Með góðum óskum Ragnhildur Vigfúsdóttir skrifar 28. ágúst 2007 06:00 Í langri bílferð um daginn sagði yngri dóttirin að ef hún fengi tíu óskir uppfylltar myndi hún ekki eyða þeim í sjálfselsku óskir. Síðan hófst upptalningin: Ég vildi óska þess að allir í heiminum væru góðir og það væru því engin stríð. Ég vildi óska að allir væru heilbrigðir. Ég vildi óska að allir ættu peninga. Þegar hér var komið sögu vildi eldri systirin fá nánari skýringar því það að eiga peninga væri allt of víðtækt. Niðurstaðan var sú að óskin snerist um það að allir hefðu að minnsta kosti í sig og á. Kannski af því að hún var trufluð í upptalningunni gekk henni illa með hinar sjö óskirnar. Hvað sem hún nefndi töldu samferðamenn iðulega vera anga af ósk sem þegar væri komin. Blessað barnið var líka ruglað í ríminu með spurningu um hvað læknar og hjúkrunarfræðingar ættu að gera þegar allir væru orðnir heilbrigðir. Hún taldi að þau hefðu nóg að gera við að lækna skrámur því fólk myndi enn meiða sig, en alls ekki lífshættulega. Svo fengjum við kvef og smá flensu, en alls ekkert alvarlegra. Þegar hún óskaði þess að engir skógareldar væru til (nýbúin að hlusta á fréttir af þeim grísku) tók hún fram að hún vissi að slökkviliðsmenn myndu þá missa vinnuna en þeir yrðu bara að finna sér eitthvað annað að gera. Hvað sem hún reyndi gat hún ekki borið fram tíu óskir. Göngum samanLíklegast er raunin sú að þrjár óskir nægja eins og í ævintýrunum forðum. Sem dyggur hlustandi ævintýra veit hún að hún getur hvenær sem er hitt á óskastund og er mjög meðvituð um að sóa ekki því einstaka tækifæri sem hún fær þá til að bæta heiminn. „Ef ég fengi eina ósk uppfyllta myndi ég óska þess að krabbamein væri ekki til," segir hún oft þegar óskir ber á góma. Ég óska þess að ósk hennar rætist, en meðan ég bíð eftir því vil ég leggja mitt af mörkum til þess að þær 170 konur sem greinast árlega með brjóstakrabbamein á Íslandi og allar hinar úti um allan heim, eigi von um bata eða a.m.k. von um langt og gott líf með krabbameini. Ég er ein af 22 konum í hópnum Göngum saman sem ætlar að taka þátt í 63 km göngu í New York í október næstkomandi á vegum Avon Foundation til að safna peningum til rannsókna á brjóstakrabbameini. Við höfum notað sumarið til að þjálfa okkur og safna peningum en hver og ein þarf að borga 1800 dollara fyrir þátttökuna. Við látum ekki staðar numið þar því við ætlum að skilja eftir sambærilega upphæð hér heima til að styrkja íslenska vísindamenn til rannsókna á brjóstakrabbameini. Samkeppni í líkn Það sem kom mér til dæmis á óvart að þjálfunin er mun meira mál fyrir mig en að safna peningum. Það versta sem getur gerst þegar beðið er um styrk er að fá nei. Það krefst hins vegar aga og mikillar vinnu að komast í gott form. Þegar ég skráði mig til leiks kveið ég meira fyrir þessu með peningana, gangan fannst mér ekkert mál. Ég rifjaði það upp að ég hefði ekki haft mikið fyrir Keflavíkurgöngunum hér í denn, en var þá bent á að sú síðasta sem ég fór í var líklega fyrir þrjátíu árum og lengstu gönguferðir mínar síðan verið í verslunarferðum í útlöndum. Eftir að hafa gengið 21 km í Glitnismaraþoni komst ég að því að gangan sjálf var ekkert mál. En daginn eftir gat ég varla stigið fram úr rúminu! Ergo, ég er ekki í nógu góðu formi. Ég fór á sigurhátíð Glitnis þegar líknarfélögunum voru afhent áheit úr maraþoninu. Við í Göngum saman vorum afar ánægðar með okkar hlut. Það kom mér þó á óvart hvað kynninum á samkomunni varð tíðrætt um samkeppni líknarfélaganna. Mér fannst það satt að segja ógeðfellt. Ég leit ekki svo á að við værum í innbyrðis samkeppni, en eins og kona sem var líka á samkomunni benti mér á, þá er ég svo ný í þessum líknarfélagabransa. Samkeppnin þar er líklega jafn hörð og úti á hinum almenna markaði. Eins og samkeppni Glitnis og Kaupþings kemur lítið við mig þá á ég erfitt með að hugsa mér krabbamein í samkeppni við hjartasjúkdóma, Sjónarhól í samkeppni við Barnaspítala Hringsins. Auðvitað reyndi ég að fá sem flesta til liðs við okkur og ekki var verra ef þeir voru starfsmenn Glitnis og fengu vegleg áheit frá bankanum. En ég reyndi ekki að hrinda vinkonum mínum sem hlupu fyrir Stígamót og Blátt áfram og koma þannig í veg fyrir að þau samtök sem einnig standa hjarta mínu nær fengju áheitin þeirra. Ég samgladdist öllum líknarfélögunum sem báru eitthvað úr býtum, en óskaði þess auðvitað að við fengjum sem mest. Ég vona að það sé það sem átt er við með heilbrigðri samkeppni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnhildur Vigfúsdóttir Mest lesið Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í langri bílferð um daginn sagði yngri dóttirin að ef hún fengi tíu óskir uppfylltar myndi hún ekki eyða þeim í sjálfselsku óskir. Síðan hófst upptalningin: Ég vildi óska þess að allir í heiminum væru góðir og það væru því engin stríð. Ég vildi óska að allir væru heilbrigðir. Ég vildi óska að allir ættu peninga. Þegar hér var komið sögu vildi eldri systirin fá nánari skýringar því það að eiga peninga væri allt of víðtækt. Niðurstaðan var sú að óskin snerist um það að allir hefðu að minnsta kosti í sig og á. Kannski af því að hún var trufluð í upptalningunni gekk henni illa með hinar sjö óskirnar. Hvað sem hún nefndi töldu samferðamenn iðulega vera anga af ósk sem þegar væri komin. Blessað barnið var líka ruglað í ríminu með spurningu um hvað læknar og hjúkrunarfræðingar ættu að gera þegar allir væru orðnir heilbrigðir. Hún taldi að þau hefðu nóg að gera við að lækna skrámur því fólk myndi enn meiða sig, en alls ekki lífshættulega. Svo fengjum við kvef og smá flensu, en alls ekkert alvarlegra. Þegar hún óskaði þess að engir skógareldar væru til (nýbúin að hlusta á fréttir af þeim grísku) tók hún fram að hún vissi að slökkviliðsmenn myndu þá missa vinnuna en þeir yrðu bara að finna sér eitthvað annað að gera. Hvað sem hún reyndi gat hún ekki borið fram tíu óskir. Göngum samanLíklegast er raunin sú að þrjár óskir nægja eins og í ævintýrunum forðum. Sem dyggur hlustandi ævintýra veit hún að hún getur hvenær sem er hitt á óskastund og er mjög meðvituð um að sóa ekki því einstaka tækifæri sem hún fær þá til að bæta heiminn. „Ef ég fengi eina ósk uppfyllta myndi ég óska þess að krabbamein væri ekki til," segir hún oft þegar óskir ber á góma. Ég óska þess að ósk hennar rætist, en meðan ég bíð eftir því vil ég leggja mitt af mörkum til þess að þær 170 konur sem greinast árlega með brjóstakrabbamein á Íslandi og allar hinar úti um allan heim, eigi von um bata eða a.m.k. von um langt og gott líf með krabbameini. Ég er ein af 22 konum í hópnum Göngum saman sem ætlar að taka þátt í 63 km göngu í New York í október næstkomandi á vegum Avon Foundation til að safna peningum til rannsókna á brjóstakrabbameini. Við höfum notað sumarið til að þjálfa okkur og safna peningum en hver og ein þarf að borga 1800 dollara fyrir þátttökuna. Við látum ekki staðar numið þar því við ætlum að skilja eftir sambærilega upphæð hér heima til að styrkja íslenska vísindamenn til rannsókna á brjóstakrabbameini. Samkeppni í líkn Það sem kom mér til dæmis á óvart að þjálfunin er mun meira mál fyrir mig en að safna peningum. Það versta sem getur gerst þegar beðið er um styrk er að fá nei. Það krefst hins vegar aga og mikillar vinnu að komast í gott form. Þegar ég skráði mig til leiks kveið ég meira fyrir þessu með peningana, gangan fannst mér ekkert mál. Ég rifjaði það upp að ég hefði ekki haft mikið fyrir Keflavíkurgöngunum hér í denn, en var þá bent á að sú síðasta sem ég fór í var líklega fyrir þrjátíu árum og lengstu gönguferðir mínar síðan verið í verslunarferðum í útlöndum. Eftir að hafa gengið 21 km í Glitnismaraþoni komst ég að því að gangan sjálf var ekkert mál. En daginn eftir gat ég varla stigið fram úr rúminu! Ergo, ég er ekki í nógu góðu formi. Ég fór á sigurhátíð Glitnis þegar líknarfélögunum voru afhent áheit úr maraþoninu. Við í Göngum saman vorum afar ánægðar með okkar hlut. Það kom mér þó á óvart hvað kynninum á samkomunni varð tíðrætt um samkeppni líknarfélaganna. Mér fannst það satt að segja ógeðfellt. Ég leit ekki svo á að við værum í innbyrðis samkeppni, en eins og kona sem var líka á samkomunni benti mér á, þá er ég svo ný í þessum líknarfélagabransa. Samkeppnin þar er líklega jafn hörð og úti á hinum almenna markaði. Eins og samkeppni Glitnis og Kaupþings kemur lítið við mig þá á ég erfitt með að hugsa mér krabbamein í samkeppni við hjartasjúkdóma, Sjónarhól í samkeppni við Barnaspítala Hringsins. Auðvitað reyndi ég að fá sem flesta til liðs við okkur og ekki var verra ef þeir voru starfsmenn Glitnis og fengu vegleg áheit frá bankanum. En ég reyndi ekki að hrinda vinkonum mínum sem hlupu fyrir Stígamót og Blátt áfram og koma þannig í veg fyrir að þau samtök sem einnig standa hjarta mínu nær fengju áheitin þeirra. Ég samgladdist öllum líknarfélögunum sem báru eitthvað úr býtum, en óskaði þess auðvitað að við fengjum sem mest. Ég vona að það sé það sem átt er við með heilbrigðri samkeppni.
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar