Hamar hefur aldrei unnið Hauka Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. nóvember 2008 16:30 Kristrún Sigurjónsdóttir, leikmaður Hauka. Það verður barist um toppsætið í Iceland Express deild kvenna þegar spútniklið Hamars sækir heitasta lið deildarinnar heim á Ásvelli klukkan 19.15 í kvöld. Bæði lið hafa unnið 5 af 6 leikjum sínum en á sama tíma og Hamar tapaði sínum fyrsta leik í síðasta leik þá vann Haukaliðið sinn fjórða leik í röð. Hamar þarf að endurskrifa sögu félagsins ætli liðið að vera áfram í toppsætinu eftir leikinn í kvöld því kvennalið Hamars hefur aldrei unnið Hauka í meistaraflokki kvenna. Liðin eru hafa mæst átta sinnum í efstu deild síðustu tvö tímabil og hafa Haukarnir unnið alla leikina. Liðin mættust auk þess sex sinnum í 2. deild kvenna frá 2000 til 2003 og Haukarnir unnu alla þá leiki líka. Hamar hefur því tapað 14 deildarleikjum í röð á móti Haukum. Það hafa fimm leikmenn komið við sögu í öllum átta leikjunum milli Hauka og Hamars í efstu deild kvenna. Það eru annarsvegar Haukakonurnar Kristrún Sigurjónsdóttir og Bára Fanney Hálfdanardóttir og hinsvegar Hamarskonurnar Hafrún Hálfdánardóttir, Jóhanna Björk Sveinsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir. Hafrún hefur alls leikið mest allra í þessum átta leikjum eða í samtal 241 mínútu (30,1 í leik) en Kristrún hefur skorað flest stig eða 135 sem gera 16,9 stig að meðaltali í leik. Haukar unnu leikina fjóra tímabilið 2006-07 með 55,3 stigum að meðaltali en munurinn var kominn niður í 8,0 stig að meðaltali síðasta vetur. Hamarsliðið hefur aldrei byrjað betur en á þessu tímabili og það verður því fróðlegt að sjá hvar liðið stendur á móti Haukum sem eru eina félagið sem kvennalið Hamars hefur ekki náð að vinna í efstu deild. Hamar gæti reyndar fallið alla leið niður í 3. sætið í kvöld tapi liðið á Ásvöllum og Keflavíkur vinnur sinn leik á heimavelli gegn Val. Haukarnir verða hinsvegar alltaf í hópi tveggja efstu liðanna eftir kvöldið þar sem liðið er með betri innbyrðisstöðu á móti Keflavík.Leikir Hauka og Hamars í efstu deild kvenna: 29. október 2006 Haukar-Hamar 106-53 (Haukar +53) 10. desember 2006 Hamar-Haukar 22-105 (Haukar +83) 21. janúar 2007 Haukar-Hamar 107-54 (Haukar +53) 28. febrúar 2007 Hamar-Haukar 64-96 (Haukar +32) 17. október 2007 Hamar-Haukar 76-85 (Haukar +9) 21. nóvember 2007 Haukar-Hamar 77-66 (Haukar +11) 9. janúar 2008 Hamar-Haukar 69-73 (Haukar +4) 13. febrúar 2008 Haukar-Hamar 82-74 (Haukar +8) 19. nóvember 2008 Haukar-Hamar ??-?? Dominos-deild kvenna Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Sjá meira
Það verður barist um toppsætið í Iceland Express deild kvenna þegar spútniklið Hamars sækir heitasta lið deildarinnar heim á Ásvelli klukkan 19.15 í kvöld. Bæði lið hafa unnið 5 af 6 leikjum sínum en á sama tíma og Hamar tapaði sínum fyrsta leik í síðasta leik þá vann Haukaliðið sinn fjórða leik í röð. Hamar þarf að endurskrifa sögu félagsins ætli liðið að vera áfram í toppsætinu eftir leikinn í kvöld því kvennalið Hamars hefur aldrei unnið Hauka í meistaraflokki kvenna. Liðin eru hafa mæst átta sinnum í efstu deild síðustu tvö tímabil og hafa Haukarnir unnið alla leikina. Liðin mættust auk þess sex sinnum í 2. deild kvenna frá 2000 til 2003 og Haukarnir unnu alla þá leiki líka. Hamar hefur því tapað 14 deildarleikjum í röð á móti Haukum. Það hafa fimm leikmenn komið við sögu í öllum átta leikjunum milli Hauka og Hamars í efstu deild kvenna. Það eru annarsvegar Haukakonurnar Kristrún Sigurjónsdóttir og Bára Fanney Hálfdanardóttir og hinsvegar Hamarskonurnar Hafrún Hálfdánardóttir, Jóhanna Björk Sveinsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir. Hafrún hefur alls leikið mest allra í þessum átta leikjum eða í samtal 241 mínútu (30,1 í leik) en Kristrún hefur skorað flest stig eða 135 sem gera 16,9 stig að meðaltali í leik. Haukar unnu leikina fjóra tímabilið 2006-07 með 55,3 stigum að meðaltali en munurinn var kominn niður í 8,0 stig að meðaltali síðasta vetur. Hamarsliðið hefur aldrei byrjað betur en á þessu tímabili og það verður því fróðlegt að sjá hvar liðið stendur á móti Haukum sem eru eina félagið sem kvennalið Hamars hefur ekki náð að vinna í efstu deild. Hamar gæti reyndar fallið alla leið niður í 3. sætið í kvöld tapi liðið á Ásvöllum og Keflavíkur vinnur sinn leik á heimavelli gegn Val. Haukarnir verða hinsvegar alltaf í hópi tveggja efstu liðanna eftir kvöldið þar sem liðið er með betri innbyrðisstöðu á móti Keflavík.Leikir Hauka og Hamars í efstu deild kvenna: 29. október 2006 Haukar-Hamar 106-53 (Haukar +53) 10. desember 2006 Hamar-Haukar 22-105 (Haukar +83) 21. janúar 2007 Haukar-Hamar 107-54 (Haukar +53) 28. febrúar 2007 Hamar-Haukar 64-96 (Haukar +32) 17. október 2007 Hamar-Haukar 76-85 (Haukar +9) 21. nóvember 2007 Haukar-Hamar 77-66 (Haukar +11) 9. janúar 2008 Hamar-Haukar 69-73 (Haukar +4) 13. febrúar 2008 Haukar-Hamar 82-74 (Haukar +8) 19. nóvember 2008 Haukar-Hamar ??-??
Dominos-deild kvenna Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Sjá meira