Eiður: Ekkert El Clásico án Ronaldinho 20. desember 2007 15:43 Eiður og Ronaldinho eru góðir félagar NordicPhotos/GettyImages Eiður Smári Guðjohnsen segist vonast til að fá tækifæri til að koma við sögu í "El Clásico" á sunnudaginn, en það er risaslagur Barcelona og Real Madrid í spænska boltanum. Í samtali við Sport á Spáni kemur fram að Eiður hafi tileinkað vini sínum Ronaldinho mark sitt gegn Valencia á dögunum, en Brasilíumaðurinn hefur reyndar oft leikið betur en undanfarið. Leo Messi mun missa af leiknum vegna meiðsla og þá er Thierry Henry tæpur. "Allir vita hvað mér finnst um Ronaldinho og það er mjög erfitt að ímynda sér þennan leik án hans," sagði Eiður, sem enn hefur ekki náð að vinna sigur á þeim hvítklæddu eftir að Barcelona tapaði og gerði jafntefli í rimmunum tveimur í deildinni á síðustu leiktíð. "Einu sinni er allt fyrst," sagði Eiður og glotti. "Auðvitað vona ég að ég fái að spila a.m.k. nokkrar mínútur í þessum leik og ég er ekki einn um það. Allir vilja taka þátt í þessum leik," sagði Eiður. Nú er bara að bíða og sjá hvort Eiður fær tækifæri um helgina, en meiðslalisti Barcelona hefur heldur verið að styttast undanfarið og menn eins og Toure, Deco, Eto´o og Henry allir að koma til. Eiður var líka spurður að því hvaða leikmaður spilaði stærsta hlutverkið í liði Real Madrid fyrir leikinn um helgina og nefndi þar markvörðinn Iker Casillas sem hefur verið í fínu formi undanfarið. "Real er með frábært lið og valinn mann í hverju rúmi. Styrkleiki liðsins er líka sá að liðið virðist geta náð að vinna leiki þrátt fyrir að vera ekki að spila sérstaklega vel," sagði Eiður. "Casillas er einn áhrifamesti leikmaðurinn í þeirra liði," sagði hann og bætti við að leikmenn Barcelona myndu "berjast til síðasta manns" um helgina. Spænskir fjölmiðlar hallast frekar að því að Eiður Smári fái jafnvel tækifæri í byrjunarliðinu í stórleiknum um helgina og byggja þá kenningu á því sem þeir hafa séð á æfingum hjá Katalóníuliðinu í dag. Þar virtust þeir Deco og Ronaldinho ekki vera inni í myndinni hjá þjálfaranum Frank Rijkaard og blaðamenn ytra leiða líkum að því að annar eða jafnvel báðir verði á tréverkinu á sunnudaginn. Leikurinn á sunnudaginn verður sýndur beint á Sýn klukkan 17:50 og þar ættu heimamenn að vera sigurstranglegir ef tekið er mark af sögunni, því liðið er með 100% árangur þar á leiktíðinni og hefur aðeins tvisvar tapað fyrir Real á heimavelli á síðustu 24 árum. Spænski boltinn Mest lesið Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Enski boltinn Messi og Miami MLS-meistarar Fótbolti „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Handbolti „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ Handbolti Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen segist vonast til að fá tækifæri til að koma við sögu í "El Clásico" á sunnudaginn, en það er risaslagur Barcelona og Real Madrid í spænska boltanum. Í samtali við Sport á Spáni kemur fram að Eiður hafi tileinkað vini sínum Ronaldinho mark sitt gegn Valencia á dögunum, en Brasilíumaðurinn hefur reyndar oft leikið betur en undanfarið. Leo Messi mun missa af leiknum vegna meiðsla og þá er Thierry Henry tæpur. "Allir vita hvað mér finnst um Ronaldinho og það er mjög erfitt að ímynda sér þennan leik án hans," sagði Eiður, sem enn hefur ekki náð að vinna sigur á þeim hvítklæddu eftir að Barcelona tapaði og gerði jafntefli í rimmunum tveimur í deildinni á síðustu leiktíð. "Einu sinni er allt fyrst," sagði Eiður og glotti. "Auðvitað vona ég að ég fái að spila a.m.k. nokkrar mínútur í þessum leik og ég er ekki einn um það. Allir vilja taka þátt í þessum leik," sagði Eiður. Nú er bara að bíða og sjá hvort Eiður fær tækifæri um helgina, en meiðslalisti Barcelona hefur heldur verið að styttast undanfarið og menn eins og Toure, Deco, Eto´o og Henry allir að koma til. Eiður var líka spurður að því hvaða leikmaður spilaði stærsta hlutverkið í liði Real Madrid fyrir leikinn um helgina og nefndi þar markvörðinn Iker Casillas sem hefur verið í fínu formi undanfarið. "Real er með frábært lið og valinn mann í hverju rúmi. Styrkleiki liðsins er líka sá að liðið virðist geta náð að vinna leiki þrátt fyrir að vera ekki að spila sérstaklega vel," sagði Eiður. "Casillas er einn áhrifamesti leikmaðurinn í þeirra liði," sagði hann og bætti við að leikmenn Barcelona myndu "berjast til síðasta manns" um helgina. Spænskir fjölmiðlar hallast frekar að því að Eiður Smári fái jafnvel tækifæri í byrjunarliðinu í stórleiknum um helgina og byggja þá kenningu á því sem þeir hafa séð á æfingum hjá Katalóníuliðinu í dag. Þar virtust þeir Deco og Ronaldinho ekki vera inni í myndinni hjá þjálfaranum Frank Rijkaard og blaðamenn ytra leiða líkum að því að annar eða jafnvel báðir verði á tréverkinu á sunnudaginn. Leikurinn á sunnudaginn verður sýndur beint á Sýn klukkan 17:50 og þar ættu heimamenn að vera sigurstranglegir ef tekið er mark af sögunni, því liðið er með 100% árangur þar á leiktíðinni og hefur aðeins tvisvar tapað fyrir Real á heimavelli á síðustu 24 árum.
Spænski boltinn Mest lesið Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Enski boltinn Messi og Miami MLS-meistarar Fótbolti „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Handbolti „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ Handbolti Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Sjá meira