Verstu viðskipti ársins 2008 31. desember 2008 00:01 Róbert Wessman Salt Investments, fjárfestingarfélag Róberts Wessmans, missteig sig með eftirtektarverðustum hætti á árinu í kaupum á hlut í Glitni, að mati valnefndar Markaðarins. Margir voru til kallaðir í vali á verstu viðskiptum ársins 2008, enda kannski af nógu að taka. Með þann vafasama heiður að bera sigur úr býtum í þessu vali var Róbert Wessman, en fjárfestingarfélag hans Salt keypti hlut í Glitni fyrir 5,7 milljarða króna föstudaginn 26. september, en á mánudagsmorgni var tilkynnt um þjóðnýtingu bankans. Salt var sjöundi stærsti hluthafi Glitnis og leiddar að því líkur að félagið tapaði við þjóðnýtinguna og virðisrýrnun eignarinnar um fimm milljörðum króna. Svo varð reyndar ekki úr þessum kaupum ríkisins, bankinn fór í greiðslustöðvun og hluthafar töpuðu öllum sínum hlut. Glitnir kemur reyndar við sögu í næstverstu viðskiptum ársins samkvæmt valinu, en þeir voru litlu færri sem vildu tilnefna yfirtöku ríkisins á Glitni í aðdraganda bankahrunsins sem verstu viðskiptin. „Formaður bankastjórnar Seðlabankans keypti þrjá fjórðu hluta Glitnis banka fyrir 600 milljónir evra sem jaðrar við hrakvirði. Þetta hljóta að vera viðskiptamaður og viðskipti ársins,“ segir einn þeirra sem leitað var til um tilnefningar hvað varðar þá hluti sem upp úr standa í viðskiptum ársins. „Um leið eru þetta verstu viðskipti ársins,“ bætir svo viðkomandi við. „Kaup Róberts Wessman í Glitni eða kaup ríksisins á 75 prósenta hlut í sama banka sem ýtti skelfilegri atburðarás af stað,“ segir annar sem erfitt á með að gera upp á milli verstu viðskiptanna, enda kannski bara um að ræða tvær hliðar á sama peningi. Um fyrirhugaða þjóðnýtingu Glitnis segir annar að öll umgjörð og aðferðafræði þar hafi skaðaði íslenskt efnahagslíf stórkostlega umfram það sem hefði þurft. „Í kjölfarið hrundu bankarnir og margir fjárfestar, sem ætluðu að hagnast með ríkinu, brenndu fingur. Þessi díll var harðskafi,“ segir annar um þjóðnýtingu Glitnis í septemberlok. Þá eru nefndir til sögu fleiri fjárfestar sem brenndu sig á falli bankanna eða þóttu eiga vafasöm viðskipti því tengdu. Nokkrum er ofarlega í huga Sjeik Mohammed Bin Khalifa Al-Thani, bróðir emírsins af Katar, sem í gegn um fjárfestingarfélag sitt Q-Iceland Holding keypti um fimm prósenta hlut í Kaupþingi fyrir 26 milljarða króna undir lok september, skömmu fyrir hrun bankanna. „En í ljósi þess hve lítið þau viðskipti vigta í hans eignasafni eru þau ekki sett hér fremst,“ segir einn álitsgjafi Markaðarins. - óká Markaðir Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira
Margir voru til kallaðir í vali á verstu viðskiptum ársins 2008, enda kannski af nógu að taka. Með þann vafasama heiður að bera sigur úr býtum í þessu vali var Róbert Wessman, en fjárfestingarfélag hans Salt keypti hlut í Glitni fyrir 5,7 milljarða króna föstudaginn 26. september, en á mánudagsmorgni var tilkynnt um þjóðnýtingu bankans. Salt var sjöundi stærsti hluthafi Glitnis og leiddar að því líkur að félagið tapaði við þjóðnýtinguna og virðisrýrnun eignarinnar um fimm milljörðum króna. Svo varð reyndar ekki úr þessum kaupum ríkisins, bankinn fór í greiðslustöðvun og hluthafar töpuðu öllum sínum hlut. Glitnir kemur reyndar við sögu í næstverstu viðskiptum ársins samkvæmt valinu, en þeir voru litlu færri sem vildu tilnefna yfirtöku ríkisins á Glitni í aðdraganda bankahrunsins sem verstu viðskiptin. „Formaður bankastjórnar Seðlabankans keypti þrjá fjórðu hluta Glitnis banka fyrir 600 milljónir evra sem jaðrar við hrakvirði. Þetta hljóta að vera viðskiptamaður og viðskipti ársins,“ segir einn þeirra sem leitað var til um tilnefningar hvað varðar þá hluti sem upp úr standa í viðskiptum ársins. „Um leið eru þetta verstu viðskipti ársins,“ bætir svo viðkomandi við. „Kaup Róberts Wessman í Glitni eða kaup ríksisins á 75 prósenta hlut í sama banka sem ýtti skelfilegri atburðarás af stað,“ segir annar sem erfitt á með að gera upp á milli verstu viðskiptanna, enda kannski bara um að ræða tvær hliðar á sama peningi. Um fyrirhugaða þjóðnýtingu Glitnis segir annar að öll umgjörð og aðferðafræði þar hafi skaðaði íslenskt efnahagslíf stórkostlega umfram það sem hefði þurft. „Í kjölfarið hrundu bankarnir og margir fjárfestar, sem ætluðu að hagnast með ríkinu, brenndu fingur. Þessi díll var harðskafi,“ segir annar um þjóðnýtingu Glitnis í septemberlok. Þá eru nefndir til sögu fleiri fjárfestar sem brenndu sig á falli bankanna eða þóttu eiga vafasöm viðskipti því tengdu. Nokkrum er ofarlega í huga Sjeik Mohammed Bin Khalifa Al-Thani, bróðir emírsins af Katar, sem í gegn um fjárfestingarfélag sitt Q-Iceland Holding keypti um fimm prósenta hlut í Kaupþingi fyrir 26 milljarða króna undir lok september, skömmu fyrir hrun bankanna. „En í ljósi þess hve lítið þau viðskipti vigta í hans eignasafni eru þau ekki sett hér fremst,“ segir einn álitsgjafi Markaðarins. - óká
Markaðir Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira