Greiða 50% hærra verð en kennarar 30. mars 2007 20:00 Nemendur, í grunnskólum Akureyrar, þurfa að greiða 50% hærra verð fyrir skólamáltíðir en kennarar þeirra. Neytendasamtökin segja þetta skjóta skökku við. Bæjarráð Akureyrar samþykkti á síðasta fundi breytingar á verði skólamáltíða í leik- og grunnskólum. Verðið á máltíðum lækkar til samræmis við lækkun á virðisaukaskatti en eftir breytingarnar sitja nemendur og kennarar ekki við sama borð. Þannig samþykkti bærinn að tillögu skólanefndar að börnin greiði 309 kr. fyrir stakar heitar máltíðir en starfsmenn skólanna, svo sem kennarar, þurfa ekki að greiða nema 200 krónur fyrir hverja máltíð. Skólabörnin greiða sem sagt ríflega 50% meira fyrir hverja máltíð en kennarar þeirra. Elín Margrét Hallgrímsdóttir, formaður skólanefndar Akureyrarbæjar, segir að skýring þessa sé sú að að í kjarasamningum kennara sé tilgreint að þeir skuli aðeins borga fyrir hráefni hverrarmáltíðar. En pólitísk ákvörðun hafi verið tekin um að nemendur skólanna á Akureyri borgi þannig verð að standi undir öllum kostnaði. Í Reykjavík borga nemendur og kennarar sama gjald fyrir hverja máltíð, aðeins hráefniskostnað. Brynhildur Pétursdóttir starfsmaður Neytendasamtakanna þessi mismunun skjóti skökku við. Þótt mikilvægt sé að kennarar fái að borða á góðum kjörum séu til börn sem ekki fái nóg að borða heima hjá sér. Helst ættu nemendur að fá ókeypis máltíðir eins og Svíar hafi boðið skólabörnum up á í áratugi. Daníel Freyr Jónsson formaður Bandalags kennara á Norðurlandi eystra segir að í kjarasamningum þeirra sé sérstaklega getið um hámarksverð sem þeir greiði fyrir heitar máltíðir en sveitarfélögin ráði verði máltíða fyrir nemendur. Því kunni sú staða að koma upp að í einu sveitarfélagi borgi nemendur og kennarar sama verð fyrir matinn en í öðru sé munurinn eins og þessu tilviki. Hann tekur undir með Brynhildi að öll skólabörn ættu að fá fríar máltíðir en Kennarasambandið eigi eftir að taka upp þá umræðu. Innlent Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Fleiri fréttir Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Sjá meira
Nemendur, í grunnskólum Akureyrar, þurfa að greiða 50% hærra verð fyrir skólamáltíðir en kennarar þeirra. Neytendasamtökin segja þetta skjóta skökku við. Bæjarráð Akureyrar samþykkti á síðasta fundi breytingar á verði skólamáltíða í leik- og grunnskólum. Verðið á máltíðum lækkar til samræmis við lækkun á virðisaukaskatti en eftir breytingarnar sitja nemendur og kennarar ekki við sama borð. Þannig samþykkti bærinn að tillögu skólanefndar að börnin greiði 309 kr. fyrir stakar heitar máltíðir en starfsmenn skólanna, svo sem kennarar, þurfa ekki að greiða nema 200 krónur fyrir hverja máltíð. Skólabörnin greiða sem sagt ríflega 50% meira fyrir hverja máltíð en kennarar þeirra. Elín Margrét Hallgrímsdóttir, formaður skólanefndar Akureyrarbæjar, segir að skýring þessa sé sú að að í kjarasamningum kennara sé tilgreint að þeir skuli aðeins borga fyrir hráefni hverrarmáltíðar. En pólitísk ákvörðun hafi verið tekin um að nemendur skólanna á Akureyri borgi þannig verð að standi undir öllum kostnaði. Í Reykjavík borga nemendur og kennarar sama gjald fyrir hverja máltíð, aðeins hráefniskostnað. Brynhildur Pétursdóttir starfsmaður Neytendasamtakanna þessi mismunun skjóti skökku við. Þótt mikilvægt sé að kennarar fái að borða á góðum kjörum séu til börn sem ekki fái nóg að borða heima hjá sér. Helst ættu nemendur að fá ókeypis máltíðir eins og Svíar hafi boðið skólabörnum up á í áratugi. Daníel Freyr Jónsson formaður Bandalags kennara á Norðurlandi eystra segir að í kjarasamningum þeirra sé sérstaklega getið um hámarksverð sem þeir greiði fyrir heitar máltíðir en sveitarfélögin ráði verði máltíða fyrir nemendur. Því kunni sú staða að koma upp að í einu sveitarfélagi borgi nemendur og kennarar sama verð fyrir matinn en í öðru sé munurinn eins og þessu tilviki. Hann tekur undir með Brynhildi að öll skólabörn ættu að fá fríar máltíðir en Kennarasambandið eigi eftir að taka upp þá umræðu.
Innlent Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Fleiri fréttir Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Sjá meira