Verstu viðskipti ársins 2008 31. desember 2008 00:01 Róbert Wessman Salt Investments, fjárfestingarfélag Róberts Wessmans, missteig sig með eftirtektarverðustum hætti á árinu í kaupum á hlut í Glitni, að mati valnefndar Markaðarins. Margir voru til kallaðir í vali á verstu viðskiptum ársins 2008, enda kannski af nógu að taka. Með þann vafasama heiður að bera sigur úr býtum í þessu vali var Róbert Wessman, en fjárfestingarfélag hans Salt keypti hlut í Glitni fyrir 5,7 milljarða króna föstudaginn 26. september, en á mánudagsmorgni var tilkynnt um þjóðnýtingu bankans. Salt var sjöundi stærsti hluthafi Glitnis og leiddar að því líkur að félagið tapaði við þjóðnýtinguna og virðisrýrnun eignarinnar um fimm milljörðum króna. Svo varð reyndar ekki úr þessum kaupum ríkisins, bankinn fór í greiðslustöðvun og hluthafar töpuðu öllum sínum hlut. Glitnir kemur reyndar við sögu í næstverstu viðskiptum ársins samkvæmt valinu, en þeir voru litlu færri sem vildu tilnefna yfirtöku ríkisins á Glitni í aðdraganda bankahrunsins sem verstu viðskiptin. „Formaður bankastjórnar Seðlabankans keypti þrjá fjórðu hluta Glitnis banka fyrir 600 milljónir evra sem jaðrar við hrakvirði. Þetta hljóta að vera viðskiptamaður og viðskipti ársins,“ segir einn þeirra sem leitað var til um tilnefningar hvað varðar þá hluti sem upp úr standa í viðskiptum ársins. „Um leið eru þetta verstu viðskipti ársins,“ bætir svo viðkomandi við. „Kaup Róberts Wessman í Glitni eða kaup ríksisins á 75 prósenta hlut í sama banka sem ýtti skelfilegri atburðarás af stað,“ segir annar sem erfitt á með að gera upp á milli verstu viðskiptanna, enda kannski bara um að ræða tvær hliðar á sama peningi. Um fyrirhugaða þjóðnýtingu Glitnis segir annar að öll umgjörð og aðferðafræði þar hafi skaðaði íslenskt efnahagslíf stórkostlega umfram það sem hefði þurft. „Í kjölfarið hrundu bankarnir og margir fjárfestar, sem ætluðu að hagnast með ríkinu, brenndu fingur. Þessi díll var harðskafi,“ segir annar um þjóðnýtingu Glitnis í septemberlok. Þá eru nefndir til sögu fleiri fjárfestar sem brenndu sig á falli bankanna eða þóttu eiga vafasöm viðskipti því tengdu. Nokkrum er ofarlega í huga Sjeik Mohammed Bin Khalifa Al-Thani, bróðir emírsins af Katar, sem í gegn um fjárfestingarfélag sitt Q-Iceland Holding keypti um fimm prósenta hlut í Kaupþingi fyrir 26 milljarða króna undir lok september, skömmu fyrir hrun bankanna. „En í ljósi þess hve lítið þau viðskipti vigta í hans eignasafni eru þau ekki sett hér fremst,“ segir einn álitsgjafi Markaðarins. - óká Markaðir Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent 43 ára kvikmyndasaga kvödd Lífið samstarf Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira
Margir voru til kallaðir í vali á verstu viðskiptum ársins 2008, enda kannski af nógu að taka. Með þann vafasama heiður að bera sigur úr býtum í þessu vali var Róbert Wessman, en fjárfestingarfélag hans Salt keypti hlut í Glitni fyrir 5,7 milljarða króna föstudaginn 26. september, en á mánudagsmorgni var tilkynnt um þjóðnýtingu bankans. Salt var sjöundi stærsti hluthafi Glitnis og leiddar að því líkur að félagið tapaði við þjóðnýtinguna og virðisrýrnun eignarinnar um fimm milljörðum króna. Svo varð reyndar ekki úr þessum kaupum ríkisins, bankinn fór í greiðslustöðvun og hluthafar töpuðu öllum sínum hlut. Glitnir kemur reyndar við sögu í næstverstu viðskiptum ársins samkvæmt valinu, en þeir voru litlu færri sem vildu tilnefna yfirtöku ríkisins á Glitni í aðdraganda bankahrunsins sem verstu viðskiptin. „Formaður bankastjórnar Seðlabankans keypti þrjá fjórðu hluta Glitnis banka fyrir 600 milljónir evra sem jaðrar við hrakvirði. Þetta hljóta að vera viðskiptamaður og viðskipti ársins,“ segir einn þeirra sem leitað var til um tilnefningar hvað varðar þá hluti sem upp úr standa í viðskiptum ársins. „Um leið eru þetta verstu viðskipti ársins,“ bætir svo viðkomandi við. „Kaup Róberts Wessman í Glitni eða kaup ríksisins á 75 prósenta hlut í sama banka sem ýtti skelfilegri atburðarás af stað,“ segir annar sem erfitt á með að gera upp á milli verstu viðskiptanna, enda kannski bara um að ræða tvær hliðar á sama peningi. Um fyrirhugaða þjóðnýtingu Glitnis segir annar að öll umgjörð og aðferðafræði þar hafi skaðaði íslenskt efnahagslíf stórkostlega umfram það sem hefði þurft. „Í kjölfarið hrundu bankarnir og margir fjárfestar, sem ætluðu að hagnast með ríkinu, brenndu fingur. Þessi díll var harðskafi,“ segir annar um þjóðnýtingu Glitnis í septemberlok. Þá eru nefndir til sögu fleiri fjárfestar sem brenndu sig á falli bankanna eða þóttu eiga vafasöm viðskipti því tengdu. Nokkrum er ofarlega í huga Sjeik Mohammed Bin Khalifa Al-Thani, bróðir emírsins af Katar, sem í gegn um fjárfestingarfélag sitt Q-Iceland Holding keypti um fimm prósenta hlut í Kaupþingi fyrir 26 milljarða króna undir lok september, skömmu fyrir hrun bankanna. „En í ljósi þess hve lítið þau viðskipti vigta í hans eignasafni eru þau ekki sett hér fremst,“ segir einn álitsgjafi Markaðarins. - óká
Markaðir Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent 43 ára kvikmyndasaga kvödd Lífið samstarf Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira