Tónlist

Jens Lekman til Íslands

Sænski tónlistarmaðurinn leikur á Íslandi um helgina. Hann hélt eftirminnilega tónleika á Airwaves í fyrra.
Sænski tónlistarmaðurinn leikur á Íslandi um helgina. Hann hélt eftirminnilega tónleika á Airwaves í fyrra. MYND/Kristin Lidell

Sænski tónlistarmaðurinn Jens Lekman er væntanlegur hingað til lands öðru sinni um næstu helgi. Lekman hefur verið bókaður til að syngja á tónleikum í tengslum við Reyfi, menningarhátíð í Norræna húsinu sem stendur frá 18. til 26. ágúst. Tónleikar Jens Lekman eru á föstudagskvöld og hefjast klukkan 22.30. Miðaverð er 1.700 krónur en sama kvöld leika einnig Ólöf Arnalds og Budam og gildir aðgangseyririnn á alla tónleikana. Kvöldið áður leikur norski tónlistarmaðurinn Magnet á tónleikum í Norræna húsinu með Hjaltalín.

Bæði Lekman og Magnet hafa leikið áður á Íslandi, á Iceland Airwaves-hátíðinni. Lekman hljóp í skarðið fyrir Jenny Wilson í fyrra og Magnet lék hér árið 2004. Nánari upplýsingar um Reyfi-hátíðina má fá á Reyfi.is. Miðasala fer fram á Miði.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.