Svo skal böl bæta Árni Finnsson skrifar 19. september 2007 00:01 Nú verður ekki lengur hjá því komist að viðurkenna að loftslagsbreytingar eru staðreynd. Tugmilljónir manna munu flosna upp og lenda á vergangi verði ekki dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda hið fyrsta. Vísindasamfélagið er einhuga um að helminga verði útblástur í heiminum fyrir miðja þessa öld miðað við 1990. Enn eru þó nokkrar eftirlegukindur eftir sem ekkert vilja aðhafast. Eftir að hafa um áraraðir vitnað í hvern tóbaksvísindamanninn á fætur öðrum um markleysi loftslagsbreytinga vitna nú sumir hægrimenn ákaft til skrifa Bjørns Lomborgs – sem ekki dregur loftslagsbreytingar í efa. Heldur er kenning Lomborgs sú, að hvað sem loftslagsbreytingum líði, þá borgi sig ekki að gera neitt í málinu – það þýði ekkert og sé alltof dýrt. Að hans mati eru önnur vandamál meira knýjandi. „Svo skal böl bæta að benda á eitthvað annað,“ er rökfærsla Lomborgs. Til allrar hamingju eru slík sjónarmið ekki lengur ráðandi meðal hægrimanna. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur tekið forystu um alþjóðlegar aðgerðir um framhald Kyoto-bókunarinnar. Annar hægrimaður, Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar, beitir sér nú fyrir hækkun bensínskatts til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og telur loftslagsmálin mikilvægasta viðfangsefni sinnar ríkisstjórnar. Leiðtogi íhaldsmanna í Bretlandi keppir nú við Gordon Brown um hylli kjósenda með yfirboðum í loftslagsmálum. Sennilega er Geir H. Haarde eini leiðtogi hægrimanna í Evrópu sem enn hefur ekki látið að sér kveða í umræðu um loftslagsmál. Skýringin er vafalaust sú að innan Sjálfstæðisflokksins eru áhrifamiklir einstaklingar sem ekki má styggja og geta ekki viðurkennt að þeir höfðu rangt fyrir sér þegar þeir trúðu málpípum olíurisans Exxon Mobil. Þessir menn eru nú komnir í sömu stöðu og gömlu kommarnir sem ekki vildu viðurkenna tilvist Gúlagsins en töluðu þeim mun meira um illvirki Bandaríkjamanna. Lomborg er þessum hægrimönnum huggun harmi gegn – en það verður skammgóður vermir.Höfundur er formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Finnsson Tengdar fréttir Lyf og orka Tveir ráðherrar, iðnaðarráðherra og heilbrigðisráðherra, hafa nú með nokkurra daga bili lagt línur hvor á sínu sviði um mikilvægar kerfisbreytingar. Um jafn ólíka hluti og lyf og orku hafa þeir leitað lausna með því að leggja á ráðin um að brjóta upp skipulag sem ekki svarar kröfum nýs tíma. 19. september 2007 00:01 Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Sjá meira
Nú verður ekki lengur hjá því komist að viðurkenna að loftslagsbreytingar eru staðreynd. Tugmilljónir manna munu flosna upp og lenda á vergangi verði ekki dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda hið fyrsta. Vísindasamfélagið er einhuga um að helminga verði útblástur í heiminum fyrir miðja þessa öld miðað við 1990. Enn eru þó nokkrar eftirlegukindur eftir sem ekkert vilja aðhafast. Eftir að hafa um áraraðir vitnað í hvern tóbaksvísindamanninn á fætur öðrum um markleysi loftslagsbreytinga vitna nú sumir hægrimenn ákaft til skrifa Bjørns Lomborgs – sem ekki dregur loftslagsbreytingar í efa. Heldur er kenning Lomborgs sú, að hvað sem loftslagsbreytingum líði, þá borgi sig ekki að gera neitt í málinu – það þýði ekkert og sé alltof dýrt. Að hans mati eru önnur vandamál meira knýjandi. „Svo skal böl bæta að benda á eitthvað annað,“ er rökfærsla Lomborgs. Til allrar hamingju eru slík sjónarmið ekki lengur ráðandi meðal hægrimanna. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur tekið forystu um alþjóðlegar aðgerðir um framhald Kyoto-bókunarinnar. Annar hægrimaður, Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar, beitir sér nú fyrir hækkun bensínskatts til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og telur loftslagsmálin mikilvægasta viðfangsefni sinnar ríkisstjórnar. Leiðtogi íhaldsmanna í Bretlandi keppir nú við Gordon Brown um hylli kjósenda með yfirboðum í loftslagsmálum. Sennilega er Geir H. Haarde eini leiðtogi hægrimanna í Evrópu sem enn hefur ekki látið að sér kveða í umræðu um loftslagsmál. Skýringin er vafalaust sú að innan Sjálfstæðisflokksins eru áhrifamiklir einstaklingar sem ekki má styggja og geta ekki viðurkennt að þeir höfðu rangt fyrir sér þegar þeir trúðu málpípum olíurisans Exxon Mobil. Þessir menn eru nú komnir í sömu stöðu og gömlu kommarnir sem ekki vildu viðurkenna tilvist Gúlagsins en töluðu þeim mun meira um illvirki Bandaríkjamanna. Lomborg er þessum hægrimönnum huggun harmi gegn – en það verður skammgóður vermir.Höfundur er formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands.
Lyf og orka Tveir ráðherrar, iðnaðarráðherra og heilbrigðisráðherra, hafa nú með nokkurra daga bili lagt línur hvor á sínu sviði um mikilvægar kerfisbreytingar. Um jafn ólíka hluti og lyf og orku hafa þeir leitað lausna með því að leggja á ráðin um að brjóta upp skipulag sem ekki svarar kröfum nýs tíma. 19. september 2007 00:01
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar