Er uppbygging ökunáms röng? 12. júlí 2007 06:00 Hvort röng uppbygging ökunáms sé orsök glannaaksturs unglinga er sjónarmið sem fleygt var fram í grein sem nýlega birtist í Fréttablaðinu. Sú hugsun var jafnframt sett fram að kostur fylgir að lækka ökuleyfisaldurinn því þá séu börnin ekki eins mótuð og taki því betur leiðbeiningum. Það kann að vera að margt megi betur fara í uppbyggingu og skipulagi ökunáms hér á Íslandi. Uppbygging ökunáms er ólík eftir löndum. Eins og fram kom í umræddri grein þá fá ungmenni í sumum ríkjum Bandaríkjanna ökuprófið fyrr en tíðkast hér á landi en þurfa að uppfylla ákveðin grundvallarskilyrði til þess að geta fengið full réttindi. Tilfinning mín er sú að umferðaröryggi á Íslandi standist illa samanburð við nágrannaþjóðir okkar. Vissulega má finna svæði þar sem umferðarmenning er vafasöm. Við akstur á erlendri grund minnist ég þess ekki að hafa upplifað tillitsleysi eða hættuástand. Slík reynsla er hins vegar ekki óalgeng hér á landi. Þótt eitthvað ákveðið ökunámskerfi hafi reynst vel úti í heimi er ekki þar með sagt að það reynist árangursríkt hér á landi. Einstök atriði sem gefið hafa góða raun annars staðar mætti skoða með það fyrir augum að taka upp í einhverri mynd. Sem dæmi nefnir greinarhöfundur að ungum ökumönnum leyfist ekki að hafa jafnaldra sína í bílnum aðra en fjölskyldumeðlimi fyrr en þeir hafa náð 21 árs aldri. Vandinn við þetta er sá að erfitt gæti reynst að framfylgja svona reglu. Ofsaakstur er ekki ökunáminu um að kenna eða uppbyggingu þess. Vandinn felst fyrst og fremst í viðhorfi ákveðins hóps ökumanna til annarra vegfarenda, skorti á virðingu, aga og dómgreindarleysi. Með það í huga að hegðun þessara ökumanna í umferðinni er hættuleg sjálfum þeim og öðrum og þá staðreynd að 17 ára ungmenni eiga talsvert í land með að ná fullum tilfinninga- og félagsþroska væri til bóta að hækka lágmarksaldur til ökuleyfis í 18 ár þegar einstaklingurinn verður jafnframt sjálfráða. Höfundur er sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Sjá meira
Hvort röng uppbygging ökunáms sé orsök glannaaksturs unglinga er sjónarmið sem fleygt var fram í grein sem nýlega birtist í Fréttablaðinu. Sú hugsun var jafnframt sett fram að kostur fylgir að lækka ökuleyfisaldurinn því þá séu börnin ekki eins mótuð og taki því betur leiðbeiningum. Það kann að vera að margt megi betur fara í uppbyggingu og skipulagi ökunáms hér á Íslandi. Uppbygging ökunáms er ólík eftir löndum. Eins og fram kom í umræddri grein þá fá ungmenni í sumum ríkjum Bandaríkjanna ökuprófið fyrr en tíðkast hér á landi en þurfa að uppfylla ákveðin grundvallarskilyrði til þess að geta fengið full réttindi. Tilfinning mín er sú að umferðaröryggi á Íslandi standist illa samanburð við nágrannaþjóðir okkar. Vissulega má finna svæði þar sem umferðarmenning er vafasöm. Við akstur á erlendri grund minnist ég þess ekki að hafa upplifað tillitsleysi eða hættuástand. Slík reynsla er hins vegar ekki óalgeng hér á landi. Þótt eitthvað ákveðið ökunámskerfi hafi reynst vel úti í heimi er ekki þar með sagt að það reynist árangursríkt hér á landi. Einstök atriði sem gefið hafa góða raun annars staðar mætti skoða með það fyrir augum að taka upp í einhverri mynd. Sem dæmi nefnir greinarhöfundur að ungum ökumönnum leyfist ekki að hafa jafnaldra sína í bílnum aðra en fjölskyldumeðlimi fyrr en þeir hafa náð 21 árs aldri. Vandinn við þetta er sá að erfitt gæti reynst að framfylgja svona reglu. Ofsaakstur er ekki ökunáminu um að kenna eða uppbyggingu þess. Vandinn felst fyrst og fremst í viðhorfi ákveðins hóps ökumanna til annarra vegfarenda, skorti á virðingu, aga og dómgreindarleysi. Með það í huga að hegðun þessara ökumanna í umferðinni er hættuleg sjálfum þeim og öðrum og þá staðreynd að 17 ára ungmenni eiga talsvert í land með að ná fullum tilfinninga- og félagsþroska væri til bóta að hækka lágmarksaldur til ökuleyfis í 18 ár þegar einstaklingurinn verður jafnframt sjálfráða. Höfundur er sálfræðingur.
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar