Þörf á þriðja sæstrengnum eftir fimm ár 13. febrúar 2008 00:01 Guðmundur Gunnarsson „Ef bjartsýnustu áætlanir um netþjónabú og fleira ganga eftir, þá þarf að bæta við nýjum streng eftir fimm ár.“ Það verður byrjað að leggja strenginn í ágúst. Þetta ætti að taka um þrjá mánuði og meiningin er að hann verði tekinn í notkun í janúar á næsta ári,“ segir Guðmundur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Farice, um nýjan fjarskiptasæstreng, Danice. Danice verður þriðji ljósleiðarastrengurinn sem flytur internetumferð til og frá landinu og sá sem mun hafa langmesta burðargetu. Hinir eru Farice 1 og leggur úr strengnum Cantat 3, sem liggur þvert yfir Atlantshafið. Grænlendingar hyggjast leggja hingað streng auk þess sem fyrirtæki Kenneths Peterson, Hibernia Atlantic, hefur lýst því yfir að til standi að leggja hingað streng frá Írlandi. Rætt hefur verið um að trygg og örugg netsamskipti séu algjör forsenda fyrir ýmiss konar starfsemi, eins og netþjónabúa, erlendra sem innlendra, auk þess sem Ísland verði seint alþjóðleg fjármálamiðstöð nema þessi mál séu í lagi.Dýrar framkvæmdirBjarni Þorvarðarson Við förum eftir samkeppnislandslaginu og hvernig gengur að fá netþjónabúin til landsins og hvaða tengingar þau kalla á.„Það er verið að framleiða strenginn og við erum að ljúka við botnrannsóknirnar,“ segir Guðmundur Gunnarsson um nýja strenginn Danice. Hann bendir á að Farice-strengurinn sé ekki fullnýttur, þrátt fyrir að vinna við að leggja nýjan streng sé hafin. „Nei, hann er í raun mjög lítið nýttur. En við höfum þurft á þessari varaleið að halda. Við erum að fara að selja þjónustu til netþjónabúa. Þau gera kröfu um varaleið og mikinn uppitíma. Það er auðvitað ástæðan fyrir þessum nýja streng,“ segir Guðmundur Gunnarsson.Cantat 3 er kominn til ára sinna og hefur ítrekað bilað. Stundum hefur hann verið óvirkur dögum, jafnvel vikum saman. Ljóst má því vera að netsamband landsmanna færist óðum í betra horf.Fleiri strengir?„Ef bjartsýnustu áætlanir um netþjónabú og fleira ganga eftir, þá þarf að bæta við nýjum streng eftir fimm ár,“ segir Guðmundur Gunnarsson. Hann segir þó óvíst að Farice leggi í þá framkvæmd, fleiri séu um hituna og minnir meðal annars á áform um sæstreng Hibernia Atlantic. Hugmyndir hafa verið um að leggja streng hingað frá Írlandi. Guðmundur segist ekki óttast þá samkeppni. „Þegar Danice er kominn, þá verður það svo sem engin endanleg lausn. Því eins og ég sagði, þá verður þörf á þriðja strengnum. Það verður í rauninni bara hið ágætasta mál ef þeir leggja hingað streng.“ En þær áætlanir virðast þó vera farnar í salt um sinn. „Við förum bara eftir samkeppnislandslaginu og hvernig gengur að fá netþjónabúin til landsins og hvaða tengingar þau kalla á,“ segir Bjarni Þorvarðarson, forstjóri Hibernia Atlantic. En búið var að boða að strengurinn yrði tekinn í notkun í haust.„Við vorum í viðræðum við ríkið en svo ákvað það að taka aðra stefnu í haust. Það er afar lítið spennandi að fara í samkeppni við ríkið í þessum efnum eins og er. Við höldum bara áfram okkar vinnu,“ segir Bjarni og bætir því við að nú sé leitað að heppilegum landtökustað fyrir Hibernia-strenginn, en botnrannsóknir milli landanna séu ekki hafnar enn. Bjarni bætir því við að líklegur landtökustaður verði á Reykjanesi, þegar þar að kemur.Stórviðskipti fram undan„Við höfum þegar tryggt okkur stórviðskipti. Það er fyrsta netþjónabúið sem er að hefja hér starfsemi,“ segir Guðmundur Gunnarsson. Þar er um að ræða netþjónabú, eða gagnaver, Verne Holding sem verður á gamla varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Það er að hluta í eigu Novator, félags Björgólfs Thors Björgólfssonar.Haft hefur verið eftir Vilhjálmi Þorsteinssyni, stjórnarformanni Verne Holding, að starfsmenn þar verði á annað hundrað og búið geti orðið meðal þeirra tuttugu stærstu í heiminum. Hugmyndin er að það taki til starfa um næstu áramót.Einnig hafa aðilar frá netrisanum Yahoo komið hingað til lands til að kynna sér möguleikana. Þá hafa enn fleiri erlendir aðilar leitað hófanna hér um starfsemi. Þórður Hilmarsson, framkvæmdastjóri Fjárfestingastofu Íslands, staðfestir það, en vill ekki gefa upp hverjir hafi sýnt því áhuga. „Áhuginn á þessu er alveg gríðarlegur úti í heimi. Ég er ekki í nokkrum vafa um það að það eiga eftir að koma hingað fleiri netþjónabú. Viðræður eru hafnar en það er ekkert naglfast. En við erum að ræða við fleiri en einn aðila. Það er hins vegar óvíst hvenær því lýkur, við höfum okkar áætlanir um það. Fyrsta netþjónabúið er að fara í rekstur eftir ár. Við erum nú nokkuð bjartsýnir á að næsta bú geti hafið starfsemi hér innan tveggja ára,“ segir Guðmundur Gunnarsson hjá Farice.Hann segir að Grænlandsumferðin verði flutt til Evrópu, samið hafi verið um það. En það sé ekki teljandi umferð, enda séu Grænlendingar fáir.Bætt staða háskólannaRannsókna- og háskólanetið (RHnet) hefur verið á Cantat. Guðmundur Gunnarsson segir flest benda til þess að RHnetið verði komið á Farice innan skamms. „Þá fá þeir verulega svera pípu til útlanda. Það hefur kannski staðið þeim eitthvað fyrir þrifum, að geta tekið þátt í rannsóknarstörfum og slíku. Það er sjálfsagt að nýta leiðirnar. Það er nóg pláss hjá okkur ennþá.“Fram hefur komið í fjölmiðlum að kostnaður Rannsókna- og háskólanets Íslands af nettengingum myndi sexfaldast yrðu samböndin færð yfir á Farice-strenginn.Í bréfi sem Maríus Ólafsson, netstjóri RHnets, sendi frá sér fyrir nokkrum mánuðum kemur fram að heildarvelta RHnets sé 38 milljónir króna á ári. Yrðu tengingarnar færðar yfir á Farice myndi kostnaður við nettengingar einar og sér nema hátt í 180 miljónum króna.Jón Ingi Einarsson, framkvæmdastjóri RHnets, vill lítið tjá sig um þetta en segir að nú virðist vilji stjórnvalda til þess að greiða leið RHnetsins vera ríkari en áður.Langtímafjárfestingar„Fjárfestingin er milli sex og sjö milljarðar króna og það eru eigendur Farice sem borga, en svo verður það líka lánsfé,“ segir Guðmundur um nýja strenginn.Bjarni Þorvarðarson, forstjóri Hibernia Atlantic, gerir ráð fyrir að sæstrengur frá Írlandi og hingað til lands kosti um 50 milljónir Bandaríkjadala, þegar hann verður lagður. Það nemur um 3,4 milljörðum króna.Á sínum tíma kostaði Farice 1 þrjá og hálfan til fjóra milljarða króna. „Hann hefur aðeins verið greiddur með almennri umferð. Við erum fá hér, svo notkunin hefur ekki verið mikil,“ segir Guðmundur Gunnarsson hjá Farice.„Fjárfestingin í Danice hefur þau áhrif í fyrsta lagi að við erum að fara að selja þessum netþjónabúum umferð. Það hefur þau áhrif til lengri tíma að almenn umferð verður ódýrari. Umferð fyrir okkur almenning kostar minna eða almennir notendur fá meira gagnamagn fyrir sama verð. Ég legg áherslu á að það er ekki hægt að líta á þetta sem verkefni sem eigi að borga sig upp á tveimur til þremur árum, þetta er langtímafjárfesting. Þetta er eins og hver annar þjóðvegur. Þetta er þjóðvegur fyrir þessa umferð til útlanda. Ef hann er ekki í lagi þá er þjóðfélagið bara á hliðinni,“ segir Guðmundur.MIKLIR HAGSMUNIRÁður en ákveðið var að ráðast í lagningu Danice-strengsins komst ráðgjafarfyrirtækið ParX að því að þjóðhagslegt tap af ótryggum netsamböndum Íslands við umheiminn gæti numið hátt í 30 milljörðum króna á örfáum árum. Því yrði að ráðast í nýjan streng. Líklega væru ekki nema um átta ár eftir af líftíma Cantat-strengsins. Eftir það yrði fátt um varasambönd ef Farice bilaði.Skýrsluhöfundar sögðu að öryggi fjarskiptaumferðar á netinu til og frá landinu væri ekki nóg. Til að menn gætu treyst samböndum mætti sambandsrof ekki vara lengur en fimm mínútur á ári. Svo er ekki nú, og sögðu þeir mörg tækifæri glatast sem sækja mætti með öruggari tengingum. Þar mætti nefna fjármálaþjónustu, heilbrigðisþjónustu og líftækni, fjarskiptaþjónustu, framleiðslu og viðskiptakerfi, umsýslu rafrænna viðskiptakerfa, rekstur gagnabanka og ýmislegt fleira.Hverjir hagnast?Ljóst er að þjóðarbúið allt hagnast af því að fjarskiptasambönd Íslands við umheiminn séu trygg. Þá hefur ítrekað verið bent á að rekstur ýmiss konar netþjónabúa yrði góð viðbót við aðra atvinnustarfsemi hérlendis. Fjöldi nýrra starfa gæti orðið til. Ýmis fjölþjóðleg fyrirtæki hafa sýnt því áhuga á að koma hingað með sína starfsemi auk þess sem Markaðnum er kunnugt um nokkra innlenda aðila sem hyggjast róa á svipuð mið. En hvers vegna skyldu netþjónabúin vilja koma hingað? Ekki síst í ljósi þess að sambönd hér hafa reynst ótrygg undanfarin ár.Jón Ingi Einarsson hjá RHneti hefur bent á að til þess að fullnægja ítrustu kröfum netþjónabúa þurfi að liggja héðan tveir strengir til vesturs og aðrir tveir til austurs.Guðmundur Gunnarsson, hjá Farice, fullyrðir hins vegar að með Danice verði nægt fjarskiptaöryggi fyrir netþjónabúin.Einnig hefur verið bent á að hér geti þessi fyrirtæki fengið aðgang að ódýrri raforku. Á heitari stöðum heimsins fari mikill hluti þeirrar orku sem netþjónabú nota til kælingar. Sá kostnaður yrði umtalsvert minni hér. Netþjónabú nota töluvert af raforku, þó lítið í samanburði við álver, en fram hefur komið að orkufyrirtækin vilji gjarnan beina viðskiptum sínum í þessa átt; auglýsa „græna orku“ fyrir þessa starfsemi.Þá sé hátt menntastig hér á landi og erlend fyrirtæki gætu fundið hæft starfsfólk hér. Á móti hafa viðmælendur Markaðarins bent á að þótt tölvurnar sjálfar yrðu geymdar hér á landi gætu erlend fyrirtæki stýrt þeim að utan. Ekki sé því gefið að tugir eða hundruð háskólamenntaðs fólks starfi við öll netþjónabú. Í sumum tilvikum þyrfti ef til vill einungis starfsfólk til að tryggja að kveikt væri á tölvunum. Undir smásjánni Úttekt Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Það verður byrjað að leggja strenginn í ágúst. Þetta ætti að taka um þrjá mánuði og meiningin er að hann verði tekinn í notkun í janúar á næsta ári,“ segir Guðmundur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Farice, um nýjan fjarskiptasæstreng, Danice. Danice verður þriðji ljósleiðarastrengurinn sem flytur internetumferð til og frá landinu og sá sem mun hafa langmesta burðargetu. Hinir eru Farice 1 og leggur úr strengnum Cantat 3, sem liggur þvert yfir Atlantshafið. Grænlendingar hyggjast leggja hingað streng auk þess sem fyrirtæki Kenneths Peterson, Hibernia Atlantic, hefur lýst því yfir að til standi að leggja hingað streng frá Írlandi. Rætt hefur verið um að trygg og örugg netsamskipti séu algjör forsenda fyrir ýmiss konar starfsemi, eins og netþjónabúa, erlendra sem innlendra, auk þess sem Ísland verði seint alþjóðleg fjármálamiðstöð nema þessi mál séu í lagi.Dýrar framkvæmdirBjarni Þorvarðarson Við förum eftir samkeppnislandslaginu og hvernig gengur að fá netþjónabúin til landsins og hvaða tengingar þau kalla á.„Það er verið að framleiða strenginn og við erum að ljúka við botnrannsóknirnar,“ segir Guðmundur Gunnarsson um nýja strenginn Danice. Hann bendir á að Farice-strengurinn sé ekki fullnýttur, þrátt fyrir að vinna við að leggja nýjan streng sé hafin. „Nei, hann er í raun mjög lítið nýttur. En við höfum þurft á þessari varaleið að halda. Við erum að fara að selja þjónustu til netþjónabúa. Þau gera kröfu um varaleið og mikinn uppitíma. Það er auðvitað ástæðan fyrir þessum nýja streng,“ segir Guðmundur Gunnarsson.Cantat 3 er kominn til ára sinna og hefur ítrekað bilað. Stundum hefur hann verið óvirkur dögum, jafnvel vikum saman. Ljóst má því vera að netsamband landsmanna færist óðum í betra horf.Fleiri strengir?„Ef bjartsýnustu áætlanir um netþjónabú og fleira ganga eftir, þá þarf að bæta við nýjum streng eftir fimm ár,“ segir Guðmundur Gunnarsson. Hann segir þó óvíst að Farice leggi í þá framkvæmd, fleiri séu um hituna og minnir meðal annars á áform um sæstreng Hibernia Atlantic. Hugmyndir hafa verið um að leggja streng hingað frá Írlandi. Guðmundur segist ekki óttast þá samkeppni. „Þegar Danice er kominn, þá verður það svo sem engin endanleg lausn. Því eins og ég sagði, þá verður þörf á þriðja strengnum. Það verður í rauninni bara hið ágætasta mál ef þeir leggja hingað streng.“ En þær áætlanir virðast þó vera farnar í salt um sinn. „Við förum bara eftir samkeppnislandslaginu og hvernig gengur að fá netþjónabúin til landsins og hvaða tengingar þau kalla á,“ segir Bjarni Þorvarðarson, forstjóri Hibernia Atlantic. En búið var að boða að strengurinn yrði tekinn í notkun í haust.„Við vorum í viðræðum við ríkið en svo ákvað það að taka aðra stefnu í haust. Það er afar lítið spennandi að fara í samkeppni við ríkið í þessum efnum eins og er. Við höldum bara áfram okkar vinnu,“ segir Bjarni og bætir því við að nú sé leitað að heppilegum landtökustað fyrir Hibernia-strenginn, en botnrannsóknir milli landanna séu ekki hafnar enn. Bjarni bætir því við að líklegur landtökustaður verði á Reykjanesi, þegar þar að kemur.Stórviðskipti fram undan„Við höfum þegar tryggt okkur stórviðskipti. Það er fyrsta netþjónabúið sem er að hefja hér starfsemi,“ segir Guðmundur Gunnarsson. Þar er um að ræða netþjónabú, eða gagnaver, Verne Holding sem verður á gamla varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Það er að hluta í eigu Novator, félags Björgólfs Thors Björgólfssonar.Haft hefur verið eftir Vilhjálmi Þorsteinssyni, stjórnarformanni Verne Holding, að starfsmenn þar verði á annað hundrað og búið geti orðið meðal þeirra tuttugu stærstu í heiminum. Hugmyndin er að það taki til starfa um næstu áramót.Einnig hafa aðilar frá netrisanum Yahoo komið hingað til lands til að kynna sér möguleikana. Þá hafa enn fleiri erlendir aðilar leitað hófanna hér um starfsemi. Þórður Hilmarsson, framkvæmdastjóri Fjárfestingastofu Íslands, staðfestir það, en vill ekki gefa upp hverjir hafi sýnt því áhuga. „Áhuginn á þessu er alveg gríðarlegur úti í heimi. Ég er ekki í nokkrum vafa um það að það eiga eftir að koma hingað fleiri netþjónabú. Viðræður eru hafnar en það er ekkert naglfast. En við erum að ræða við fleiri en einn aðila. Það er hins vegar óvíst hvenær því lýkur, við höfum okkar áætlanir um það. Fyrsta netþjónabúið er að fara í rekstur eftir ár. Við erum nú nokkuð bjartsýnir á að næsta bú geti hafið starfsemi hér innan tveggja ára,“ segir Guðmundur Gunnarsson hjá Farice.Hann segir að Grænlandsumferðin verði flutt til Evrópu, samið hafi verið um það. En það sé ekki teljandi umferð, enda séu Grænlendingar fáir.Bætt staða háskólannaRannsókna- og háskólanetið (RHnet) hefur verið á Cantat. Guðmundur Gunnarsson segir flest benda til þess að RHnetið verði komið á Farice innan skamms. „Þá fá þeir verulega svera pípu til útlanda. Það hefur kannski staðið þeim eitthvað fyrir þrifum, að geta tekið þátt í rannsóknarstörfum og slíku. Það er sjálfsagt að nýta leiðirnar. Það er nóg pláss hjá okkur ennþá.“Fram hefur komið í fjölmiðlum að kostnaður Rannsókna- og háskólanets Íslands af nettengingum myndi sexfaldast yrðu samböndin færð yfir á Farice-strenginn.Í bréfi sem Maríus Ólafsson, netstjóri RHnets, sendi frá sér fyrir nokkrum mánuðum kemur fram að heildarvelta RHnets sé 38 milljónir króna á ári. Yrðu tengingarnar færðar yfir á Farice myndi kostnaður við nettengingar einar og sér nema hátt í 180 miljónum króna.Jón Ingi Einarsson, framkvæmdastjóri RHnets, vill lítið tjá sig um þetta en segir að nú virðist vilji stjórnvalda til þess að greiða leið RHnetsins vera ríkari en áður.Langtímafjárfestingar„Fjárfestingin er milli sex og sjö milljarðar króna og það eru eigendur Farice sem borga, en svo verður það líka lánsfé,“ segir Guðmundur um nýja strenginn.Bjarni Þorvarðarson, forstjóri Hibernia Atlantic, gerir ráð fyrir að sæstrengur frá Írlandi og hingað til lands kosti um 50 milljónir Bandaríkjadala, þegar hann verður lagður. Það nemur um 3,4 milljörðum króna.Á sínum tíma kostaði Farice 1 þrjá og hálfan til fjóra milljarða króna. „Hann hefur aðeins verið greiddur með almennri umferð. Við erum fá hér, svo notkunin hefur ekki verið mikil,“ segir Guðmundur Gunnarsson hjá Farice.„Fjárfestingin í Danice hefur þau áhrif í fyrsta lagi að við erum að fara að selja þessum netþjónabúum umferð. Það hefur þau áhrif til lengri tíma að almenn umferð verður ódýrari. Umferð fyrir okkur almenning kostar minna eða almennir notendur fá meira gagnamagn fyrir sama verð. Ég legg áherslu á að það er ekki hægt að líta á þetta sem verkefni sem eigi að borga sig upp á tveimur til þremur árum, þetta er langtímafjárfesting. Þetta er eins og hver annar þjóðvegur. Þetta er þjóðvegur fyrir þessa umferð til útlanda. Ef hann er ekki í lagi þá er þjóðfélagið bara á hliðinni,“ segir Guðmundur.MIKLIR HAGSMUNIRÁður en ákveðið var að ráðast í lagningu Danice-strengsins komst ráðgjafarfyrirtækið ParX að því að þjóðhagslegt tap af ótryggum netsamböndum Íslands við umheiminn gæti numið hátt í 30 milljörðum króna á örfáum árum. Því yrði að ráðast í nýjan streng. Líklega væru ekki nema um átta ár eftir af líftíma Cantat-strengsins. Eftir það yrði fátt um varasambönd ef Farice bilaði.Skýrsluhöfundar sögðu að öryggi fjarskiptaumferðar á netinu til og frá landinu væri ekki nóg. Til að menn gætu treyst samböndum mætti sambandsrof ekki vara lengur en fimm mínútur á ári. Svo er ekki nú, og sögðu þeir mörg tækifæri glatast sem sækja mætti með öruggari tengingum. Þar mætti nefna fjármálaþjónustu, heilbrigðisþjónustu og líftækni, fjarskiptaþjónustu, framleiðslu og viðskiptakerfi, umsýslu rafrænna viðskiptakerfa, rekstur gagnabanka og ýmislegt fleira.Hverjir hagnast?Ljóst er að þjóðarbúið allt hagnast af því að fjarskiptasambönd Íslands við umheiminn séu trygg. Þá hefur ítrekað verið bent á að rekstur ýmiss konar netþjónabúa yrði góð viðbót við aðra atvinnustarfsemi hérlendis. Fjöldi nýrra starfa gæti orðið til. Ýmis fjölþjóðleg fyrirtæki hafa sýnt því áhuga á að koma hingað með sína starfsemi auk þess sem Markaðnum er kunnugt um nokkra innlenda aðila sem hyggjast róa á svipuð mið. En hvers vegna skyldu netþjónabúin vilja koma hingað? Ekki síst í ljósi þess að sambönd hér hafa reynst ótrygg undanfarin ár.Jón Ingi Einarsson hjá RHneti hefur bent á að til þess að fullnægja ítrustu kröfum netþjónabúa þurfi að liggja héðan tveir strengir til vesturs og aðrir tveir til austurs.Guðmundur Gunnarsson, hjá Farice, fullyrðir hins vegar að með Danice verði nægt fjarskiptaöryggi fyrir netþjónabúin.Einnig hefur verið bent á að hér geti þessi fyrirtæki fengið aðgang að ódýrri raforku. Á heitari stöðum heimsins fari mikill hluti þeirrar orku sem netþjónabú nota til kælingar. Sá kostnaður yrði umtalsvert minni hér. Netþjónabú nota töluvert af raforku, þó lítið í samanburði við álver, en fram hefur komið að orkufyrirtækin vilji gjarnan beina viðskiptum sínum í þessa átt; auglýsa „græna orku“ fyrir þessa starfsemi.Þá sé hátt menntastig hér á landi og erlend fyrirtæki gætu fundið hæft starfsfólk hér. Á móti hafa viðmælendur Markaðarins bent á að þótt tölvurnar sjálfar yrðu geymdar hér á landi gætu erlend fyrirtæki stýrt þeim að utan. Ekki sé því gefið að tugir eða hundruð háskólamenntaðs fólks starfi við öll netþjónabú. Í sumum tilvikum þyrfti ef til vill einungis starfsfólk til að tryggja að kveikt væri á tölvunum.
Undir smásjánni Úttekt Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira