Hugsanlegt að bankar sameinist 9. janúar 2008 00:01 Breski bankinn Northern Rock er einn þeirra sem hefur orðið illa úti í kjölfar mikillar og á tíðum óábyrgrar útlánastefnu. Bankinn hefur þurft að nýta sér nokkrum sinnum neyðarlán Englandsbanka til að forða sér frá lausafjárþurrð og hlaupa lánin á milli 25 til 30 milljörðum punda, jafnvirði allt að 3.700 milljarða íslenskra króna. Markaðurinn/AFP Fasteignabólan og lausafjárþurrðin á rót að rekja að mestu til mikillar vanskilaaukningar á svokölluðum undirmálslánum (e. sub-prime) í Bandaríkjunum frá því snemma á síðasta ári. Lántakar voru flestir einstaklingar sem alla jafna hafa lágar tekjur, lítið greiðsluhæfi og ekki átt aðgang að venjulegum íbúðalánum. Lán til þessa hóps hafa skiljanlega þótt áhættusamari en önnur lán og bera því hærri vexti þar sem reiknað er með meiri vanskilum af þeim en venjulegum lánum. Afborganir af lánum sem þessum voru lágar í fyrstu en fóru hækkandi eftir því sem á leið, gjarnan eftir tvö ár. Þegar heildarvaxtabyrði lenti á lántaka af fullum þunga varð róðurinn eðlilega erfiður fyrir stóran hóp lántaka sem hafði lítið milli handanna. Þegar vísbendingar um aukin vanskil á þessum undirmálslánamarkaði komu fram á vordögum nýliðins árs kom í ljós að útlán fyrirtækjanna náðu út fyrir þann ramma sem þeim var settur. Í einhverjum tilvikum mun eldri borgurum hafa verið veitt lán sem þessi til endurfjármögnunar, jafnvel sjúklingum eða einstaklingum sem áttu erfitt með að skilja smáa letrið. Í öðrum tilvikum voru litlar kvaðir á lántaka að þeir sýndu fram á eignir til trygginga eða tryggar tekjur. Skrúfað hefur verið fyrir lánveitingar sem þessar að miklu leyti og útlánareglur hertar til muna. Íbúðabréfum fjármálafyrirtækjanna var vöndlað saman með flóknum fjármálagerningum, sem komið hefur á daginn að fáir skildu, en báru væntingar um háa vexti þegar nær dró skuldadögum. Þegar vanskil tóku að aukast á undirmálslánamarkaði vestanhafs síðasta vor og fram eftir ári hrundi spilaborgin á skömmum tíma. Þeir bankar og fjármálafyrirtæki sem fest höfðu kaup á lánavöndlum sem samanstóðu að stóru leyti af bandarískum undirmálslánum neyddust til að horfa upp á mikla eignarýrnun. Þrír af stærstu bönkum Bandaríkjanna hafa til að mynda afskrifað tæpa 100 milljarða dala, jafnvirði rúmra sex þúsund milljarða íslenskra króna, úr bókum sínum af þessum sökum á þriðja ársfjórðungi. Reiknað er með að allt að þriðjungi lægri upphæð fari á afskriftareikninginn fyrir síðasta fjórðung ársins. Þá eru ótaldar afskriftir fleiri banka vestanhafs og kollega þeirra í öðrum löndum. Bankastjórar margra þeirra hafa verið látnir taka poka sína í kjölfarið. Afskriftirnar hafa sett stórt skarð í afkomutölur fjármálafyrirtækjanna og gengi margra þeirra fallið um allt að fimmtíu prósent. Það gerir fyrirtækin að aðlaðandi fjárfestingakostum og telja fjárfestar því að vel megi búast við yfirtökum og jafnvel samruna banka og fjármálafyrirtækja víða um heim í meiri mæli á næstunni af þessum sökum. Undir smásjánni Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Fasteignabólan og lausafjárþurrðin á rót að rekja að mestu til mikillar vanskilaaukningar á svokölluðum undirmálslánum (e. sub-prime) í Bandaríkjunum frá því snemma á síðasta ári. Lántakar voru flestir einstaklingar sem alla jafna hafa lágar tekjur, lítið greiðsluhæfi og ekki átt aðgang að venjulegum íbúðalánum. Lán til þessa hóps hafa skiljanlega þótt áhættusamari en önnur lán og bera því hærri vexti þar sem reiknað er með meiri vanskilum af þeim en venjulegum lánum. Afborganir af lánum sem þessum voru lágar í fyrstu en fóru hækkandi eftir því sem á leið, gjarnan eftir tvö ár. Þegar heildarvaxtabyrði lenti á lántaka af fullum þunga varð róðurinn eðlilega erfiður fyrir stóran hóp lántaka sem hafði lítið milli handanna. Þegar vísbendingar um aukin vanskil á þessum undirmálslánamarkaði komu fram á vordögum nýliðins árs kom í ljós að útlán fyrirtækjanna náðu út fyrir þann ramma sem þeim var settur. Í einhverjum tilvikum mun eldri borgurum hafa verið veitt lán sem þessi til endurfjármögnunar, jafnvel sjúklingum eða einstaklingum sem áttu erfitt með að skilja smáa letrið. Í öðrum tilvikum voru litlar kvaðir á lántaka að þeir sýndu fram á eignir til trygginga eða tryggar tekjur. Skrúfað hefur verið fyrir lánveitingar sem þessar að miklu leyti og útlánareglur hertar til muna. Íbúðabréfum fjármálafyrirtækjanna var vöndlað saman með flóknum fjármálagerningum, sem komið hefur á daginn að fáir skildu, en báru væntingar um háa vexti þegar nær dró skuldadögum. Þegar vanskil tóku að aukast á undirmálslánamarkaði vestanhafs síðasta vor og fram eftir ári hrundi spilaborgin á skömmum tíma. Þeir bankar og fjármálafyrirtæki sem fest höfðu kaup á lánavöndlum sem samanstóðu að stóru leyti af bandarískum undirmálslánum neyddust til að horfa upp á mikla eignarýrnun. Þrír af stærstu bönkum Bandaríkjanna hafa til að mynda afskrifað tæpa 100 milljarða dala, jafnvirði rúmra sex þúsund milljarða íslenskra króna, úr bókum sínum af þessum sökum á þriðja ársfjórðungi. Reiknað er með að allt að þriðjungi lægri upphæð fari á afskriftareikninginn fyrir síðasta fjórðung ársins. Þá eru ótaldar afskriftir fleiri banka vestanhafs og kollega þeirra í öðrum löndum. Bankastjórar margra þeirra hafa verið látnir taka poka sína í kjölfarið. Afskriftirnar hafa sett stórt skarð í afkomutölur fjármálafyrirtækjanna og gengi margra þeirra fallið um allt að fimmtíu prósent. Það gerir fyrirtækin að aðlaðandi fjárfestingakostum og telja fjárfestar því að vel megi búast við yfirtökum og jafnvel samruna banka og fjármálafyrirtækja víða um heim í meiri mæli á næstunni af þessum sökum.
Undir smásjánni Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira