Einkavæðingin á Alþingi í dag Ögmundur Jónasson skrifar 9. september 2008 05:00 Við þingfrestun í vor var fallist á að skjóta á frest afgreiðslu frumvarps Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, heilbrigðisráðherra, um nýja Sjúkratrygginga- og innkaupastofnun á heilbrigðissviði. Í greinargerð með frumvarpinu segir að það byggi á reynslu Svía og Breta. Þessar þjóðir hafi haldið út á markaðstorgið með heilbrigðisþjónustu sína en hin nýja stofnun á einmitt að auðvelda þessa vegferð. Með því að fá afgreiðslu frumvarpsins frestað sumarlangt vildu menn skapa svigrúm til að grafast fyrir um afleiðingar kerfisbreytinganna í Svíþjóð og Bretlandi. Það gekk ekki eftir. Heilbrigðisnefnd Alþingis var aldrei kölluð saman í sumar. Og ekki er að sjá að stjórnarmeirihlutinn hafi lyft litla fingri til að kynna sér málin ef undan er skilin hraðsuðuheimsókn heilbrigðisnefndar Alþingis til Stokkhólms í vikunni áður en þing kom saman. Ferðin var farin undir handarjaðri verktakafyrirtækisins sem skipuleggur markaðsvæðingarátak heilbrigðisráðherrans! Stjórnarandstaðan hefur hins vegar notað tímann og viðað að sér upplýsingum. Hverju skyldi sú rannsóknarvinna hafa skilað? Í ljós kemur að um þróunina í Svíþjóð er engin sátt. Markaðsvæðingin í heilbrigðiskerfi Svía sætir þvert á móti vaxandi gagnrýni. Útboð í heilbrigðisþjónustunni eru á undanhaldi vegna þess að þau gáfu ekki góða raun. Frá Bretlandi hafa einnig borist varnaðarorð. Einn helsti sérfræðingur Breta á þessu sviði, Allyson Pollock, prófessor við Edinborgarháskóla, sagði í erindi sem hún flutti hér á landi að umræddu frumvarpi svipaði til löggjafar í Bretlandi frá þeim tíma sem Bretar hófu vegferðina með heilbrigðiskerfi sitt inn á markaðstorgið undir leiðsögn Margrétar Thatcher. Grundvallarbreytingar á samfélaginu á ekki gera umræðulaust. En þegar stjórnarmeirihlutinn er annaðhvort hlynntur einkavæðingu eða einfaldlega svo latur að hann nennir ekki að kynna sér málin er úr vöndu að ráða. Það er dapurlegt til þess að hugsa að vegna sinnuleysis á Alþingi, andvaraleysis almennings og doða fjölmiðlanna kunni frjálshyggjunni að takast að eyðileggja heilbrigðiskerfið okkar. Allt til þess eins að hleypa einkavinunum öllum á garðann svo þeir geti gert heilbrigðisþjónustu landsmanna sér að féþúfu. Málið er á dagskrá Alþingis í dag. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Við þingfrestun í vor var fallist á að skjóta á frest afgreiðslu frumvarps Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, heilbrigðisráðherra, um nýja Sjúkratrygginga- og innkaupastofnun á heilbrigðissviði. Í greinargerð með frumvarpinu segir að það byggi á reynslu Svía og Breta. Þessar þjóðir hafi haldið út á markaðstorgið með heilbrigðisþjónustu sína en hin nýja stofnun á einmitt að auðvelda þessa vegferð. Með því að fá afgreiðslu frumvarpsins frestað sumarlangt vildu menn skapa svigrúm til að grafast fyrir um afleiðingar kerfisbreytinganna í Svíþjóð og Bretlandi. Það gekk ekki eftir. Heilbrigðisnefnd Alþingis var aldrei kölluð saman í sumar. Og ekki er að sjá að stjórnarmeirihlutinn hafi lyft litla fingri til að kynna sér málin ef undan er skilin hraðsuðuheimsókn heilbrigðisnefndar Alþingis til Stokkhólms í vikunni áður en þing kom saman. Ferðin var farin undir handarjaðri verktakafyrirtækisins sem skipuleggur markaðsvæðingarátak heilbrigðisráðherrans! Stjórnarandstaðan hefur hins vegar notað tímann og viðað að sér upplýsingum. Hverju skyldi sú rannsóknarvinna hafa skilað? Í ljós kemur að um þróunina í Svíþjóð er engin sátt. Markaðsvæðingin í heilbrigðiskerfi Svía sætir þvert á móti vaxandi gagnrýni. Útboð í heilbrigðisþjónustunni eru á undanhaldi vegna þess að þau gáfu ekki góða raun. Frá Bretlandi hafa einnig borist varnaðarorð. Einn helsti sérfræðingur Breta á þessu sviði, Allyson Pollock, prófessor við Edinborgarháskóla, sagði í erindi sem hún flutti hér á landi að umræddu frumvarpi svipaði til löggjafar í Bretlandi frá þeim tíma sem Bretar hófu vegferðina með heilbrigðiskerfi sitt inn á markaðstorgið undir leiðsögn Margrétar Thatcher. Grundvallarbreytingar á samfélaginu á ekki gera umræðulaust. En þegar stjórnarmeirihlutinn er annaðhvort hlynntur einkavæðingu eða einfaldlega svo latur að hann nennir ekki að kynna sér málin er úr vöndu að ráða. Það er dapurlegt til þess að hugsa að vegna sinnuleysis á Alþingi, andvaraleysis almennings og doða fjölmiðlanna kunni frjálshyggjunni að takast að eyðileggja heilbrigðiskerfið okkar. Allt til þess eins að hleypa einkavinunum öllum á garðann svo þeir geti gert heilbrigðisþjónustu landsmanna sér að féþúfu. Málið er á dagskrá Alþingis í dag. Höfundur er alþingismaður.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun