Sala á Woolworths í skoðun 19. nóvember 2008 08:49 Verið er að skoða sölu á smásöluhluta bresku verslanakeðjunni Woolworths. Mögulegt er að breska félagið Hilco Retail Investment kaupi verslunina á eitt pund, að sögn breska dagblaðsins Guardian. Viðskipti voru stöðvuð með bréf verslunarinnar í bresku kauphöllinni í dag. Í tilkynningu sem stjórn Woolworths sendi frá sér í dag segir að hún staðfesti að viðræður séu á fyrstu stigum um tilboð sem hafi borist í reksturinn. Ekki sé þó hægt að staðfesta að því verði tekið. Baugur á rúman tólf prósenta hlut í Woolworths og hefur ítrekað þrýst á uppstokkun í rekstrinum með það fyrir augum að bæta hallarekstur. Meðal annars skammaði Jón Ásgeir Jóhannesson, þá forstjóri Baugs, stjórnendur verslunarinnarinnar opinberlega á síðum Financial Times í apríl í fyrra. Þá gerðu Malcolm Walker, forstjóri matvörukeðjunnar Iceland, og Baugur saman tilboð í smásöluhluta Woolworths síðla sumars. Um var að ræða kaup á 800 verslunum keðjunnar. Málið mun hafa fengið ágætan meðbyr innan stjórnar Woolworths en vísað út af borðinu þegar fregnir af því láku í fjölmiðla. Þá þóttu kaupin fela í sér mikla uppstokkun á rekstrinum. Rekstur Woolworths hefur ekki gengið sem skildi í nokkur ár og var versluninni líkt við risaeðlu í útrýmingarhættu fyrr á þessu ári. Þar var Trevor Bish-Jones, fyrrverandi forstjóra, kennt um. Nýr forstjóri tók við skútunni í september. Hann hafði aðeins setið í forstjórastólnum í hálfan mánuð þegar hann lýsti því yfir að óstjórn væri á rekstrinum, sem hefði skilað hundrað milljóna punda tapi á fyrri hluta árs.Hilco, sem Guardian segir sérfræðinga í uppstokkun á rekstri fyrirtækja, hefur áður komið að málum hjá Baugi en félagið keypti rekstur bresku fatakeðjunnar MK One af Baugi í maí. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Verið er að skoða sölu á smásöluhluta bresku verslanakeðjunni Woolworths. Mögulegt er að breska félagið Hilco Retail Investment kaupi verslunina á eitt pund, að sögn breska dagblaðsins Guardian. Viðskipti voru stöðvuð með bréf verslunarinnar í bresku kauphöllinni í dag. Í tilkynningu sem stjórn Woolworths sendi frá sér í dag segir að hún staðfesti að viðræður séu á fyrstu stigum um tilboð sem hafi borist í reksturinn. Ekki sé þó hægt að staðfesta að því verði tekið. Baugur á rúman tólf prósenta hlut í Woolworths og hefur ítrekað þrýst á uppstokkun í rekstrinum með það fyrir augum að bæta hallarekstur. Meðal annars skammaði Jón Ásgeir Jóhannesson, þá forstjóri Baugs, stjórnendur verslunarinnarinnar opinberlega á síðum Financial Times í apríl í fyrra. Þá gerðu Malcolm Walker, forstjóri matvörukeðjunnar Iceland, og Baugur saman tilboð í smásöluhluta Woolworths síðla sumars. Um var að ræða kaup á 800 verslunum keðjunnar. Málið mun hafa fengið ágætan meðbyr innan stjórnar Woolworths en vísað út af borðinu þegar fregnir af því láku í fjölmiðla. Þá þóttu kaupin fela í sér mikla uppstokkun á rekstrinum. Rekstur Woolworths hefur ekki gengið sem skildi í nokkur ár og var versluninni líkt við risaeðlu í útrýmingarhættu fyrr á þessu ári. Þar var Trevor Bish-Jones, fyrrverandi forstjóra, kennt um. Nýr forstjóri tók við skútunni í september. Hann hafði aðeins setið í forstjórastólnum í hálfan mánuð þegar hann lýsti því yfir að óstjórn væri á rekstrinum, sem hefði skilað hundrað milljóna punda tapi á fyrri hluta árs.Hilco, sem Guardian segir sérfræðinga í uppstokkun á rekstri fyrirtækja, hefur áður komið að málum hjá Baugi en félagið keypti rekstur bresku fatakeðjunnar MK One af Baugi í maí.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira