Svona eiga toppslagir að vera Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2008 22:52 LaKiste Barkus hjá Hamri reynir hér að brjóta sér leið í gegn um vörn Hauka "Svona eiga toppslagir að vera," sagði sigurreifur þjálfari Haukanna, Yngvi Gunnlaugsson, í leiksloka á 76-73 sigri liðsins á Hamar í uppgjöri efstu liðanna í Iceland Expresss deild kvenna. Haukaliðið er þar með búið að vinna fimm leiki í röð og hefur tveggja stiga forskot á Keflavík og Hamar sem koma í næstu sætum. Það var Slavica Dimovska sem tryggði Haukum dramatískan sigur með flautukörfu langt fyrir utan þriggja stiga línuna. "Hamarsliðið sýndi það að öll þessi umfjöllun sem liðið er búið að fá er lofsins verð og þær eiga hana svo sannarlega skilið," segir Yngvi en núna eru Haukarnir komnir á toppinn. "Við erum búin að læða okkur upp töfluna í skugga Hamars," segir Yngvi sem setti upp skot fyrir fyrirliðann Kristrúnu Sigurjónsdóttur í lokin þrátt fyrir að hún hafi ekki verið búin að setja niður þriggja stiga skot í leiknum. "Við settum upp kerfi og Kristrún setti niður þristinn sem var akkúrat það sem átti að gerast. Slavica nær síðan boltanum og áttar sig ekki hvað mikið er eftir en ég rak hana áfram og hún tók skotið. Þetta er svona skot þar sem 1 af hverju 10 fara rétta leið," sagði Yngvi brosandi í leikslok. Yngvi er ánægður með lykilmenn sína, Slavicu Dimovsku og Kristrúnu Sigurjónsdóttur. "Ég er með tvær bestu þriggja stiga skytturnar á landinu í Slavicu og Kristrúnu. Slavica sýndi mátt sinn og megin. Hún var frábær og hjálpar liðinu mikið. Kristrún er þvílíkur leiðtogi og búin að sýna það að hún er hungruð. Kristrún sem búin að sýna hollustu í Haukum og vonandi getum við sýnt henni sömu hollustu á móti með því að halda okkur á toppnum," sagði Yngvi sem var útkeyrður eftir leik enda tók hann mikið á þar sem lið hans skiptist á að komast yfir og lenda undir. "Ég er alveg búin á því en svona eiga toppleikir að vera. Mikið er ég fegin að vera sigurmegin núna en maður veit aldrei hvenær maður er tapmegin," sagði Yngvi að lokum. Dominos-deild kvenna Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Fótbolti „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Sjá meira
"Svona eiga toppslagir að vera," sagði sigurreifur þjálfari Haukanna, Yngvi Gunnlaugsson, í leiksloka á 76-73 sigri liðsins á Hamar í uppgjöri efstu liðanna í Iceland Expresss deild kvenna. Haukaliðið er þar með búið að vinna fimm leiki í röð og hefur tveggja stiga forskot á Keflavík og Hamar sem koma í næstu sætum. Það var Slavica Dimovska sem tryggði Haukum dramatískan sigur með flautukörfu langt fyrir utan þriggja stiga línuna. "Hamarsliðið sýndi það að öll þessi umfjöllun sem liðið er búið að fá er lofsins verð og þær eiga hana svo sannarlega skilið," segir Yngvi en núna eru Haukarnir komnir á toppinn. "Við erum búin að læða okkur upp töfluna í skugga Hamars," segir Yngvi sem setti upp skot fyrir fyrirliðann Kristrúnu Sigurjónsdóttur í lokin þrátt fyrir að hún hafi ekki verið búin að setja niður þriggja stiga skot í leiknum. "Við settum upp kerfi og Kristrún setti niður þristinn sem var akkúrat það sem átti að gerast. Slavica nær síðan boltanum og áttar sig ekki hvað mikið er eftir en ég rak hana áfram og hún tók skotið. Þetta er svona skot þar sem 1 af hverju 10 fara rétta leið," sagði Yngvi brosandi í leikslok. Yngvi er ánægður með lykilmenn sína, Slavicu Dimovsku og Kristrúnu Sigurjónsdóttur. "Ég er með tvær bestu þriggja stiga skytturnar á landinu í Slavicu og Kristrúnu. Slavica sýndi mátt sinn og megin. Hún var frábær og hjálpar liðinu mikið. Kristrún er þvílíkur leiðtogi og búin að sýna það að hún er hungruð. Kristrún sem búin að sýna hollustu í Haukum og vonandi getum við sýnt henni sömu hollustu á móti með því að halda okkur á toppnum," sagði Yngvi sem var útkeyrður eftir leik enda tók hann mikið á þar sem lið hans skiptist á að komast yfir og lenda undir. "Ég er alveg búin á því en svona eiga toppleikir að vera. Mikið er ég fegin að vera sigurmegin núna en maður veit aldrei hvenær maður er tapmegin," sagði Yngvi að lokum.
Dominos-deild kvenna Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Fótbolti „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Sjá meira