Nýr kúrs á Mogga, kvenkyns leiðtogar, bensínstöð í Vatnsmýri, grísk ferja 26. janúar 2007 21:55 Margir ráku upp stór augu þegar þeir sáu forsíðu Morgunblaðsins í morgun. Þar var mynd af sakborningum í Baugsmálinu og fyrir neðan fyrirsögn með stríðsletri: Öll sýknuð. Var maður að ruglast - var þetta kannski Baugsmiðillinn Fréttablaðið? Nei, svo var ekki. Hvað er þá að gerast? Er þetta kannski bara til marks um nýja og djarfari framsetningu frétta á Morgunblaðinu - eða á maður að lesa einhver dýpri skilaboð í dæmið? Kannski að Styrmir Gunnarsson sem hvað harðast hefur pískað Baugsmálið áfram vilji nú efna til sátta? Það virðist líka nánast fullreynt að takist að dæma Baugsmenn fyrir nokkurn skapaðan hlut. Þeir sem verst fara út úr málinu er ákæruvaldið, einhvern virðast þeir Haraldur Johannessen, Jón B. Snorrasson og Sigurður Tómas hálf aumkunarverðir. Það mislukkast allt sem þeir koma nálægt. Það gefur sáttakenningunni svo vængi að á baksíðu Morgunblaðsins er stór frétt þar sem mikið er gert úr verðlagssvipu sem Bónus hefur brugðið á loft gagnvart framleiðendum og heildsölum. En hvernig er það annars - kaupir Bónus (og aðrar Baugsverslanir) ekki stóran hluta aðfanga í heildsölu hjá sjálfum sér? --- --- --- Áfram um Moggann sem hægrigaurarnir á Vef-Þjóðviljanum eru farnir að kalla dagblaðsútgáfu Veru - og spá nú gjaldþroti. Í Staksteinum var talað um tímamót sem kynnu að verða ef konur tækju við leiðtogaembættum hjá nokkrum stórþjóðum - Hilary Clinton í Bandaríkjunum, Ségolène Royal í Frakklandi, en fyrir er auðvitað Angela Merkel í Þýskalandi. Alveg rétt, þetta er spennandi framtíðarsýn. En var tilviljun að í Staksteinapistlinum var ekki minnst á Ingibjörgu Sólrúnu. Eða átti maður að lesa á milli línanna - rýna í súbtextann? --- --- --- Nú er komin byggð í Vatsmýrina, loksins. Hún er í formi bensínstöðvar sem hefur risið við suðurenda Hljómskálagarðsins og tekur þar ógurlegt flæmi. Maður keyrir um nýju Hringbrautinna, framhjá þessari bensínstöð, inni í miðri borg - maður gæti alveg eins verið staddur einhvers staðar á Vesturlandsveginum. Þetta er algjör óskapnaður. R-listinn færði okkur Hringbrautina. En gat Sjálfstæðisflokkurinn ekki stoppað bensínstöðina? Mér reiknast til að í Vesturborginni, innan við Rauðarárstíg séu sjö bensínstöðvar. Það mætti halda að þetta sé arðvænlegur bisness - en bæjarprýði er það ekki. --- --- --- Ég er sérfræðingur í grískum ferjum. Það er varla sú ferja sem siglir um Eyjahafið gríska sem ég hef ekki ferðast á. Skipið Aqua Jewel sem Vestmannaeyingar eru að íhuga að festa kaup á er gamall kunningi sem ég hef margsinnis siglt á. Mig minnir að skipið hafi ekki verið neitt framúrskarandi þægilegt og af því fór það orð að það ætti til að velta mikið ef gerði vind - sem er mjög algengt í kringum Mykonos og Paros þar sem Aqua Jewel hefur aðallega siglt. Þar var skipið í samkeppni við fley frá miklu stærri skipafélögum og hefur líklega orðið undir á endanum. Nú les ég reyndar á vefnum að á því hafi verð gerðar einhverjar endurbætur og veltingurinn sé ekki svo slæmur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Margir ráku upp stór augu þegar þeir sáu forsíðu Morgunblaðsins í morgun. Þar var mynd af sakborningum í Baugsmálinu og fyrir neðan fyrirsögn með stríðsletri: Öll sýknuð. Var maður að ruglast - var þetta kannski Baugsmiðillinn Fréttablaðið? Nei, svo var ekki. Hvað er þá að gerast? Er þetta kannski bara til marks um nýja og djarfari framsetningu frétta á Morgunblaðinu - eða á maður að lesa einhver dýpri skilaboð í dæmið? Kannski að Styrmir Gunnarsson sem hvað harðast hefur pískað Baugsmálið áfram vilji nú efna til sátta? Það virðist líka nánast fullreynt að takist að dæma Baugsmenn fyrir nokkurn skapaðan hlut. Þeir sem verst fara út úr málinu er ákæruvaldið, einhvern virðast þeir Haraldur Johannessen, Jón B. Snorrasson og Sigurður Tómas hálf aumkunarverðir. Það mislukkast allt sem þeir koma nálægt. Það gefur sáttakenningunni svo vængi að á baksíðu Morgunblaðsins er stór frétt þar sem mikið er gert úr verðlagssvipu sem Bónus hefur brugðið á loft gagnvart framleiðendum og heildsölum. En hvernig er það annars - kaupir Bónus (og aðrar Baugsverslanir) ekki stóran hluta aðfanga í heildsölu hjá sjálfum sér? --- --- --- Áfram um Moggann sem hægrigaurarnir á Vef-Þjóðviljanum eru farnir að kalla dagblaðsútgáfu Veru - og spá nú gjaldþroti. Í Staksteinum var talað um tímamót sem kynnu að verða ef konur tækju við leiðtogaembættum hjá nokkrum stórþjóðum - Hilary Clinton í Bandaríkjunum, Ségolène Royal í Frakklandi, en fyrir er auðvitað Angela Merkel í Þýskalandi. Alveg rétt, þetta er spennandi framtíðarsýn. En var tilviljun að í Staksteinapistlinum var ekki minnst á Ingibjörgu Sólrúnu. Eða átti maður að lesa á milli línanna - rýna í súbtextann? --- --- --- Nú er komin byggð í Vatsmýrina, loksins. Hún er í formi bensínstöðvar sem hefur risið við suðurenda Hljómskálagarðsins og tekur þar ógurlegt flæmi. Maður keyrir um nýju Hringbrautinna, framhjá þessari bensínstöð, inni í miðri borg - maður gæti alveg eins verið staddur einhvers staðar á Vesturlandsveginum. Þetta er algjör óskapnaður. R-listinn færði okkur Hringbrautina. En gat Sjálfstæðisflokkurinn ekki stoppað bensínstöðina? Mér reiknast til að í Vesturborginni, innan við Rauðarárstíg séu sjö bensínstöðvar. Það mætti halda að þetta sé arðvænlegur bisness - en bæjarprýði er það ekki. --- --- --- Ég er sérfræðingur í grískum ferjum. Það er varla sú ferja sem siglir um Eyjahafið gríska sem ég hef ekki ferðast á. Skipið Aqua Jewel sem Vestmannaeyingar eru að íhuga að festa kaup á er gamall kunningi sem ég hef margsinnis siglt á. Mig minnir að skipið hafi ekki verið neitt framúrskarandi þægilegt og af því fór það orð að það ætti til að velta mikið ef gerði vind - sem er mjög algengt í kringum Mykonos og Paros þar sem Aqua Jewel hefur aðallega siglt. Þar var skipið í samkeppni við fley frá miklu stærri skipafélögum og hefur líklega orðið undir á endanum. Nú les ég reyndar á vefnum að á því hafi verð gerðar einhverjar endurbætur og veltingurinn sé ekki svo slæmur.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun