Bakkabræður forðuðu þroti Existu Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar 9. desember 2008 18:04 Bakkabræður rýna í tölurnar. Lýður og Ágúst Guðmundssynir, stærstu hluthafar Existu, ætla ekki að sitja einir að félaginu þegar birtir til á fjármagnsmörkuðum. Mynd/GVA Allir núverandi hluthafar Existu fá að vera með í forgangsréttarútboði félagsins á næsta ári. Heimild til hlutafjáraukningar verður lögð fyrir hluthafafund félagsins fyrir áramót. Eins og fram kom á sérstökum hluthafafundi Existu í enda október, þar sem stjórn félagsins fékk víðtækar heimildir til björgunaraðgerða, ríkir óvissa um eigna- og skuldastöðu félagsins. Það var stærsti hluthafi Kaupþings þegar bankinn hrundi. Eignin, sem var óveðsett, gufaði upp. Þá sitja tugir milljarða króna af inneignum og afleiðusamningum fastar í þrotabúum gömlu bankanna. Viðræður standa yfir um innlausn samninga. Forgangsréttarútboðið kemur í framhaldi af kaupum Existu á eignarhaldsfélagi Bakkabræðra, Kvakki. Kaupin fela í sér að bræðurnir leggja Existu til einn milljarð króna í aukið hlutafé, eldsneyti sem tryggði að félagið gat greitt lán á gjalddaga á fimmtudag í síðustu viku upp á einn milljarð evra. Hefði greiðsla fallið á gjalddaga er hætt við að Exista hefði farið í þrot, samkvæmt heimildum Markaðarins. Eftir viðskiptin eiga félög bræðranna tæp 88 prósent í Existu. Óvíst er með fjárhagslega burði stærstu hluthafa Existu nú. Á eftir Bakkabræðrum, sem nú sitja á 45 prósentum hlutafjár, er fjárfestingafélagið Kista næststærst. Það er í eigu Spron, Sparisjóðsins í Keflavík, Sparisjóðs Mýrasýslu, Sparisjóðs Svarfdæla, Eyraeldis, dótturfélags Sparisjóðs Vestfirðinga, og Þrælsfells, dótturfélags Sparisjóðs Húnaþings og Stranda. Þá er Spron skráð fyrir 2,4 prósentum til viðbótar. Gift, eignarhaldsfélag Samvinnutrygginga, er meðal stærstu hluthafa. Ljóst er að félagið hefur ekki burði til þátttöku í hlutafjáraukningu en skuldir þess hlaupa á milljörðum umfram eignir. Eftir bankahrunið í október voru viðskipti stöðvuð með hlutabréf Existu í Kauphöllinni. Þá stóðu þau í 4,62 krónum á hlut. Þegar viðskipti hófust á ný í gær hrundi gengið um rúm 97 prósent, eða undir tíu aura þegar verst lét. Nýja Kaupþing sagði í fyrradag leitað allra leiða til að hindra gjörning Bakkabræðra enda hafi bankinn unnið að því að taka Existu yfir og verja hagsmuni bankans. Í gær barst svo tilkynning þess efnis að félögin ætluðu ekki að taka á málinu í fjölmiðlum heldur leysa ágreininginn sín á milli. Hvorugur aðili tjáði sig um málið í gær. Harla lítið er eftir af eignasafni Existu samanborið við stöðuna í september. Skömmu eftir hrunið gerðu Bakkabræður samkomulag um að kaup á hlut Existu í Bakkavör fyrir 8,4 milljarða króna. Viðræður við lánadrottna Bakkavarar og Existu í tengslum við kaupin standa enn yfir. Þá seldi félagið hluti sína í sterkustu fjármálafyrirtækjum Norðurlanda, í Sampo og Storebrand. Eftir standa nú í Existu 100 prósenta eign í Skiptum, móðurfélagi Símans, eignaleigufyrirtækið Lýsing, vátryggingafélagið VÍS og líftryggingafyrirtækið Lífís. Þá eru ótaldir smærri hlutir, svo sem helmingshlutur í Öryggismiðstöðinni og rúmur fjórtán prósenta hlutur í bresku íþróttavöruversluninni JJB Sports. Ljóst er að tak stjórnar Existu er lítið en krefjandi eftir hremmingarnar síðustu vikur, enda róinn lífróður. Líklegra er, miðað við stöðuna, að þar haldi erlendir kröfuhafar um taumana. Markaðir Viðskipti Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Allir núverandi hluthafar Existu fá að vera með í forgangsréttarútboði félagsins á næsta ári. Heimild til hlutafjáraukningar verður lögð fyrir hluthafafund félagsins fyrir áramót. Eins og fram kom á sérstökum hluthafafundi Existu í enda október, þar sem stjórn félagsins fékk víðtækar heimildir til björgunaraðgerða, ríkir óvissa um eigna- og skuldastöðu félagsins. Það var stærsti hluthafi Kaupþings þegar bankinn hrundi. Eignin, sem var óveðsett, gufaði upp. Þá sitja tugir milljarða króna af inneignum og afleiðusamningum fastar í þrotabúum gömlu bankanna. Viðræður standa yfir um innlausn samninga. Forgangsréttarútboðið kemur í framhaldi af kaupum Existu á eignarhaldsfélagi Bakkabræðra, Kvakki. Kaupin fela í sér að bræðurnir leggja Existu til einn milljarð króna í aukið hlutafé, eldsneyti sem tryggði að félagið gat greitt lán á gjalddaga á fimmtudag í síðustu viku upp á einn milljarð evra. Hefði greiðsla fallið á gjalddaga er hætt við að Exista hefði farið í þrot, samkvæmt heimildum Markaðarins. Eftir viðskiptin eiga félög bræðranna tæp 88 prósent í Existu. Óvíst er með fjárhagslega burði stærstu hluthafa Existu nú. Á eftir Bakkabræðrum, sem nú sitja á 45 prósentum hlutafjár, er fjárfestingafélagið Kista næststærst. Það er í eigu Spron, Sparisjóðsins í Keflavík, Sparisjóðs Mýrasýslu, Sparisjóðs Svarfdæla, Eyraeldis, dótturfélags Sparisjóðs Vestfirðinga, og Þrælsfells, dótturfélags Sparisjóðs Húnaþings og Stranda. Þá er Spron skráð fyrir 2,4 prósentum til viðbótar. Gift, eignarhaldsfélag Samvinnutrygginga, er meðal stærstu hluthafa. Ljóst er að félagið hefur ekki burði til þátttöku í hlutafjáraukningu en skuldir þess hlaupa á milljörðum umfram eignir. Eftir bankahrunið í október voru viðskipti stöðvuð með hlutabréf Existu í Kauphöllinni. Þá stóðu þau í 4,62 krónum á hlut. Þegar viðskipti hófust á ný í gær hrundi gengið um rúm 97 prósent, eða undir tíu aura þegar verst lét. Nýja Kaupþing sagði í fyrradag leitað allra leiða til að hindra gjörning Bakkabræðra enda hafi bankinn unnið að því að taka Existu yfir og verja hagsmuni bankans. Í gær barst svo tilkynning þess efnis að félögin ætluðu ekki að taka á málinu í fjölmiðlum heldur leysa ágreininginn sín á milli. Hvorugur aðili tjáði sig um málið í gær. Harla lítið er eftir af eignasafni Existu samanborið við stöðuna í september. Skömmu eftir hrunið gerðu Bakkabræður samkomulag um að kaup á hlut Existu í Bakkavör fyrir 8,4 milljarða króna. Viðræður við lánadrottna Bakkavarar og Existu í tengslum við kaupin standa enn yfir. Þá seldi félagið hluti sína í sterkustu fjármálafyrirtækjum Norðurlanda, í Sampo og Storebrand. Eftir standa nú í Existu 100 prósenta eign í Skiptum, móðurfélagi Símans, eignaleigufyrirtækið Lýsing, vátryggingafélagið VÍS og líftryggingafyrirtækið Lífís. Þá eru ótaldir smærri hlutir, svo sem helmingshlutur í Öryggismiðstöðinni og rúmur fjórtán prósenta hlutur í bresku íþróttavöruversluninni JJB Sports. Ljóst er að tak stjórnar Existu er lítið en krefjandi eftir hremmingarnar síðustu vikur, enda róinn lífróður. Líklegra er, miðað við stöðuna, að þar haldi erlendir kröfuhafar um taumana.
Markaðir Viðskipti Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira