðsynlegt, að mati Richards Lamming, prófessors í vörustjórnun við Southampton-háskóla í Bretlandi. Markaðurinn/Hörður Lítil fyrirtæki geta farið úr sjónlínu stóru fyrirtækjanna. Þar geta þau vaxið hljóðlega og skotist upp á yfirborðið þegar minnst varir. Með þessu móti geta þau orðið stærri en stóru keppinautarnir, að sögn Richards Lamming, deildarforseta og prófessors í innkaupum og aðfangastjórnun við Southampton-háskóla í Bretlandi. Lamming var aðalræðumaður á Nofoma-ráðstefnunni í síðustu viku og fjallaði þar um nýsköpun fyrirtækja með sérstakri áherslu á þá þætti er varða sambönd birgja og viðskiptavina þeirra. Hann sagði fyrirtæki verða að leita allra leiða til að halda lífi í hörðum heimi viðskiptanna. Þar skipti nýsköpun miklu máli. Í nýsköpun felst truflun á núverandi aðstæðum, að hans sögn. „Sjáðu lággjaldaflugfélögin fyrir tíu árum," segir Lamming afslappaður og rólegur að ræðu sinni lokinni í hádegishléi. „Þegar lággjaldaflugfélögin komu fram sögðust þau ekki ætla að bjóða upp á neitt. Hvorki mat, kaffi né annað. Stóru félögin, British Airways, SAS og fleiri töldu þau ekki ógn við sig. Það má því segja að lággjaldaflugfélögin hafi farið úr sjónlínu stóru fyrirtækjanna og vaxið þar. Raunin varð sú að flestir kusu ódýr flugfargjöld umfram þægindi," segir Lamming og bendir á að flugfloti lággjaldaflugfélaganna hafi stækkað hægt og bítandi í skjóli smæðarinnar. Hafi mörg þeirra verið orðin stór þegar stóru félögin ætluðu að bregðast við samkeppninni. Stóru flugfélögin hafi goldið afhroð vegna viðhorfs síns, sum orðið að sameinast öðrum flugfélögum til að komast af. Lamming tekur Kodak sem dæmi um fyrirtæki sem hafi orðið undir í samkeppninni, en fyrirtækið stóð fast á því að stafrænar myndavélar myndu aldrei verða vinsælar. „Kodak var í raun langt á undan öðrum og átti mikið af einkaleyfum fyrir stafrænar myndavélar allt frá sjöunda áratug síðustu aldar. Þeir þróuðu tæknina þess vegna ekkert," bendir Lamming á og leggur áherslu á að hefði Kodak snúið sér alfarið að þróun stafrænna myndavéla hefði það hrist harkalega upp í filmuframleiðslu fyrirtækisins, sem skilaði Kodak miklum hagnaði. Hann segir að í stað þess að fylgja öðrum fyrirtækjum eftir í þróun stafrænna myndavéla hafi Kodak þvermóðskast og talið sér trú um að filmurnar myndu lifa. „Þeir gerðu ráð fyrir mikilli aukningu í notkun filmuvéla í Asíu, sérstaklega í Kína, og byggðu upp miklar birgðir af filmum. Þær spár rættust ekki þar sem flestir keyptu sér stafrænar myndavélar í stað filmuvéla," segir Lamming en bendir þó á að erfitt sé að sjá fyrir breytingar sem þessar. Alltaf sé hægt að vera vitur eftir á. En það geti verið dýrkeypt. Menn verði því ævinlega að vera á varðbergi og fylgjast vel með ætli þeir að komast af. „En fyrirtækjum er stjórnað af fólki. Og það er fólkið sem ýmist stendur í vegi fyrir breytingum eða fleytir þeim áfram," segir Lamming. Undir smásjánni Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fleiri fréttir Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Sjá meira
Lítil fyrirtæki geta farið úr sjónlínu stóru fyrirtækjanna. Þar geta þau vaxið hljóðlega og skotist upp á yfirborðið þegar minnst varir. Með þessu móti geta þau orðið stærri en stóru keppinautarnir, að sögn Richards Lamming, deildarforseta og prófessors í innkaupum og aðfangastjórnun við Southampton-háskóla í Bretlandi. Lamming var aðalræðumaður á Nofoma-ráðstefnunni í síðustu viku og fjallaði þar um nýsköpun fyrirtækja með sérstakri áherslu á þá þætti er varða sambönd birgja og viðskiptavina þeirra. Hann sagði fyrirtæki verða að leita allra leiða til að halda lífi í hörðum heimi viðskiptanna. Þar skipti nýsköpun miklu máli. Í nýsköpun felst truflun á núverandi aðstæðum, að hans sögn. „Sjáðu lággjaldaflugfélögin fyrir tíu árum," segir Lamming afslappaður og rólegur að ræðu sinni lokinni í hádegishléi. „Þegar lággjaldaflugfélögin komu fram sögðust þau ekki ætla að bjóða upp á neitt. Hvorki mat, kaffi né annað. Stóru félögin, British Airways, SAS og fleiri töldu þau ekki ógn við sig. Það má því segja að lággjaldaflugfélögin hafi farið úr sjónlínu stóru fyrirtækjanna og vaxið þar. Raunin varð sú að flestir kusu ódýr flugfargjöld umfram þægindi," segir Lamming og bendir á að flugfloti lággjaldaflugfélaganna hafi stækkað hægt og bítandi í skjóli smæðarinnar. Hafi mörg þeirra verið orðin stór þegar stóru félögin ætluðu að bregðast við samkeppninni. Stóru flugfélögin hafi goldið afhroð vegna viðhorfs síns, sum orðið að sameinast öðrum flugfélögum til að komast af. Lamming tekur Kodak sem dæmi um fyrirtæki sem hafi orðið undir í samkeppninni, en fyrirtækið stóð fast á því að stafrænar myndavélar myndu aldrei verða vinsælar. „Kodak var í raun langt á undan öðrum og átti mikið af einkaleyfum fyrir stafrænar myndavélar allt frá sjöunda áratug síðustu aldar. Þeir þróuðu tæknina þess vegna ekkert," bendir Lamming á og leggur áherslu á að hefði Kodak snúið sér alfarið að þróun stafrænna myndavéla hefði það hrist harkalega upp í filmuframleiðslu fyrirtækisins, sem skilaði Kodak miklum hagnaði. Hann segir að í stað þess að fylgja öðrum fyrirtækjum eftir í þróun stafrænna myndavéla hafi Kodak þvermóðskast og talið sér trú um að filmurnar myndu lifa. „Þeir gerðu ráð fyrir mikilli aukningu í notkun filmuvéla í Asíu, sérstaklega í Kína, og byggðu upp miklar birgðir af filmum. Þær spár rættust ekki þar sem flestir keyptu sér stafrænar myndavélar í stað filmuvéla," segir Lamming en bendir þó á að erfitt sé að sjá fyrir breytingar sem þessar. Alltaf sé hægt að vera vitur eftir á. En það geti verið dýrkeypt. Menn verði því ævinlega að vera á varðbergi og fylgjast vel með ætli þeir að komast af. „En fyrirtækjum er stjórnað af fólki. Og það er fólkið sem ýmist stendur í vegi fyrir breytingum eða fleytir þeim áfram," segir Lamming.
Undir smásjánni Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fleiri fréttir Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Sjá meira