Er uppbygging ökunáms röng? 12. júlí 2007 06:00 Hvort röng uppbygging ökunáms sé orsök glannaaksturs unglinga er sjónarmið sem fleygt var fram í grein sem nýlega birtist í Fréttablaðinu. Sú hugsun var jafnframt sett fram að kostur fylgir að lækka ökuleyfisaldurinn því þá séu börnin ekki eins mótuð og taki því betur leiðbeiningum. Það kann að vera að margt megi betur fara í uppbyggingu og skipulagi ökunáms hér á Íslandi. Uppbygging ökunáms er ólík eftir löndum. Eins og fram kom í umræddri grein þá fá ungmenni í sumum ríkjum Bandaríkjanna ökuprófið fyrr en tíðkast hér á landi en þurfa að uppfylla ákveðin grundvallarskilyrði til þess að geta fengið full réttindi. Tilfinning mín er sú að umferðaröryggi á Íslandi standist illa samanburð við nágrannaþjóðir okkar. Vissulega má finna svæði þar sem umferðarmenning er vafasöm. Við akstur á erlendri grund minnist ég þess ekki að hafa upplifað tillitsleysi eða hættuástand. Slík reynsla er hins vegar ekki óalgeng hér á landi. Þótt eitthvað ákveðið ökunámskerfi hafi reynst vel úti í heimi er ekki þar með sagt að það reynist árangursríkt hér á landi. Einstök atriði sem gefið hafa góða raun annars staðar mætti skoða með það fyrir augum að taka upp í einhverri mynd. Sem dæmi nefnir greinarhöfundur að ungum ökumönnum leyfist ekki að hafa jafnaldra sína í bílnum aðra en fjölskyldumeðlimi fyrr en þeir hafa náð 21 árs aldri. Vandinn við þetta er sá að erfitt gæti reynst að framfylgja svona reglu. Ofsaakstur er ekki ökunáminu um að kenna eða uppbyggingu þess. Vandinn felst fyrst og fremst í viðhorfi ákveðins hóps ökumanna til annarra vegfarenda, skorti á virðingu, aga og dómgreindarleysi. Með það í huga að hegðun þessara ökumanna í umferðinni er hættuleg sjálfum þeim og öðrum og þá staðreynd að 17 ára ungmenni eiga talsvert í land með að ná fullum tilfinninga- og félagsþroska væri til bóta að hækka lágmarksaldur til ökuleyfis í 18 ár þegar einstaklingurinn verður jafnframt sjálfráða. Höfundur er sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Hvort röng uppbygging ökunáms sé orsök glannaaksturs unglinga er sjónarmið sem fleygt var fram í grein sem nýlega birtist í Fréttablaðinu. Sú hugsun var jafnframt sett fram að kostur fylgir að lækka ökuleyfisaldurinn því þá séu börnin ekki eins mótuð og taki því betur leiðbeiningum. Það kann að vera að margt megi betur fara í uppbyggingu og skipulagi ökunáms hér á Íslandi. Uppbygging ökunáms er ólík eftir löndum. Eins og fram kom í umræddri grein þá fá ungmenni í sumum ríkjum Bandaríkjanna ökuprófið fyrr en tíðkast hér á landi en þurfa að uppfylla ákveðin grundvallarskilyrði til þess að geta fengið full réttindi. Tilfinning mín er sú að umferðaröryggi á Íslandi standist illa samanburð við nágrannaþjóðir okkar. Vissulega má finna svæði þar sem umferðarmenning er vafasöm. Við akstur á erlendri grund minnist ég þess ekki að hafa upplifað tillitsleysi eða hættuástand. Slík reynsla er hins vegar ekki óalgeng hér á landi. Þótt eitthvað ákveðið ökunámskerfi hafi reynst vel úti í heimi er ekki þar með sagt að það reynist árangursríkt hér á landi. Einstök atriði sem gefið hafa góða raun annars staðar mætti skoða með það fyrir augum að taka upp í einhverri mynd. Sem dæmi nefnir greinarhöfundur að ungum ökumönnum leyfist ekki að hafa jafnaldra sína í bílnum aðra en fjölskyldumeðlimi fyrr en þeir hafa náð 21 árs aldri. Vandinn við þetta er sá að erfitt gæti reynst að framfylgja svona reglu. Ofsaakstur er ekki ökunáminu um að kenna eða uppbyggingu þess. Vandinn felst fyrst og fremst í viðhorfi ákveðins hóps ökumanna til annarra vegfarenda, skorti á virðingu, aga og dómgreindarleysi. Með það í huga að hegðun þessara ökumanna í umferðinni er hættuleg sjálfum þeim og öðrum og þá staðreynd að 17 ára ungmenni eiga talsvert í land með að ná fullum tilfinninga- og félagsþroska væri til bóta að hækka lágmarksaldur til ökuleyfis í 18 ár þegar einstaklingurinn verður jafnframt sjálfráða. Höfundur er sálfræðingur.